Innlent

Ætla að stækka hafnarsvæðið

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Fyrir og eftir. Dökkbláa skyggingin sýnir hafnarsvæðið.
Fyrir og eftir. Dökkbláa skyggingin sýnir hafnarsvæðið. Mynd/Fjarðabyggð
Til stendur að stækka Norðfjarðarhöfn í Neskaupstað um 26.350 fermetra með landfyllingu. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur auglýst tillögu að breytingu þessa efnis á aðalskipulagi.

Þá er um leið auglýst breyting á deiliskipulagi Norðfjarðarhafnar og nágrennis þar sem gert er ráð fyrir nýjum lóðum fyrir hafnsækna starfsemi á landfyllingu.

Í greinargerð með breytingunum kemur fram að eftirspurn sé eftir auknu landrými fyrir hafnsækna starfsemi í Norðfjarðarhöfn.

Við núverandi aðstæður sé ekki auðvelt að koma fyrir starfsemi með góðu aðgengi að hafnarkanti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×