Innlent

Takmörkuð vernd náttúruperla

Ingvar Haraldsson skrifar
Sveinn segir að Skógafoss hafi látið mjög á sjá vegna ágangs ferðamanna.
Sveinn segir að Skógafoss hafi látið mjög á sjá vegna ágangs ferðamanna. vísir/gva
náttúruvernd Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri ríkisins, segir að talsvert skorti á verndun landsvæða sem ekki hafi verið friðlýst.

„Þau svæði eru svolítið munaðarlaus í dag,“ segir Sveinn og nefnir sem dæmi Seljalandsfoss, Skógafoss og Stóra-Dímon sem hafi látið verulega látið á sjá vegna umgangs ferðamanna. „Það er óheyrilegt álag á þessum stöðum,“ segir Sveinn.

Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað starfshóp sem skoða á leiðir til samþættingar verkefna eða sameiningu Landgræðslu ríkisins og Umhverfisstofnunar. Hópurinn á að skoða hvernig efla megi stofnanaumgjörð á sviði náttúruverndar. „Ljóst er að með auknu álagi á náttúru landsins vegna ferðamennsku mun verða vaxandi þörf á að efla getu á þessu sviði,“ segir á vef ráðuneytisins.



Sveinn runólfsson
Sveinn, sem situr í starfshópnum, segir verkefni Umhverfisstofnunar og Landgræðslu ríkisins sambærileg á mörgum sviðum. Skipan starfshópsins sé jákvætt skref og að skoða mætti sameiningu Landgræðslunnar, Skógræktar ríkisins og Umhverfisstofnunar.

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er formaður starfshópsins. Líneik segir hópinn hittast fyrst í ágúst. Hún stýrir einnig hópi sem skoða á samþættingu verkefna á sviði trjáræktar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×