Innlent

Launahækkanir hækka verðið

Snærós Sindradóttir skrifar
Norðlenska hefur hækkað verð á kjöti vegna nýrra launahækkana. Aðrir birgjar hafa meðal annars hækkað verð á kjötbollum og annarri kælivöru.
Norðlenska hefur hækkað verð á kjöti vegna nýrra launahækkana. Aðrir birgjar hafa meðal annars hækkað verð á kjötbollum og annarri kælivöru. Vísir/GVa
Þetta er að mínu mati bæði taktlaust, getur stórskaðað og verðbólgan farið á flug,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Borið hefur á því að birgjar hafi hækkað verð á vörum sínum til að bregðast við nýjum kjarasamningum.

Sem dæmi má nefna að kjötvinnslan Norðlenska hefur hækkað verð á kjöti um tvö til þrjú prósent. Þá hefur heildsalan Tradex hækkað fiskvörur um 5,8 prósent. Hvort tveggja skýrist af launahækkunum starfsfólks. 

Jóhannes Gunnarsson
„Jóhannes segir skilaboð Neytendasamtakanna til birgja og verslana vera að leita eigi allra leiða til að hagræða. „Dembið þessu ekki beint út í verðlagið með því að láta neytendur borga.“

Jóhannes telur að afkoma verslunarinnar hafi verið það góð að svigrúm ætti að vera til að bregðast við launahækkunum með öðrum hætti en verðhækkunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×