Kosningaréttur kvenna á Norðurlöndunum Kolbrún S. Ingólfsdóttir skrifar 16. júní 2015 07:00 Bók Mary Wollstonecraft Réttlæting fyrir réttindum kvenna sem kom út árið 1792 og Kúgun kvenna eftir John Stuart Mill sem kom út árið 1869 höfðu mikil áhrif meðal kvenna í Evrópu og víðar um heim og vakti konur til umhugsunar um hin bágu kjör þeirra og réttindaleysi. Kvenrithöfundar, bækur þeirra og bæklingar juku einnig á vitund kvenna um hve léleg réttarstaða þeirra var. Nokkrar konur voru óháðar körlum þar sem þær voru ógiftar, voru kennarar, ráku greiðasölu eða verslun og greiddu skatta til samfélagsins. Barátta kvenna á Norðurlöndum fyrir kosningarétti hófst á seinni hluta 19. aldar. Noregur var fyrsta fullvalda ríkið til að veita konum kosningarétt árið 1913. Ástralía og Nýja-Sjáland höfðu veitt konum kosningarétt áður en þau ríki voru hins vegar í Breska heimsveldinu og Finnar, sem veittu konum kosningarétt árið 1906 voru á þeim tíma stórhertogadæmi undir stjórn Rússakeisara. Í Danmörku og á Íslandi fengu konur kosningarétt árið 1915 og í Svíþjóð árið 1919. Konur fengu almennt að kjósa fyrr í sveitarstjórnarkosningum en til þjóðþinga. Konur þurftu að berjast lengi til að fá þessi sjálfsögðu mannréttindi og oft fylgdi ekki kjörgengi um leið. Karlar höfðu ekki heldur allir rétt til að kjósa þar sem kosningaréttur var oft háður aldri, búsetu, eignum, skattgreiðslum og stétt. Konur sem greiddu skatta eða voru í iðnaðarmannagildum í Finnlandi og Svíþjóð fengu takmarkaðan kosningarétt á árunum 1718-1771 en þá var hann afnuminn. Árið 1862 gátu sænskar konur sem greiddu skatta kosið en það voru aðallega ógiftar konur eða ekkjur. Árið 1906 gátu giftar konur kosið til bæjarstjórna í Svíþjóð og árið 1909 gátu allar konur kosið í bæjarstjórnarkosningum. Árið 1863 fengu ógiftar konur og ekkjur í Noregi að kjósa ef þær voru eldri en 30 ára og væru myndugar. Árið 1898 höfðu allir karlar fengið kosningarétt og konur fengu rétt til að kjósa til sveitarstjórna. Noregur varð sjálfstætt konungsríki árið 1905 og tveimur árum síðar gátu konur sem voru eldri en 25 ára gamlar og áttu eignir eða greiddu skatta kosið í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum og boðið sig fram til þings. Kjörgengi þeirra var því víðtækara en kosningarétturinn sem þær fengu árið 1913. Þegar Danir sömdu nýja stjórnarskrá árið 1849 fengu þeir karlar kosningarétt sem voru orðnir 30 ára gamlir og áttu eigið heimili og höfðu hvorki verið vinnuhjú eða þegið fátækrahjálp. Danskar konur gátu kosið til sveitarstjórna árið 1908 ef þær voru orðnar 25 ára gamlar eða eldri og greiddu skatta eða eiginmenn þeirra. Fyrstu konurnar sem settust á þing á Norðurlöndunum voru 19 finnskar konur sem kosnar voru árið 1907. Ein kona settist á þing í Noregi árið 1911 og árið 1918 settust níu konur á danska þingið og þremur árum síðar voru fimm konur kosnar á þing Svía. Fyrsti norræni kvenráðherrann var Nina Bang sem settist í ríkisstjórn í Danmörku árið 1924 og varð hún menntamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Bók Mary Wollstonecraft Réttlæting fyrir réttindum kvenna sem kom út árið 1792 og Kúgun kvenna eftir John Stuart Mill sem kom út árið 1869 höfðu mikil áhrif meðal kvenna í Evrópu og víðar um heim og vakti konur til umhugsunar um hin bágu kjör þeirra og réttindaleysi. Kvenrithöfundar, bækur þeirra og bæklingar juku einnig á vitund kvenna um hve léleg réttarstaða þeirra var. Nokkrar konur voru óháðar körlum þar sem þær voru ógiftar, voru kennarar, ráku greiðasölu eða verslun og greiddu skatta til samfélagsins. Barátta kvenna á Norðurlöndum fyrir kosningarétti hófst á seinni hluta 19. aldar. Noregur var fyrsta fullvalda ríkið til að veita konum kosningarétt árið 1913. Ástralía og Nýja-Sjáland höfðu veitt konum kosningarétt áður en þau ríki voru hins vegar í Breska heimsveldinu og Finnar, sem veittu konum kosningarétt árið 1906 voru á þeim tíma stórhertogadæmi undir stjórn Rússakeisara. Í Danmörku og á Íslandi fengu konur kosningarétt árið 1915 og í Svíþjóð árið 1919. Konur fengu almennt að kjósa fyrr í sveitarstjórnarkosningum en til þjóðþinga. Konur þurftu að berjast lengi til að fá þessi sjálfsögðu mannréttindi og oft fylgdi ekki kjörgengi um leið. Karlar höfðu ekki heldur allir rétt til að kjósa þar sem kosningaréttur var oft háður aldri, búsetu, eignum, skattgreiðslum og stétt. Konur sem greiddu skatta eða voru í iðnaðarmannagildum í Finnlandi og Svíþjóð fengu takmarkaðan kosningarétt á árunum 1718-1771 en þá var hann afnuminn. Árið 1862 gátu sænskar konur sem greiddu skatta kosið en það voru aðallega ógiftar konur eða ekkjur. Árið 1906 gátu giftar konur kosið til bæjarstjórna í Svíþjóð og árið 1909 gátu allar konur kosið í bæjarstjórnarkosningum. Árið 1863 fengu ógiftar konur og ekkjur í Noregi að kjósa ef þær voru eldri en 30 ára og væru myndugar. Árið 1898 höfðu allir karlar fengið kosningarétt og konur fengu rétt til að kjósa til sveitarstjórna. Noregur varð sjálfstætt konungsríki árið 1905 og tveimur árum síðar gátu konur sem voru eldri en 25 ára gamlar og áttu eignir eða greiddu skatta kosið í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum og boðið sig fram til þings. Kjörgengi þeirra var því víðtækara en kosningarétturinn sem þær fengu árið 1913. Þegar Danir sömdu nýja stjórnarskrá árið 1849 fengu þeir karlar kosningarétt sem voru orðnir 30 ára gamlir og áttu eigið heimili og höfðu hvorki verið vinnuhjú eða þegið fátækrahjálp. Danskar konur gátu kosið til sveitarstjórna árið 1908 ef þær voru orðnar 25 ára gamlar eða eldri og greiddu skatta eða eiginmenn þeirra. Fyrstu konurnar sem settust á þing á Norðurlöndunum voru 19 finnskar konur sem kosnar voru árið 1907. Ein kona settist á þing í Noregi árið 1911 og árið 1918 settust níu konur á danska þingið og þremur árum síðar voru fimm konur kosnar á þing Svía. Fyrsti norræni kvenráðherrann var Nina Bang sem settist í ríkisstjórn í Danmörku árið 1924 og varð hún menntamálaráðherra.
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar