Annríki við útgáfu leyfa til fasteignasölu Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 4. júlí 2015 12:00 Nýju lögin gera ráð fyrir að löggiltir fasteignasalar sinni nánast öllum störfum á fasteignasölum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Annríki hefur verið undanfarnar vikur hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu við útgáfu fasteignasöluleyfa til lögmanna, að sögn Þuríðar Árnadóttur, staðgengils sýslumanns. Ný lög um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa taka gildi á næstu dögum. Samkvæmt nýju lögunum þurfa lögmenn að gangast undir próf til að fá löggildingu sem fasteignasalar. Það hafa þeir ekki þurft hingað til. Undanfarin 70 til 80 ár hafa lögmenn getað öðlast réttindi til fasteignasölu á grunni lögmannsréttinda sinna. Laganámið hefur ekki náð nema að hluta fyir þær kröfur sem nám til löggildingar í fasteignasölu gerir, að sögn Grétars Jónassonar, framkvæmdastjóra Félags fasteignasala. „Nú þurfa þeir sem ætla að gerast fasteignasalar að stunda nám í fjögur misseri hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Um 50 manns hafa nú sótt um þetta nám. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærileg menntun. Lögfræðihlutinn er um það bil helmingur námsins en lögmenn fá þann hluta metinn.“ Með nýju lögunum, sem taka gildi í næstu viku, er gerð sú grundvallarbreyting að einungis fasteignasalar hafa heimild til að sinna öllum helstu störfum er varða milligöngu um fasteignaviðskipti. „Markmið breytinganna er að tryggja mun ríkari neytendavernd. Þetta er ein stærsta neytendalöggjöf landsins. Nú er verulega þrengt að svokölluðum sölumönnum á fasteignasölum. Þeir munu aðeins geta sinnt broti af þeim störfum sem þeir hafa áður sinnt. Nýju lögin gera ráð fyrir að löggiltir fasteignasalar sinni nánast öllum störfum á fasteignasölum,“ greinir Grétar frá. Hann segir Félag fasteignasala og Neytendasamtökin ítrekað hafa vakið athygli á þörf bættrar stöðu neytenda við fasteignaviðskipti auk þess sem eftirlitsnefnd fasteignasala hafi víða gert alvarlegar athugasemdir við verklag. Með nýju lögunum eigi viðskiptavinir að geta treyst því að fasteignasali sinni persónulega öllum meginþáttum fasteignaviðskipta. Grétar tekur það fram að fasteignasali geti hins vegar haft aðstoðarmenn til að sinna einföldum almennum störfum. Verkefni eftirlitsnefndar verða rýmkuð verulega samkvæmt nýju lögunum. „Nefndin verður einnig kærunefnd. Neytendur geta til dæmis eftirleiðis kvartað og fengið úrskurð um það hvort fasteignasali hafi með störfum sínum valdið kæranda fjárhagslegu tjóni og þá hvert tjónið er.“ Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Sjá meira
Annríki hefur verið undanfarnar vikur hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu við útgáfu fasteignasöluleyfa til lögmanna, að sögn Þuríðar Árnadóttur, staðgengils sýslumanns. Ný lög um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa taka gildi á næstu dögum. Samkvæmt nýju lögunum þurfa lögmenn að gangast undir próf til að fá löggildingu sem fasteignasalar. Það hafa þeir ekki þurft hingað til. Undanfarin 70 til 80 ár hafa lögmenn getað öðlast réttindi til fasteignasölu á grunni lögmannsréttinda sinna. Laganámið hefur ekki náð nema að hluta fyir þær kröfur sem nám til löggildingar í fasteignasölu gerir, að sögn Grétars Jónassonar, framkvæmdastjóra Félags fasteignasala. „Nú þurfa þeir sem ætla að gerast fasteignasalar að stunda nám í fjögur misseri hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Um 50 manns hafa nú sótt um þetta nám. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærileg menntun. Lögfræðihlutinn er um það bil helmingur námsins en lögmenn fá þann hluta metinn.“ Með nýju lögunum, sem taka gildi í næstu viku, er gerð sú grundvallarbreyting að einungis fasteignasalar hafa heimild til að sinna öllum helstu störfum er varða milligöngu um fasteignaviðskipti. „Markmið breytinganna er að tryggja mun ríkari neytendavernd. Þetta er ein stærsta neytendalöggjöf landsins. Nú er verulega þrengt að svokölluðum sölumönnum á fasteignasölum. Þeir munu aðeins geta sinnt broti af þeim störfum sem þeir hafa áður sinnt. Nýju lögin gera ráð fyrir að löggiltir fasteignasalar sinni nánast öllum störfum á fasteignasölum,“ greinir Grétar frá. Hann segir Félag fasteignasala og Neytendasamtökin ítrekað hafa vakið athygli á þörf bættrar stöðu neytenda við fasteignaviðskipti auk þess sem eftirlitsnefnd fasteignasala hafi víða gert alvarlegar athugasemdir við verklag. Með nýju lögunum eigi viðskiptavinir að geta treyst því að fasteignasali sinni persónulega öllum meginþáttum fasteignaviðskipta. Grétar tekur það fram að fasteignasali geti hins vegar haft aðstoðarmenn til að sinna einföldum almennum störfum. Verkefni eftirlitsnefndar verða rýmkuð verulega samkvæmt nýju lögunum. „Nefndin verður einnig kærunefnd. Neytendur geta til dæmis eftirleiðis kvartað og fengið úrskurð um það hvort fasteignasali hafi með störfum sínum valdið kæranda fjárhagslegu tjóni og þá hvert tjónið er.“
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Sjá meira