Þversögnin um skilvirkni Pétur Arason skrifar 10. júní 2015 12:00 Ertu upptekinn? Endalausir fundir, allt á fullu og kannski aðeins meira en 100% með 15 verkefni í gangi í einu? Þér finnst þú vera skilvirkasta manneskja í heiminum, en ertu viss um að svo sé? Skilvirkni snýst fyrst og fremst um að búa til virði og það að vera alltaf upptekin er ekki það sama og að vera skilvirkur. Um þetta snýst þversögnin um skilvirkni. Til að skilja þversögnina um skilvirkni þarf fyrst að skilja á milli tvenns konar skilvirkni, þ.e. annars vegar skilvirkni aðfanganna (e. resource efficiency) og hins vegar skilvirkni flæðis (e. flow efficiency). Að skilgreina skilvirkni aðfanganna (fólk, vélar o.s.frv.) er klassísk nálgun hefðbundinna stjórnunaraðferða en fæstir skoða skilvirkni flæðis, sem er það sem skiptir viðskiptavini mestu máli.Skilvirkni flæðis Það er að sjálfsögðu mikilvægt að skilja skilvirkni aðfanganna en í nútímafyrirtækjum sem vilja búa til virði með viðskiptavinum sínum þá skiptir skilvirkni flæðis ekki síður ef ekki meira máli. Það er í raun tilgangslaust að státa sig af því að hafa góða nýtingu á fólki, kerfum o.s.frv. ef viðskiptavinir upplifa bið, galla og annars konar óþægindi þegar þeir eiga viðskipti við fyrirtækið. Hefðbundnar hugmyndir um skilvirkni passa oft ekki inn í samkeppnisumhverfi nútímafyrirtækja. Hvað þá að hugmyndir um 100% nýtingu fólks sem „aðfanga“ sé eitthvað sem nútímafólk tengir við.Mikil vinna ekki sama og framleiðni Hugmyndir okkar um framleiðni eru af sama meiði þ.e. það að vinna mikið og lengi er ekki það sama og að hafa háa framleiðni. Flest fyrirtæki leggja mikið á sig til að mæla hversu duglegt fólk er að mæta á réttum tíma, sjá til þess að það sé við vélina (tölvuna) og endurtaki sömu hlutina aftur og aftur. Flókin kerfi halda utan um hver gerir hvað í hversu langan tíma og spár/áætlanir eru notaðar til að skipuleggja framvindu starfseminnar. Þetta hefur hins vegar lítið eða ekkert að gera með framleiðni, sem mælir gegnumstreymi eða hvað við fáum út úr hlutunum miðað við það hversu mikið við leggjum í hlutina. Það er því mikilvægt að skoða vel tímann sem notaður er í aðgerðir og ferla fyrirtækisins með það að leiðarljósi að minnka tímanotkun og þannig auka framleiðni. Þetta gæti þýtt að við ættum í raun að finna leiðir til að stytta vinnudaginn en ekki lengja hann og skapa þannig aðstæður þar sem allir hagsmunaaðilar vinna. Versta leiðin til að auka framleiðni er að auka álag á fólk eða ferla, þ.e. að biðja fólk um að vinna hraðar eða að borga fólki einstaklingsbónusa. Slíkar aðferðir eru gamaldags og byggja á þeirri hugmynd að fólk sé hálfmennskir róbótar og er ekki hluti af því sem kallað er nútímastjórnunaraðferðir. Mörgum fyrirtækjum er ljóst að nútímasamkeppnisumhverfi og nútímastarfsfólk kallar eftir nýjum stjórnunaraðferðum og fyrirtækjamenningu sem fóstrar hugmyndaauðgi, sköpunargáfu og ástríðu starfsfólks til að gera góða hluti. Ein af þeim stjórnunaraðferðum sem horfir öðruvísi á hlutina og setur fókusinn á það hvernig virði verður til og hvernig viðskiptavinir upplifa þetta virði er straumlínustjórnun eða „lean“. Lean er sennilega útbreiddasta stjórnunaraðferð okkar tíma. Dæmi um lean má finna í öllum iðnaði og gerðum fyrirtækja og útbreiðsla lean á Íslandi hefur verið töluverð síðustu ár. Þrátt fyrir þessa miklu útbreiðslu um allan heim er grunnhugmyndafræðin oft illa skilgreind og almennt misskilin. Fimmtudaginn 11. júní mun Niklas Modig halda fyrirlestur og vinnustofu sem ber heitið „This is Lean“ í Háskólanum í Reykjavík. Þar mun hann fara yfir inntakið í lean og afburða rekstrarstjórnun (e. operational excellence). Niklas hefur varið miklum tíma við rannsóknir hjá Toyota og hefur skoðað þjónustusvið þeirra með það fyrir augum að skilja hugmyndafræði Toyota og hvernig fyrirtækið notar sína hugmyndafræði utan framleiðsluferlanna. Niklas hefur áunnið sér sess sem einn fremsti lean-fyrirlesari heimsins í dag þegar kemur að lean í þjónustu og lean í stjórnun. Hann gaf út bókina „This is Lean – Resolving the Efficiency Paradox“ árið 2012. Skráning og nánari upplýsingar má finna á www.manino.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ertu upptekinn? Endalausir fundir, allt á fullu og kannski aðeins meira en 100% með 15 verkefni í gangi í einu? Þér finnst þú vera skilvirkasta manneskja í heiminum, en ertu viss um að svo sé? Skilvirkni snýst fyrst og fremst um að búa til virði og það að vera alltaf upptekin er ekki það sama og að vera skilvirkur. Um þetta snýst þversögnin um skilvirkni. Til að skilja þversögnina um skilvirkni þarf fyrst að skilja á milli tvenns konar skilvirkni, þ.e. annars vegar skilvirkni aðfanganna (e. resource efficiency) og hins vegar skilvirkni flæðis (e. flow efficiency). Að skilgreina skilvirkni aðfanganna (fólk, vélar o.s.frv.) er klassísk nálgun hefðbundinna stjórnunaraðferða en fæstir skoða skilvirkni flæðis, sem er það sem skiptir viðskiptavini mestu máli.Skilvirkni flæðis Það er að sjálfsögðu mikilvægt að skilja skilvirkni aðfanganna en í nútímafyrirtækjum sem vilja búa til virði með viðskiptavinum sínum þá skiptir skilvirkni flæðis ekki síður ef ekki meira máli. Það er í raun tilgangslaust að státa sig af því að hafa góða nýtingu á fólki, kerfum o.s.frv. ef viðskiptavinir upplifa bið, galla og annars konar óþægindi þegar þeir eiga viðskipti við fyrirtækið. Hefðbundnar hugmyndir um skilvirkni passa oft ekki inn í samkeppnisumhverfi nútímafyrirtækja. Hvað þá að hugmyndir um 100% nýtingu fólks sem „aðfanga“ sé eitthvað sem nútímafólk tengir við.Mikil vinna ekki sama og framleiðni Hugmyndir okkar um framleiðni eru af sama meiði þ.e. það að vinna mikið og lengi er ekki það sama og að hafa háa framleiðni. Flest fyrirtæki leggja mikið á sig til að mæla hversu duglegt fólk er að mæta á réttum tíma, sjá til þess að það sé við vélina (tölvuna) og endurtaki sömu hlutina aftur og aftur. Flókin kerfi halda utan um hver gerir hvað í hversu langan tíma og spár/áætlanir eru notaðar til að skipuleggja framvindu starfseminnar. Þetta hefur hins vegar lítið eða ekkert að gera með framleiðni, sem mælir gegnumstreymi eða hvað við fáum út úr hlutunum miðað við það hversu mikið við leggjum í hlutina. Það er því mikilvægt að skoða vel tímann sem notaður er í aðgerðir og ferla fyrirtækisins með það að leiðarljósi að minnka tímanotkun og þannig auka framleiðni. Þetta gæti þýtt að við ættum í raun að finna leiðir til að stytta vinnudaginn en ekki lengja hann og skapa þannig aðstæður þar sem allir hagsmunaaðilar vinna. Versta leiðin til að auka framleiðni er að auka álag á fólk eða ferla, þ.e. að biðja fólk um að vinna hraðar eða að borga fólki einstaklingsbónusa. Slíkar aðferðir eru gamaldags og byggja á þeirri hugmynd að fólk sé hálfmennskir róbótar og er ekki hluti af því sem kallað er nútímastjórnunaraðferðir. Mörgum fyrirtækjum er ljóst að nútímasamkeppnisumhverfi og nútímastarfsfólk kallar eftir nýjum stjórnunaraðferðum og fyrirtækjamenningu sem fóstrar hugmyndaauðgi, sköpunargáfu og ástríðu starfsfólks til að gera góða hluti. Ein af þeim stjórnunaraðferðum sem horfir öðruvísi á hlutina og setur fókusinn á það hvernig virði verður til og hvernig viðskiptavinir upplifa þetta virði er straumlínustjórnun eða „lean“. Lean er sennilega útbreiddasta stjórnunaraðferð okkar tíma. Dæmi um lean má finna í öllum iðnaði og gerðum fyrirtækja og útbreiðsla lean á Íslandi hefur verið töluverð síðustu ár. Þrátt fyrir þessa miklu útbreiðslu um allan heim er grunnhugmyndafræðin oft illa skilgreind og almennt misskilin. Fimmtudaginn 11. júní mun Niklas Modig halda fyrirlestur og vinnustofu sem ber heitið „This is Lean“ í Háskólanum í Reykjavík. Þar mun hann fara yfir inntakið í lean og afburða rekstrarstjórnun (e. operational excellence). Niklas hefur varið miklum tíma við rannsóknir hjá Toyota og hefur skoðað þjónustusvið þeirra með það fyrir augum að skilja hugmyndafræði Toyota og hvernig fyrirtækið notar sína hugmyndafræði utan framleiðsluferlanna. Niklas hefur áunnið sér sess sem einn fremsti lean-fyrirlesari heimsins í dag þegar kemur að lean í þjónustu og lean í stjórnun. Hann gaf út bókina „This is Lean – Resolving the Efficiency Paradox“ árið 2012. Skráning og nánari upplýsingar má finna á www.manino.is.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun