Styrktarfé til ABC fryst uns greitt verður úr ágreiningi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. júní 2015 09:00 Deilur standa nú á milli ABC barnahjálpar á Íslandi og ABC barnahjálpar í Kenía. „Þeir peningar eru enn á bankareikningi ABC á Íslandi og samtökin hafa ábyrgst að þeir verði ekki hreyfðir fyrr en greitt hefur verið úr þeim ágreiningi sem á sér stað í samtökunum,“ segir Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Peningarnir sem um ræðir eru fimmtán milljóna króna styrkur, sem utanríkisráðuneytið veitti ABC á Íslandi í lok árs 2014. Styrkurinn var veittur fyrir heimavist og skóla fyrir götubörn í Naíróbí í Kenía. Urður Gunnarsdóttir Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að illvígar deilur stæðu milli ABC barnahjálpar á Íslandi og ABC barnahjálpar í Kenía. Þórunni Helgadóttur, formanni samtakanna í Kenía, var sagt upp störfum en hún er föst á því að staða hennar í Kenía sé óbreytt, enda sé um tvö aðskilin félög að ræða. ABC á Íslandi heldur því hins vegar fram að félagið eigi ABC í Kenía. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er rétt hjá Þórunni að félögin séu tveir sjálfstæðir lögaðilar. „Styrkur ráðuneytisins fer þó í gegnum ABC á Íslandi en er til starfans í Kenía,“ segir Urður. Þá greindi Fréttablaðið frá því að Þórunn sakaði ABC á Íslandi um mútur í Kenía þar sem stjórnin bæri fé á einstaka starfsmenn innan skólans í Kenía í þeim tilgangi að taka yfir skólann með valdi. Framkvæmdastjóri ABC á Íslandi neitar þeim ásökunum.Þórunn Helgadóttirmynd/gunnarsalvarsson Urður segir að ráðuneytið geri skýrar kröfur um að gerð sé grein fyrir ráðstöfun styrktarfjár. „Þar er stuðst við verklagsreglur sem byggðar eru á fyrirmyndum frá nágrannaríkjum.“ Á síðasta ári var gerð fagleg úttekt á verkefni í Kenía sem ABC á Íslandi hafði hlotið styrk fyrir. ABC í Kenía var samstarfsaðili á vettvangi og sá um framkvæmd. Úttektin gaf góða niðurstöðu og var ákveðið að veita fimmtán milljóna króna styrk fyrir annan áfanga verkefnis í Kenía. „Slíkar úttektir eru gerðar reglulega á verkefnum sem ráðuneytið styður,“ segir Urður og bætir við að opinber þróunarsamvinna fari í ríkari mæli gegnum félagasamtök sem hafa þekkingu af starfi í þróunarlöndum. Þannig eru gerðar ríkari kröfur til félagasamtaka og eftirlit með verkefnum þeirra hert. Auk ásakana um mútur segir Þórunn að engir peningar hafi borist til barnanna í Kenía í maí og júní. ABC á Íslandi segja það ekki rétt. „Ég og maðurinn minn borguðum alla reikninga í Kenía. Hvert sendu þau þá peningana frá stuðningsaðilum barnanna? Þau verða að sýna fram á millifærslur,“ segir Þórunn um peninga sem styrktarforeldrar á Íslandi hafa greitt fyrir barnið sitt í Kenía. Þórunn ferðast til Kenía í dag og heldur áfram að reka skólann. „Ég er stofnandi ABC í Kenía og formaður þess félags. Þau geta rekið mig úr ABC á Íslandi en ekki úr formannsstöðunni í Kenía. Þau hafa aldrei greitt mér nein laun fyrir það starf,“ segir Þórunn og bætir við að hún hafi starfað fyrir félagið á Íslandi en í því starfi hafi falist að koma fram fyrir hönd félagsins í Kenía og taka á móti fólki. „Þetta er tvennt ólíkt,“ segir Þórunn sem hlakkar til að komast til Kenía að hugsa um börnin. Tengdar fréttir Sakar ABC á Íslandi um mútur í Kenía Þórunn Helgadóttir hefur helgað líf sitt hjálparstarfi fyrir ABC barnahjálp í Kenía. ABC á Íslandi sagði henni upp en Þórunn heldur starfinu ótrauð áfram. Miklar deilur standa nú milli félaganna. 13. júní 2015 07:00 Vísar ásökunum um mútur í Kenía til föðurhúsanna Illvígar deilur innan hjálparsamtaka ABC. 16. júní 2015 07:00 Deila um hver eigi ABC Barnahjálp í Kenía ABC Barnahjálp á Íslandi sagði upp formanni ABC í Kenía en formaðurinn segist enn vera við störf. 12. júní 2015 07:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
„Þeir peningar eru enn á bankareikningi ABC á Íslandi og samtökin hafa ábyrgst að þeir verði ekki hreyfðir fyrr en greitt hefur verið úr þeim ágreiningi sem á sér stað í samtökunum,“ segir Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Peningarnir sem um ræðir eru fimmtán milljóna króna styrkur, sem utanríkisráðuneytið veitti ABC á Íslandi í lok árs 2014. Styrkurinn var veittur fyrir heimavist og skóla fyrir götubörn í Naíróbí í Kenía. Urður Gunnarsdóttir Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að illvígar deilur stæðu milli ABC barnahjálpar á Íslandi og ABC barnahjálpar í Kenía. Þórunni Helgadóttur, formanni samtakanna í Kenía, var sagt upp störfum en hún er föst á því að staða hennar í Kenía sé óbreytt, enda sé um tvö aðskilin félög að ræða. ABC á Íslandi heldur því hins vegar fram að félagið eigi ABC í Kenía. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er rétt hjá Þórunni að félögin séu tveir sjálfstæðir lögaðilar. „Styrkur ráðuneytisins fer þó í gegnum ABC á Íslandi en er til starfans í Kenía,“ segir Urður. Þá greindi Fréttablaðið frá því að Þórunn sakaði ABC á Íslandi um mútur í Kenía þar sem stjórnin bæri fé á einstaka starfsmenn innan skólans í Kenía í þeim tilgangi að taka yfir skólann með valdi. Framkvæmdastjóri ABC á Íslandi neitar þeim ásökunum.Þórunn Helgadóttirmynd/gunnarsalvarsson Urður segir að ráðuneytið geri skýrar kröfur um að gerð sé grein fyrir ráðstöfun styrktarfjár. „Þar er stuðst við verklagsreglur sem byggðar eru á fyrirmyndum frá nágrannaríkjum.“ Á síðasta ári var gerð fagleg úttekt á verkefni í Kenía sem ABC á Íslandi hafði hlotið styrk fyrir. ABC í Kenía var samstarfsaðili á vettvangi og sá um framkvæmd. Úttektin gaf góða niðurstöðu og var ákveðið að veita fimmtán milljóna króna styrk fyrir annan áfanga verkefnis í Kenía. „Slíkar úttektir eru gerðar reglulega á verkefnum sem ráðuneytið styður,“ segir Urður og bætir við að opinber þróunarsamvinna fari í ríkari mæli gegnum félagasamtök sem hafa þekkingu af starfi í þróunarlöndum. Þannig eru gerðar ríkari kröfur til félagasamtaka og eftirlit með verkefnum þeirra hert. Auk ásakana um mútur segir Þórunn að engir peningar hafi borist til barnanna í Kenía í maí og júní. ABC á Íslandi segja það ekki rétt. „Ég og maðurinn minn borguðum alla reikninga í Kenía. Hvert sendu þau þá peningana frá stuðningsaðilum barnanna? Þau verða að sýna fram á millifærslur,“ segir Þórunn um peninga sem styrktarforeldrar á Íslandi hafa greitt fyrir barnið sitt í Kenía. Þórunn ferðast til Kenía í dag og heldur áfram að reka skólann. „Ég er stofnandi ABC í Kenía og formaður þess félags. Þau geta rekið mig úr ABC á Íslandi en ekki úr formannsstöðunni í Kenía. Þau hafa aldrei greitt mér nein laun fyrir það starf,“ segir Þórunn og bætir við að hún hafi starfað fyrir félagið á Íslandi en í því starfi hafi falist að koma fram fyrir hönd félagsins í Kenía og taka á móti fólki. „Þetta er tvennt ólíkt,“ segir Þórunn sem hlakkar til að komast til Kenía að hugsa um börnin.
Tengdar fréttir Sakar ABC á Íslandi um mútur í Kenía Þórunn Helgadóttir hefur helgað líf sitt hjálparstarfi fyrir ABC barnahjálp í Kenía. ABC á Íslandi sagði henni upp en Þórunn heldur starfinu ótrauð áfram. Miklar deilur standa nú milli félaganna. 13. júní 2015 07:00 Vísar ásökunum um mútur í Kenía til föðurhúsanna Illvígar deilur innan hjálparsamtaka ABC. 16. júní 2015 07:00 Deila um hver eigi ABC Barnahjálp í Kenía ABC Barnahjálp á Íslandi sagði upp formanni ABC í Kenía en formaðurinn segist enn vera við störf. 12. júní 2015 07:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Sakar ABC á Íslandi um mútur í Kenía Þórunn Helgadóttir hefur helgað líf sitt hjálparstarfi fyrir ABC barnahjálp í Kenía. ABC á Íslandi sagði henni upp en Þórunn heldur starfinu ótrauð áfram. Miklar deilur standa nú milli félaganna. 13. júní 2015 07:00
Vísar ásökunum um mútur í Kenía til föðurhúsanna Illvígar deilur innan hjálparsamtaka ABC. 16. júní 2015 07:00
Deila um hver eigi ABC Barnahjálp í Kenía ABC Barnahjálp á Íslandi sagði upp formanni ABC í Kenía en formaðurinn segist enn vera við störf. 12. júní 2015 07:00