Innlent

Blandaður úrgangur minnkar

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Græna tunnan verður tekin undir plast hinn 1. október.
Græna tunnan verður tekin undir plast hinn 1. október. Fréttablaðið/Daníel
Verulega hefur dregið úr blönduðum úrgangi frá heimilum í Reykjavík á undanförnum árum, eða úr 233 kg á íbúa árið 2006 í 149 kg á íbúa árið 2014, eða um 36 prósent. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar.

Búast má við að magn plasts sem skilað er til endurvinnslu margfaldist eftir að græna tunnan verður tekin undir plast þann 1. október og blandaður úrgangur minnki enn meira í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×