Íslendingar andvígir raforkusæstreng til Bretlands Þorsteinn Þorsteinsson skrifar 12. júní 2015 07:00 Ný könnun Gallup leiðir í ljós andstöðu landsmanna gegn lagningu raforkusæstrengs frá Íslandi til Bretlands. Samkvæmt könnuninni er andstaða landsmanna gagnvart sæstrengnum mjög afgerandi (67%) ef hann kallar á nýjar virkjanaframkvæmdir, en eins og Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, hefur bent á ásamt fleirum, verður að virkja sem svarar 1-2 Kárahnjúkavirkjunum fyrir strenginn. Andstaðan ætti svo sem ekki að koma á óvart enda virðast forsendur þessarar framkvæmdar upp á mörg hundruð milljarða vera hæpnar. Ábati þjóðarinnar væri óviss og kannski minni en enginn. Almenningur er enn minnugur ófaranna í bankahruninu og ljóst er að ef af lagningu sæstrengs verður mun orkuverð til almennings og fyrirtækja hækka verulega.Gamla útrásarhagfræðin Á viðhafnarmiklum aðalfundi Landsvirkjunar í maí var sæstrengurinn til umfjöllunar hjá æðstu stjórnendum fyrirtækisins. Þar var þetta risavaxna verkefni talið auka arðsemi íslenska raforkukerfisins verulega. Sporin eru kunnugleg og þau hræða. Samtónninn með útrás bankanna fyrir hrun og með lagningu sæstrengs er sláandi þar sem um sömu útrásarhagfræði virðist vera að ræða. Fyrir utan andstöðu landsmanna gagnvart lagningu sæstrengs virðist heldur ekki vera pólitískur stuðningur við málið. Framsóknarmenn ályktuðu gegn þessum áformum á flokksþingi sínu í apríl sl. og afstaða Sjálfstæðismanna er óljós. Staðan er sem sagt sú að málið nýtur hvorki stuðnings landsmanna né ríkisstjórnarinnar. Miðað við átökin á Alþingi um rammaáætlun yrði afar torsótt að koma í gegnum þingið þeim gríðarlegu virkjanaframkvæmdum sem þyrfti að ráðast í vegna orkusölu um raforkusæstreng. Því er eðlilegt að spyrja af hverju sæstrengsmálinu er haldið lifandi með tilheyrandi ráðstöfun Landsvirkjunar á almannafé. Landsvirkjun, og væntanlega einnig dótturfyrirtækið Landsnet, hafa nú þegar lagt heilmikinn kostnað í verkefnið sem hvorki virðist njóta stuðnings þjóðar né þings. Er það skynsamlegt? Þá vekur það furðu að Landsvirkjun neiti að upplýsa Alþingi um þennan kostnað af samkeppnisástæðum. Landsvirkjun er í markaðsráðandi stöðu auk þess sem erfitt er að koma auga á að upplýsingar af þessu tagi geti skaðað stöðu Landsvirkjunar á markaði. Það eru ekki mörg ríkisfyrirtæki, ef einhver, sem geta komið sér athugasemdalaust undan því að svara Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ný könnun Gallup leiðir í ljós andstöðu landsmanna gegn lagningu raforkusæstrengs frá Íslandi til Bretlands. Samkvæmt könnuninni er andstaða landsmanna gagnvart sæstrengnum mjög afgerandi (67%) ef hann kallar á nýjar virkjanaframkvæmdir, en eins og Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, hefur bent á ásamt fleirum, verður að virkja sem svarar 1-2 Kárahnjúkavirkjunum fyrir strenginn. Andstaðan ætti svo sem ekki að koma á óvart enda virðast forsendur þessarar framkvæmdar upp á mörg hundruð milljarða vera hæpnar. Ábati þjóðarinnar væri óviss og kannski minni en enginn. Almenningur er enn minnugur ófaranna í bankahruninu og ljóst er að ef af lagningu sæstrengs verður mun orkuverð til almennings og fyrirtækja hækka verulega.Gamla útrásarhagfræðin Á viðhafnarmiklum aðalfundi Landsvirkjunar í maí var sæstrengurinn til umfjöllunar hjá æðstu stjórnendum fyrirtækisins. Þar var þetta risavaxna verkefni talið auka arðsemi íslenska raforkukerfisins verulega. Sporin eru kunnugleg og þau hræða. Samtónninn með útrás bankanna fyrir hrun og með lagningu sæstrengs er sláandi þar sem um sömu útrásarhagfræði virðist vera að ræða. Fyrir utan andstöðu landsmanna gagnvart lagningu sæstrengs virðist heldur ekki vera pólitískur stuðningur við málið. Framsóknarmenn ályktuðu gegn þessum áformum á flokksþingi sínu í apríl sl. og afstaða Sjálfstæðismanna er óljós. Staðan er sem sagt sú að málið nýtur hvorki stuðnings landsmanna né ríkisstjórnarinnar. Miðað við átökin á Alþingi um rammaáætlun yrði afar torsótt að koma í gegnum þingið þeim gríðarlegu virkjanaframkvæmdum sem þyrfti að ráðast í vegna orkusölu um raforkusæstreng. Því er eðlilegt að spyrja af hverju sæstrengsmálinu er haldið lifandi með tilheyrandi ráðstöfun Landsvirkjunar á almannafé. Landsvirkjun, og væntanlega einnig dótturfyrirtækið Landsnet, hafa nú þegar lagt heilmikinn kostnað í verkefnið sem hvorki virðist njóta stuðnings þjóðar né þings. Er það skynsamlegt? Þá vekur það furðu að Landsvirkjun neiti að upplýsa Alþingi um þennan kostnað af samkeppnisástæðum. Landsvirkjun er í markaðsráðandi stöðu auk þess sem erfitt er að koma auga á að upplýsingar af þessu tagi geti skaðað stöðu Landsvirkjunar á markaði. Það eru ekki mörg ríkisfyrirtæki, ef einhver, sem geta komið sér athugasemdalaust undan því að svara Alþingi.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar