Fleiri knatthús í Reykjavík Trausti Harðarson skrifar 5. júní 2015 12:00 Í Kópavogi, Hafnarfirði, Akranesi, Akureyri, Grindavík, Reykjanesbæ, Reyðarfirði og meira segja á Höfn í Hornafirði er búið að byggja glæsileg knatthús, þ.e. yfirbyggða knattspyrnuvelli. Þar geta börn, krakkar og unglingar á öllum aldri æft knattspyrnu yfir vetrartímann innanhúss í knatthúsum. Algjör bylting í aðstöðu. Í sumum bæjarfélögunum eru meira að segja komin tvö knatthús. Í Reykjavík, 120 þúsund manna borg þar sem um 30 þúsund börn, krakkar og unglingar búa, er eitt knatthús, þ.e. Egilshöll. Strákar og stelpur frá fyrsta ári í grunnskóla og upp úr sem búa í Reykjavík og hafa áhuga á og vilja til að æfa knattspyrnu verða yfir vetrarmánuðina að æfa knattspyrnu úti í öllum veðrum, þó oftast í rigningu eða snjókomu. Knattspyrna er orðin heilsársíþrótt fyrir suma, sum bæjarfélög og sum íþróttafélög og hefur árangur þeirra barna-, krakka- og unglingaliða sem og meistaraflokksliða verið öðrum fremri. Fyrir nokkru setti ég sem einn af sjö aðalfulltrúum í Íþrótta og tómstundaráði Reykjavíkurborgar fram fyrirspurn sem áframsend var á öll níu hverfisíþróttafélög borgarinnar sem hafa knattspyrnudeildir. Hún var einnig send Íþróttabandalagi Reykjavíkur og Knattspyrnusambandi Íslands og var tilgangurinn sá að meta þörf á nýju og öðru knatthúsi í Reykjavík og ef menn teldu þörf á hvaða staðsetningum þeir myndu mæla með. Knattspyrna er ein vinsælasta íþrótt heims, ein vinsælasta íþrótt landsins og ein vinsælasta íþrótt Reykvíkinga. Í nánast öllum hverfisíþróttafélögum borgarinnar er knattspyrna sú íþrótt sem hefur flesta iðkendur og það jafnvel langtum fleiri iðkendur en aðrar íþróttagreinar félaganna. Samkvæmt svörum félaganna er það klárt mál að Reykjavíkurborg þarf að huga hratt að því að styðja við knattspyrnuna í borginni með nýjum yfirbyggðum knattspyrnuvelli í Reykjavík sem fyrst og jafnvel tveimur.Hvað segja félögin? Hér má sjá brot af því sem hverfisíþróttafélögin segja um þörfina á nýju/öðru knatthúsi í Reykjavík og hvaða staðsetningar voru nefndar. Fjölnir: „klárlega þörf fyrir annan yfirbyggðan knattspyrnuvöll í Reykjavík“, „í vesturhluta borgarinnar“. Fylkir: „hvetur til þess að bætt verði úr aðstöðu til knattspyrnuiðkunar með innanhússaðstöðu“, „bætt við öðru húsi, t.d. í Laugardal“. Leiknir: „Það er gríðarleg þörf á knatthúsum í Reykjavík“, „byggja lítil knatthús á svæðum félaganna“. ÍR: „ný inniaðstaða myndi renna sterkari fótum undir knattspyrnuiðkun í borginni“, „suður Mjódd“. Víkingur: „það er skoðun okkar Víkinga að þörfin fyrir annað hús sé mikil“, „Laugardalurinn“, „svæði Markarinnar“. Valur: „Það er morgunljóst að vöntun er á öðru knatthúsi í Reykjavík“, „svæðið sem þarf að styrkja er vestan megin við Elliðaárnar“. KR: „Við KR-ingar erum talsmenn þess að byggja minni hús, hús sem eru 50 x 75 og 9-10 m há“, „ef það er niðurstaða manna að byggja annað yfirbyggt knattspyrnuhús í Reykjavík ætti það að rísa í Örfirisey“. Fram: „Egilshöll getur með engum hætti fullnægt þörf íþróttafélaganna í Reykjavík“. „Við teljum að minni æfingahús í nágrenni við stóru íþróttafélögin séu eitthvað sem muni nýtast betur en eitt stórt hús“. ÍBR: „Innanhússaðstaða fyrir knattspyrnu skorar sérstaklega illa fyrir Reykjavík“, „ný höll verði byggð í Laugardal, nánar tiltekið á gervigrasinu í Laugardal“. KSÍ: „telur engan vafa á því að þörf sé á fleiri knatthúsum í Reykjavík“, „tilkoma þessara húsa hefur án nokkurs vafa sannað gildi sitt og eftirspurn félaga í Reykjavík er langt umfram þá tíma sem félögum standa til boða. Knatthúsin hafa fjölgað iðkendum og aukið gæði knattspyrnunnar og því er augljóst að veruleg þörf er á fleiri knatthúsum“. Knattspyrnufélög sem hafa aðgang að knatthúsi ná betri árangri í sínu barna-, krakka- og unglingastarfi, meistaraflokksstarf þeirra færist á enn hærra stig og gerir íþróttina sem er vinsælasta íþrótt landsins og borgarinnar fullkomlega að heilsársíþrótt. Við þurfum fleiri knatthús í Reykjavík! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í Kópavogi, Hafnarfirði, Akranesi, Akureyri, Grindavík, Reykjanesbæ, Reyðarfirði og meira segja á Höfn í Hornafirði er búið að byggja glæsileg knatthús, þ.e. yfirbyggða knattspyrnuvelli. Þar geta börn, krakkar og unglingar á öllum aldri æft knattspyrnu yfir vetrartímann innanhúss í knatthúsum. Algjör bylting í aðstöðu. Í sumum bæjarfélögunum eru meira að segja komin tvö knatthús. Í Reykjavík, 120 þúsund manna borg þar sem um 30 þúsund börn, krakkar og unglingar búa, er eitt knatthús, þ.e. Egilshöll. Strákar og stelpur frá fyrsta ári í grunnskóla og upp úr sem búa í Reykjavík og hafa áhuga á og vilja til að æfa knattspyrnu verða yfir vetrarmánuðina að æfa knattspyrnu úti í öllum veðrum, þó oftast í rigningu eða snjókomu. Knattspyrna er orðin heilsársíþrótt fyrir suma, sum bæjarfélög og sum íþróttafélög og hefur árangur þeirra barna-, krakka- og unglingaliða sem og meistaraflokksliða verið öðrum fremri. Fyrir nokkru setti ég sem einn af sjö aðalfulltrúum í Íþrótta og tómstundaráði Reykjavíkurborgar fram fyrirspurn sem áframsend var á öll níu hverfisíþróttafélög borgarinnar sem hafa knattspyrnudeildir. Hún var einnig send Íþróttabandalagi Reykjavíkur og Knattspyrnusambandi Íslands og var tilgangurinn sá að meta þörf á nýju og öðru knatthúsi í Reykjavík og ef menn teldu þörf á hvaða staðsetningum þeir myndu mæla með. Knattspyrna er ein vinsælasta íþrótt heims, ein vinsælasta íþrótt landsins og ein vinsælasta íþrótt Reykvíkinga. Í nánast öllum hverfisíþróttafélögum borgarinnar er knattspyrna sú íþrótt sem hefur flesta iðkendur og það jafnvel langtum fleiri iðkendur en aðrar íþróttagreinar félaganna. Samkvæmt svörum félaganna er það klárt mál að Reykjavíkurborg þarf að huga hratt að því að styðja við knattspyrnuna í borginni með nýjum yfirbyggðum knattspyrnuvelli í Reykjavík sem fyrst og jafnvel tveimur.Hvað segja félögin? Hér má sjá brot af því sem hverfisíþróttafélögin segja um þörfina á nýju/öðru knatthúsi í Reykjavík og hvaða staðsetningar voru nefndar. Fjölnir: „klárlega þörf fyrir annan yfirbyggðan knattspyrnuvöll í Reykjavík“, „í vesturhluta borgarinnar“. Fylkir: „hvetur til þess að bætt verði úr aðstöðu til knattspyrnuiðkunar með innanhússaðstöðu“, „bætt við öðru húsi, t.d. í Laugardal“. Leiknir: „Það er gríðarleg þörf á knatthúsum í Reykjavík“, „byggja lítil knatthús á svæðum félaganna“. ÍR: „ný inniaðstaða myndi renna sterkari fótum undir knattspyrnuiðkun í borginni“, „suður Mjódd“. Víkingur: „það er skoðun okkar Víkinga að þörfin fyrir annað hús sé mikil“, „Laugardalurinn“, „svæði Markarinnar“. Valur: „Það er morgunljóst að vöntun er á öðru knatthúsi í Reykjavík“, „svæðið sem þarf að styrkja er vestan megin við Elliðaárnar“. KR: „Við KR-ingar erum talsmenn þess að byggja minni hús, hús sem eru 50 x 75 og 9-10 m há“, „ef það er niðurstaða manna að byggja annað yfirbyggt knattspyrnuhús í Reykjavík ætti það að rísa í Örfirisey“. Fram: „Egilshöll getur með engum hætti fullnægt þörf íþróttafélaganna í Reykjavík“. „Við teljum að minni æfingahús í nágrenni við stóru íþróttafélögin séu eitthvað sem muni nýtast betur en eitt stórt hús“. ÍBR: „Innanhússaðstaða fyrir knattspyrnu skorar sérstaklega illa fyrir Reykjavík“, „ný höll verði byggð í Laugardal, nánar tiltekið á gervigrasinu í Laugardal“. KSÍ: „telur engan vafa á því að þörf sé á fleiri knatthúsum í Reykjavík“, „tilkoma þessara húsa hefur án nokkurs vafa sannað gildi sitt og eftirspurn félaga í Reykjavík er langt umfram þá tíma sem félögum standa til boða. Knatthúsin hafa fjölgað iðkendum og aukið gæði knattspyrnunnar og því er augljóst að veruleg þörf er á fleiri knatthúsum“. Knattspyrnufélög sem hafa aðgang að knatthúsi ná betri árangri í sínu barna-, krakka- og unglingastarfi, meistaraflokksstarf þeirra færist á enn hærra stig og gerir íþróttina sem er vinsælasta íþrótt landsins og borgarinnar fullkomlega að heilsársíþrótt. Við þurfum fleiri knatthús í Reykjavík!
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar