Segir brandara á líknardeild Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. júlí 2015 10:00 Anna Þóra Fréttablaðið/Valli Anna Þóra Björnsdóttir er eigandi Sjáðu. Hún er líka uppistandari, fór á námskeið í fyrra og sló í gegn. Hún hefur síðan haft nóg að gera, kemur fram í partíum, gæsapartíum og sjónvarpi. Undirtónninn er oft alvarlegur, hún hefur upplifað bróðurmissi og innlögn á geðdeild svo eitthvað sé nefnt, en er gædd þeim hæfileika að geta séð spaugilegu hliðarnar á þessu öllu saman. „Strákurinn minn er búinn með Listaháskólann og er að skrifa leikrit og tengdadóttir mín er fyrsti klarínettleikari, en þau fá engin viðtöl. Þannig að ég verð endilega að reyna að koma þeim að, það er mjög hæfileikaríkt fólk í fjölskyldunni,“ segir Anna Þóra hlæjandi. Hún segist ekkert endilega hafa ætlað í uppistand. „Ég ætlaði að læra að skrifa. Það voru allir búnir að segja mér að ég væri svo fyndin og ætti að fara að skrifa. Ég á fullt af sögum sem eru fyndnar, ég hef lifað rosalega fyndnu og skemmtilegu lífi oft. En svo gerðum við, ég og vinkona mín, samkomulag um að við myndum ekki skrifa bókina okkar fyrr en mæður okkar væru dauðar. Mamma hennar er enn á lífi, svo það er einhver bið á þessu,“ segir Anna Þóra og hlær innilega.Vinurinn skotinn í HollandiAnna Þóra fór á námskeið fyrir nokkrum árum til að læra að skrifa smásögur. „Ég fór og skrifaði sögu. Hún var mjög sönn um fólk sem drepur og tengdist mér persónulega. Góður vinur minn var skotinn í Hollandi. Ég skrifaði um mín viðbrögð og vinkonu minnar við því þegar þessi vinur okkar var drepinn. Hann var eftirlýstur af Interpol og var mjög stór eiturlyfjasali, sem við höfðum reyndar ekki hugmynd um fyrr en eftir að hann lést. En ég meina, fólk vinnur við alls konar,“ rifjar Anna Þóra upp, létt í bragði. „En kennarinn sagði við mig að ég ætti ekkert í það að vera að skrifa og ég hefði engan veginn vald á efninu. Þannig að ég mætti bara í þessi tvö skipti.“ Kennarinn vildi frekar að Anna læsi sögurnar hans sem henni fannst ekkert varið í. „Þetta var eitthvað um þras í þvottahúsi og eitthvað. Þarna var ég búin að borga fimmtíu þúsund kall fyrir námskeiðið. Ég er búin að borga rosalega oft fyrir námskeið sem ég klára ekki. Ég fer yfirleitt og fæ mér hvítvín með þeim sem áttu að vera með mér á námskeiðinu.“ Anna Þóra segist hafa setið með vinum á Jómfrúnni þegar hún ákvað að fara í uppistandið. „Þau sögðu að ég væri svo góð í að herma eftir fólki og djóka og það var verið að auglýsa uppistandsnámskeið og þau sögðu: Af hverju ferðu ekki á þetta námskeið? Og ég sló til.“Ekki ólöglegt að hringja seint Hún er þekkt innan vinahópsins fyrir að vera enn að gera símaat. „Ég get ekki hætt því. Ég hef meira að segja fengið á mig kæru. En lögreglan hringdi svo og sagði málið lagt niður því það er ekki ólöglegt að hringja í fólk og segjast elska það þó að klukkan sé margt.“ Hún segist alla tíð hafa verið að gera grín. „Ég hugsa að þetta sé eitthvað tengt því að ég er víst með bullandi ADHD, sem er reyndar nýgreint.“ Anna Þóra hefur einnig kynnst því að verða döpur. „Ég held að allir kynnist því. Ég kynntist því að verða mjög döpur. Ég held að það hafi verið afleiðing, því það hafði mikið gengið á og ég held að þetta hafi verið að gerjast í svona tíu, fimmtán ár. Bróðir minn dó 39 ára í sjóslysi og pabbi var með MS, svo við mamma höfðum borið uppi fjölskylduna. Svo þegar þeir tveir voru látnir og við vorum tvær eftir, þá veikist hún. Hún fékk briskrabbameinsgreiningu, sem kom í ljós að var ekki briskrabbi en var meðhöndlaður sem slíkur. Ég hugsaði um hana og annaðist hana auðvitað og kveið því rosalega að missa hana. Ég sá ekki lífið fyrir mér án hennar. Við vorum rosalega miklar vinkonur.“ Mamma Önnu Þóru, Ingibjörg, var með sjálfsofnæmi í brisi. „Þetta hafði hrokkið í gang því hún var með ofnæmi fyrir sykursýkitöflum sem hún var að taka. Það hafði enginn greinst með þetta á Íslandi. Þetta voru sjö ár af endurtekinni einangrun og sýkingum. Þetta tók rosalega á okkur fjölskylduna, en við gátum alltaf grínast þó að hún væri svona veik. Ég man einhvern tímann að það gekk einhver mynd á Facebook, það var kona í lopapeysu, í legghlífum og húfu, allt þakið lundum. Þetta var hræðileg mynd. Ég prentaði hana út, hengdi upp á skápinn hjá mömmu og sagði: Ef þú lætur þér ekki batna þá prjóna ég þetta dress á þig.“Leitaði sér að nýrri mömmu Þegar hún svo dó fór Anna Þóra í að ganga frá heimilinu. „Ég fór á fullu gasi í það að þurrka heimilið út. Ég gerði þetta allt of hratt. Stuttu seinna fékk ég taugaáfall og leitaði mér aðstoðar, en fékk ekki réttu hjálpina. Ég leitaði mér að annarri mömmu,“ útskýrir Anna Þóra, sem fann konu sem er nú á áttræðisaldri. „Hún reyndist mjög góð til að byrja með, en svo fór hún að skipta sér af málum sem hún var ekki menntuð til að gera, sem voru geðlyfin sem ég var á. Þetta var kona sem ég hélt að væri sálfræðingur og kynnti sig sem slíkan, en ég komst svo seinna að því að hún var það ekkert og á alls ekki að vera að ráðleggja fólki um lyf. Hún gerði mig háða sér. Ég gat ekki tekið eina einustu ákvörðun án þess að bera það undir hana. Það er ekki faglegt, það er stórhættulegt. Fagaðilar eiga að hjálpa þér til að hjálpa þér sjálfur. Markmiðið á að vera að útskrifa, en hún vildi það ekkert,“ segir Anna Þóra og segist skilja af hverju í dag. „Ég borgaði svart og fékk aldrei nótu. Ég hef leitað eftir því að fá nótu en það er ekki hægt. Þetta eru mjög háar upphæðir. Hún tók mig af léttu þunglyndislyfi, sem ég hafði verið á árum saman út af álagi og hentaði mér bara vel, en það er þekkt aukaverkun að þegar þú hættir á þessu lyfi geturðu farið í maníu. Ég lenti í því. Þegar ég sit með norskum kvennakór í sundlaug Vesturbæjar klukkan sjö um morgun er það merki um að það sé eitthvað mikið að,“ útskýrir Anna Þóra og hlær. Eftir að hafa rokið upp í maníu fór Anna Þóra niður í þunglyndi. „Það er miklu alvarlegra. Ég lét þetta ganga of langt, ég var mjög veik. En svo fékk ég innlögn og þá fóru hlutirnir að gerast. Ég var fjórar vikur inni á deild.“ Anna Þóra segir mjög flott starfsfólk á geðdeild. „Mér fannst upplifunin samt eins og ég hefði gert eitthvað af mér. Ég var með rosalegan móral yfir að vera þarna. Ég vildi ekki að neinn sæi mig í þessum aðstæðum, móðursystir mín og börnin mín, því ég skammaðist mín. En það var margt mjög undarlegt við að veikjast svona. Til dæmis er ég mjög heitfeng, en þarna var ég alveg með það á hreinu að við myndum öll drepast úr kulda. Sem var alveg út í bláinn. Þetta var í september og ég var að hringja í vinkonu mína sem er með prjónastofu og panta lopasokka. Ég sagði henni að ég yrði að fá sex pör strax. En það var ekkert að veðrinu. Mér var bara kalt í sálinni.“„Hún er klikkuð“ Anna Þóra segir marga hafa reynst henni vel í erfiðleikunum. „Já, en það er líka fólk sem talar niður til þeirra sem lenda í svona og sögðu bara: Hún er klikkuð. Ég losaði mig við það fólk. Maður hefur ekkert að gera með það. Það er fullt af fólki sem maður heldur að séu vinir sínir en lítur mann ekki sömu augum eftir að hafa verið á geðdeild.“ Hún hefur undanfarin ár haft það mjög gott og ekki kennt sér meins. „Ég hef verið heppin og hef líka farið eftir því sem mér hefur verið sagt,“ útskýrir hún og bætir við að hún hreyfi sig reyndar ekki neitt. „Nei, en maður tekur þessu alvarlega. Ég smakkaði ekki áfengi í hálft ár. Ég held að áfengi og þunglyndi sé skelfileg blanda. Ég passa upp á svefn. Svo á ég rosalega góða að sem halda utan um mig.“ Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira
Anna Þóra Björnsdóttir er eigandi Sjáðu. Hún er líka uppistandari, fór á námskeið í fyrra og sló í gegn. Hún hefur síðan haft nóg að gera, kemur fram í partíum, gæsapartíum og sjónvarpi. Undirtónninn er oft alvarlegur, hún hefur upplifað bróðurmissi og innlögn á geðdeild svo eitthvað sé nefnt, en er gædd þeim hæfileika að geta séð spaugilegu hliðarnar á þessu öllu saman. „Strákurinn minn er búinn með Listaháskólann og er að skrifa leikrit og tengdadóttir mín er fyrsti klarínettleikari, en þau fá engin viðtöl. Þannig að ég verð endilega að reyna að koma þeim að, það er mjög hæfileikaríkt fólk í fjölskyldunni,“ segir Anna Þóra hlæjandi. Hún segist ekkert endilega hafa ætlað í uppistand. „Ég ætlaði að læra að skrifa. Það voru allir búnir að segja mér að ég væri svo fyndin og ætti að fara að skrifa. Ég á fullt af sögum sem eru fyndnar, ég hef lifað rosalega fyndnu og skemmtilegu lífi oft. En svo gerðum við, ég og vinkona mín, samkomulag um að við myndum ekki skrifa bókina okkar fyrr en mæður okkar væru dauðar. Mamma hennar er enn á lífi, svo það er einhver bið á þessu,“ segir Anna Þóra og hlær innilega.Vinurinn skotinn í HollandiAnna Þóra fór á námskeið fyrir nokkrum árum til að læra að skrifa smásögur. „Ég fór og skrifaði sögu. Hún var mjög sönn um fólk sem drepur og tengdist mér persónulega. Góður vinur minn var skotinn í Hollandi. Ég skrifaði um mín viðbrögð og vinkonu minnar við því þegar þessi vinur okkar var drepinn. Hann var eftirlýstur af Interpol og var mjög stór eiturlyfjasali, sem við höfðum reyndar ekki hugmynd um fyrr en eftir að hann lést. En ég meina, fólk vinnur við alls konar,“ rifjar Anna Þóra upp, létt í bragði. „En kennarinn sagði við mig að ég ætti ekkert í það að vera að skrifa og ég hefði engan veginn vald á efninu. Þannig að ég mætti bara í þessi tvö skipti.“ Kennarinn vildi frekar að Anna læsi sögurnar hans sem henni fannst ekkert varið í. „Þetta var eitthvað um þras í þvottahúsi og eitthvað. Þarna var ég búin að borga fimmtíu þúsund kall fyrir námskeiðið. Ég er búin að borga rosalega oft fyrir námskeið sem ég klára ekki. Ég fer yfirleitt og fæ mér hvítvín með þeim sem áttu að vera með mér á námskeiðinu.“ Anna Þóra segist hafa setið með vinum á Jómfrúnni þegar hún ákvað að fara í uppistandið. „Þau sögðu að ég væri svo góð í að herma eftir fólki og djóka og það var verið að auglýsa uppistandsnámskeið og þau sögðu: Af hverju ferðu ekki á þetta námskeið? Og ég sló til.“Ekki ólöglegt að hringja seint Hún er þekkt innan vinahópsins fyrir að vera enn að gera símaat. „Ég get ekki hætt því. Ég hef meira að segja fengið á mig kæru. En lögreglan hringdi svo og sagði málið lagt niður því það er ekki ólöglegt að hringja í fólk og segjast elska það þó að klukkan sé margt.“ Hún segist alla tíð hafa verið að gera grín. „Ég hugsa að þetta sé eitthvað tengt því að ég er víst með bullandi ADHD, sem er reyndar nýgreint.“ Anna Þóra hefur einnig kynnst því að verða döpur. „Ég held að allir kynnist því. Ég kynntist því að verða mjög döpur. Ég held að það hafi verið afleiðing, því það hafði mikið gengið á og ég held að þetta hafi verið að gerjast í svona tíu, fimmtán ár. Bróðir minn dó 39 ára í sjóslysi og pabbi var með MS, svo við mamma höfðum borið uppi fjölskylduna. Svo þegar þeir tveir voru látnir og við vorum tvær eftir, þá veikist hún. Hún fékk briskrabbameinsgreiningu, sem kom í ljós að var ekki briskrabbi en var meðhöndlaður sem slíkur. Ég hugsaði um hana og annaðist hana auðvitað og kveið því rosalega að missa hana. Ég sá ekki lífið fyrir mér án hennar. Við vorum rosalega miklar vinkonur.“ Mamma Önnu Þóru, Ingibjörg, var með sjálfsofnæmi í brisi. „Þetta hafði hrokkið í gang því hún var með ofnæmi fyrir sykursýkitöflum sem hún var að taka. Það hafði enginn greinst með þetta á Íslandi. Þetta voru sjö ár af endurtekinni einangrun og sýkingum. Þetta tók rosalega á okkur fjölskylduna, en við gátum alltaf grínast þó að hún væri svona veik. Ég man einhvern tímann að það gekk einhver mynd á Facebook, það var kona í lopapeysu, í legghlífum og húfu, allt þakið lundum. Þetta var hræðileg mynd. Ég prentaði hana út, hengdi upp á skápinn hjá mömmu og sagði: Ef þú lætur þér ekki batna þá prjóna ég þetta dress á þig.“Leitaði sér að nýrri mömmu Þegar hún svo dó fór Anna Þóra í að ganga frá heimilinu. „Ég fór á fullu gasi í það að þurrka heimilið út. Ég gerði þetta allt of hratt. Stuttu seinna fékk ég taugaáfall og leitaði mér aðstoðar, en fékk ekki réttu hjálpina. Ég leitaði mér að annarri mömmu,“ útskýrir Anna Þóra, sem fann konu sem er nú á áttræðisaldri. „Hún reyndist mjög góð til að byrja með, en svo fór hún að skipta sér af málum sem hún var ekki menntuð til að gera, sem voru geðlyfin sem ég var á. Þetta var kona sem ég hélt að væri sálfræðingur og kynnti sig sem slíkan, en ég komst svo seinna að því að hún var það ekkert og á alls ekki að vera að ráðleggja fólki um lyf. Hún gerði mig háða sér. Ég gat ekki tekið eina einustu ákvörðun án þess að bera það undir hana. Það er ekki faglegt, það er stórhættulegt. Fagaðilar eiga að hjálpa þér til að hjálpa þér sjálfur. Markmiðið á að vera að útskrifa, en hún vildi það ekkert,“ segir Anna Þóra og segist skilja af hverju í dag. „Ég borgaði svart og fékk aldrei nótu. Ég hef leitað eftir því að fá nótu en það er ekki hægt. Þetta eru mjög háar upphæðir. Hún tók mig af léttu þunglyndislyfi, sem ég hafði verið á árum saman út af álagi og hentaði mér bara vel, en það er þekkt aukaverkun að þegar þú hættir á þessu lyfi geturðu farið í maníu. Ég lenti í því. Þegar ég sit með norskum kvennakór í sundlaug Vesturbæjar klukkan sjö um morgun er það merki um að það sé eitthvað mikið að,“ útskýrir Anna Þóra og hlær. Eftir að hafa rokið upp í maníu fór Anna Þóra niður í þunglyndi. „Það er miklu alvarlegra. Ég lét þetta ganga of langt, ég var mjög veik. En svo fékk ég innlögn og þá fóru hlutirnir að gerast. Ég var fjórar vikur inni á deild.“ Anna Þóra segir mjög flott starfsfólk á geðdeild. „Mér fannst upplifunin samt eins og ég hefði gert eitthvað af mér. Ég var með rosalegan móral yfir að vera þarna. Ég vildi ekki að neinn sæi mig í þessum aðstæðum, móðursystir mín og börnin mín, því ég skammaðist mín. En það var margt mjög undarlegt við að veikjast svona. Til dæmis er ég mjög heitfeng, en þarna var ég alveg með það á hreinu að við myndum öll drepast úr kulda. Sem var alveg út í bláinn. Þetta var í september og ég var að hringja í vinkonu mína sem er með prjónastofu og panta lopasokka. Ég sagði henni að ég yrði að fá sex pör strax. En það var ekkert að veðrinu. Mér var bara kalt í sálinni.“„Hún er klikkuð“ Anna Þóra segir marga hafa reynst henni vel í erfiðleikunum. „Já, en það er líka fólk sem talar niður til þeirra sem lenda í svona og sögðu bara: Hún er klikkuð. Ég losaði mig við það fólk. Maður hefur ekkert að gera með það. Það er fullt af fólki sem maður heldur að séu vinir sínir en lítur mann ekki sömu augum eftir að hafa verið á geðdeild.“ Hún hefur undanfarin ár haft það mjög gott og ekki kennt sér meins. „Ég hef verið heppin og hef líka farið eftir því sem mér hefur verið sagt,“ útskýrir hún og bætir við að hún hreyfi sig reyndar ekki neitt. „Nei, en maður tekur þessu alvarlega. Ég smakkaði ekki áfengi í hálft ár. Ég held að áfengi og þunglyndi sé skelfileg blanda. Ég passa upp á svefn. Svo á ég rosalega góða að sem halda utan um mig.“
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira