Óeining innan meirihluta með nýjar bæjarskrifstofur Sveinn Arnarsson skrifar 4. júlí 2015 07:00 Hugmyndir eru uppi um að Kópavogsbær flytji skrifstofur sínar í turninn. Hjúpur ehf, á hlut í turninum en eigendur þess studdu bæjarstjóra fjárhagslega í síðasta prófkjöri í gegnum annað fyrirtæki, Bygg ehf. vísir/gva Óeining er innan meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi með þá tilhögun að færa bæjarskrifstofur sveitarfélgsins úr gamla miðbænum í Norðurturn Smáralindar. Margrét Friðriksdóttir segir of geyst farið og telur mikilvægt að bæjarskrifstofur sveitarfélagsins verði enn í rótgrónum miðbæ. Birkir Jón Jónsson telur mikilvægara að grynnka á skuldum bæjarins í stað þess að stofna til nýrra skulda.Engar samningaviðræður eru hafnar milli bæjarins og eigenda fasteignarinnar. Sú tillaga sem var borin upp á síðasta fundi var um að bæjarstjóra yrði falið að hefja samningaviðræður sem myndi síðan verða lagt fyrir bæjarstjórn. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, segir málið fyrst rætt í október á síðasta ári. „Það hafa ákveðnar þreifingar átt sér stað milli embættismanna bæjarins og fasteignarinnar. Ég hef ekki komið að þeim. Ég hefði viljað á síðasta fundi fá umboð til að hefja viðræður svo málið gæti tekið eitt skref í viðbót,“ segir Ármann. Birkir Jón Jónsson„Hér er um gríðarlega mikið hagsmunamál að ræða fyrir íbúa Kópavogs. Sveitarfélagið er eitt það skuldugasta á landinu og því eigum við að kappkosta við að lækka skuldir sveitarfélagsins í stað þess að að auka þær. Þess vegna vil ég skoða málið gaumgæfilega og hef lagt ítarlegar spurningar fyrir bæjarráð þar að lútandi. Það hefur verið stefna þessa meirihluta að lækka skuldir sveitarfélagsins og því vil ég ekki að þessi vegferð verði valin sem hefur þveröfug áhrif,“ segir Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Margrét Friðriksdsóttir, einn bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins tekur í sama streng. „Mér finnst of geyst farið og var í hópi þeirra sem vildi skoða málið betur. Tveir fulltrúar meirihlutans greiddu atkvæði með frestun á síðasta fundi bæjarstjórnar. Skuldir sveitarfélagsins eru háar og því þurfum við að skoða mjög vel hvaða áhrif tilfærslan mun hafa. Ég vil að þetta sé gert faglega og að við gefum okkukr góðan tíma,“ segir Margrét og minnir á að þetta er í raun skipulagsmál einnig. „Við höfum byggt upp fallegan miðbæ með tónlistarhúsi og öðru og því er það mikilvægt að mínu mati að bæjarskrifstofur séu einnig staðsettar í miðbænum.“ Eigendur turnsins eru fjölmargir. Einn eigandi hans er einkahlutafélagið Hjúpur sem er dótturfyrirtæki Byggingarfélags Gylfa og Gunnars, Bygg ehf. Fyrirtækið studdi bæjarstjóra fjárhagslega í prófkjöri fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Ármann segir engin tengsl milli sín og þessa fyrirtækis. „Það hryggir mig ef verið er að tengja þetta saman,“ segir Árni. „Ég hef ekki rætt við þessa menn í marga mánuði. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Óeining er innan meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi með þá tilhögun að færa bæjarskrifstofur sveitarfélgsins úr gamla miðbænum í Norðurturn Smáralindar. Margrét Friðriksdóttir segir of geyst farið og telur mikilvægt að bæjarskrifstofur sveitarfélagsins verði enn í rótgrónum miðbæ. Birkir Jón Jónsson telur mikilvægara að grynnka á skuldum bæjarins í stað þess að stofna til nýrra skulda.Engar samningaviðræður eru hafnar milli bæjarins og eigenda fasteignarinnar. Sú tillaga sem var borin upp á síðasta fundi var um að bæjarstjóra yrði falið að hefja samningaviðræður sem myndi síðan verða lagt fyrir bæjarstjórn. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, segir málið fyrst rætt í október á síðasta ári. „Það hafa ákveðnar þreifingar átt sér stað milli embættismanna bæjarins og fasteignarinnar. Ég hef ekki komið að þeim. Ég hefði viljað á síðasta fundi fá umboð til að hefja viðræður svo málið gæti tekið eitt skref í viðbót,“ segir Ármann. Birkir Jón Jónsson„Hér er um gríðarlega mikið hagsmunamál að ræða fyrir íbúa Kópavogs. Sveitarfélagið er eitt það skuldugasta á landinu og því eigum við að kappkosta við að lækka skuldir sveitarfélagsins í stað þess að að auka þær. Þess vegna vil ég skoða málið gaumgæfilega og hef lagt ítarlegar spurningar fyrir bæjarráð þar að lútandi. Það hefur verið stefna þessa meirihluta að lækka skuldir sveitarfélagsins og því vil ég ekki að þessi vegferð verði valin sem hefur þveröfug áhrif,“ segir Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Margrét Friðriksdsóttir, einn bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins tekur í sama streng. „Mér finnst of geyst farið og var í hópi þeirra sem vildi skoða málið betur. Tveir fulltrúar meirihlutans greiddu atkvæði með frestun á síðasta fundi bæjarstjórnar. Skuldir sveitarfélagsins eru háar og því þurfum við að skoða mjög vel hvaða áhrif tilfærslan mun hafa. Ég vil að þetta sé gert faglega og að við gefum okkukr góðan tíma,“ segir Margrét og minnir á að þetta er í raun skipulagsmál einnig. „Við höfum byggt upp fallegan miðbæ með tónlistarhúsi og öðru og því er það mikilvægt að mínu mati að bæjarskrifstofur séu einnig staðsettar í miðbænum.“ Eigendur turnsins eru fjölmargir. Einn eigandi hans er einkahlutafélagið Hjúpur sem er dótturfyrirtæki Byggingarfélags Gylfa og Gunnars, Bygg ehf. Fyrirtækið studdi bæjarstjóra fjárhagslega í prófkjöri fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Ármann segir engin tengsl milli sín og þessa fyrirtækis. „Það hryggir mig ef verið er að tengja þetta saman,“ segir Árni. „Ég hef ekki rætt við þessa menn í marga mánuði.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira