Innlent

Telja borgina vinna þvert á aðalskipulag

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Samkvæmt breytingum á deiliskipulagi munu íbúðabyggingarnar líta einhvern veginn svona út.
Samkvæmt breytingum á deiliskipulagi munu íbúðabyggingarnar líta einhvern veginn svona út. mynd/reykjavíkurborg
„Gamla lóð Blómavals hefur verið minnkuð en ég tel hana auglýsta í aðalskipulagi sem þróunarreit. Þar segir að á lóðinni eigi bara að vera íbúðir. Stækkunin á Grand hóteli er síðan færð inn á þetta svæði. Það er einn liður í mínu nöldri,“ segir Málfríður Kristjánsdóttir arkitekt um fyrirhugaða breytingu á deiluskipulagi lóða númer 38 og 40 við Sigtún í Laugardal.

Margrét er ein af fjörutíu sem sendu Reykjavíkurborg athugasemd við breytinguna. Í breytingunni felst að lóð 38, þar sem Grand hótel stendur nú, verði stækkuð inn á lóð 40, þar sem Blómaval stóð áður. Þá mun lóð 40 minnka á móti. Stækkun Grand hótels verður heimiluð á svæðinu sem áður tilheyrði lóð 40. Til stendur að reisa sex íbúðabyggingar á lóð 40.Margrét segir einnig í ólagi að hluti af þeim íbúðabyggingum sem eiga að rísa á svæðinu verði allt að sex hæðir en samkvæmt aðalskipulagi eiga byggingar á reitnum að vera fimm hæða.

Undir þetta tekur Árni Björn Björnsson, framkvæmdastjóri Verkfræðingafélags Íslands, en hann gerði athugasemd við breytinguna í nafni félagsins. „Við óskum eftir því að húsin sem liggja næst húsi Verkfræðingafélagsins verði lækkuð um eina hæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×