Skoðun

Siðmennt og samkynhneigð

Jóhann Björnsson skrifar
Er ekki örugglega árið 2015 núna? Annað mætti ætla þegar litið er yfir sviðið hvað varðar málefni samkynhneigðra og hinsegin fólks. Breski sjónvarpsmaðurinn Stephen Fry, sem er félagi í British Humanist Association, systursamtökum Siðmenntar, gerði athyglisverða sjónvarpsþætti sem sýndir voru sl. vetur. Í þáttunum sýndi hann frá ferðum sínum og samskiptum við fólk víða um heim sem hatast út í samkynhneigða og hinsegin fólk. Reyndi hann að fá fólk til að rökstyðja afstöðu sína en sá rökstuðningur var enginn.

Írar gengu að kjörborðinu nýverið og kusu um hvort tveir sjálfráða einstaklingar mættu ganga í hjónaband, eins og það komi öðrum eitthvað við hverjir ganga í hjónaband. Frá Kaliforníu bárust þær fregnir fyrir skömmu að lögfræðingurinn Matt McLaughlin teldi samkynhneigða réttdræpa og reynir hann að fá atkvæðagreiðslu um málið í fylkinu. Á Íslandi er afstaðan ekki þroskaðri en svo að sumir verða arfavitlausir við það eitt að grunnskólanemar fái markvissa fræðslu um margbreytileika mannlífsins. Stærsti trúarsöfnuður landsins er enn að vandræðast með málið.

Mikið er hægt að flækja lífið. Siðmennt hefur alla tíð, í þau 25 ár sem félagið hefur starfað, staðið með réttindabaráttu samkynhneigðra og hinsegin fólks. Til marks um þann stuðning hlutu Samtökin 78 húmanistaviðurkenningu Siðmenntar árið 2005. Þekktir baráttumenn fyrir réttindum samkynhneigðra, þeir Hörður Torfason og Páll Óskar Hjálmtýsson, hafa einnig hlotið þá viðurkenningu.

Undanfarin ár hafa athafnarstjórar Siðmenntar gefið fjölda einstaklinga saman í hjónaband. Skiptir engu máli hvort einstaklingar sem gifta sig hjá Siðmennt eru samkynhneigðir, gagnkynhneigðir eða tvíkynhneigðir. Kynhneigðin kemur okkur ekkert við, það er ástin sem ræður og hamingja einstaklinganna sem leita til Siðmenntar. Athafnarstjórar Siðmenntar hafa ekki frelsi til fordóma þegar kemur að því að gefa fólk saman í hjónaband.

Siðmennt mun halda áfram að standa vaktina þegar kemur að mannréttindum og mannvirðingu. Verið endilega með okkur á þeirri






Skoðun

Sjá meira


×