Innlent

Tvöfalda sjókvíaeldi í Dýrafirði

Sveinn Arnarsson skrifar
Frá Tálknafirði. Sjókvíaeldi Dýrfisks hefur höfuðstöðvar á Tálknafirði og eru áform um stóraukið sjókvíaeldi á næstu árum.
Frá Tálknafirði. Sjókvíaeldi Dýrfisks hefur höfuðstöðvar á Tálknafirði og eru áform um stóraukið sjókvíaeldi á næstu árum. vísir/pjetur
Dýrfiskur ehf. á Tálknafirði hefur fengið samþykkt að tvöfalda sjókvíaeldi sitt í Dýrafirði, úr tvö þúsund tonnum á ári í fjögur þúsund tonn. Skipulagsstofnun telur þessa stækkun ekki háða umhverfismati. Sjókvíaeldi hefur því aldrei farið í umhverfismat í Dýrafirði.

Fyrirtækið hyggst auka framleiðsluna í 4.000 tonn á ári og leggur áherslu á eldi regnbogasilungs, sem byggir á innfluttum hrognum frá Danmörku. Mögulegt sé að síðar verði farið í eldi á laxi og þá verði notast við laxastofn frá Stofnfiski hf., sem sé af norskum uppruna.

Árni Friðleifsson, formaður SVFR, telur æskilegt að náttúran fái að njóta vafans. „Okkar skoðun er sú að laxfiskaeldi í sjó sé varhugavert. Það hafa orðið slys, eins og dæmin sanna. Eldisfiskur sleppur þannig úr kvíum. Við eigum að reyna að huga að náttúru eins mikið og hægt er og fordæmum laxfiskaeldi í sjó sem slíkt,“ segir Árni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×