Ég er ekki Florence Nightingale Sólveig Hauksdóttir skrifar 5. júní 2015 12:00 Florence Nightingale er oft nefnd móðir nútíma hjúkrunarfræði. Hún er þekktust fyrir óeigingjarnt starf á hersjúkrahúsum í Krímstríðinu um miðja 19. öld. Hún var af efnafólki komin en lærði hjúkrunarfræði gegn vilja foreldra sinna og gjörbylti faginu með einföldum aðferðum eins og auknu hreinlæti. Nightingale setti fordæmi sem varð til þess að fleiri stúlkur úr efnuðum fjölskyldum sóttu í hjúkrunarfræði. Þessar konur unnu störf sín af köllun. Félagslegur bakgrunnur þeirra gerði þeim oft kleift að vinna launalaust eða því sem næst. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og hjúkrunarfræðin hefur skapað sér sess sem sjálfstæð fræðigrein. Innan hennar er unnið öflugt rannsóknarstarf og hjúkrunarfræðingar nútímans gegna hlutverki sem engin önnur starfsstétt hefur þekkingu til að sinna á sama hátt. Konur eru enn í miklum meirihluta í stéttinni og laun hjúkrunarfræðinga eru töluvert lægri en hefðbundinna karlastétta með svipaða menntun og ábyrgð. Verkfall hjúkrunarfræðinga stendur yfir og ekkert bendir til þess að ríkið ætli að koma til móts við kröfur hjúkrunarfræðinga um leiðréttingu á kynbundnum launamun. Hljóðið í hjúkrunarfræðingum er þungt og margir eru farnir að líta til Norðurlandanna þar sem íslenskir hjúkrunarfræðingar eiga greiðan aðgang að störfum og betri kjörum en bjóðast hér á landi.Ástandið kom mér í opna skjöldu Ég lærði hjúkrunarfræði í Danmörku og bjó þar í tæp sex ár ásamt manninum mínum og tveimur börnum. Okkur leið afskaplega vel í Danmörku en eftir þetta langan tíma í útlegð var komin heimþrá í okkur. Það er meira en að segja það að búa erlendis með fjölskyldu. Við söknuðum ættingja og vina og okkur langaði til að fara að festa rætur. Ég hóf störf á Landspítalanum í upphafi árs 2013, mitt í hópuppsögnum hjúkrunarfræðinga. Það var mjög sérkennilegt að byrja að vinna á spítalanum við þessar aðstæður. Ég varð vör við talsverða óánægju meðal hjúkrunarfræðinga sem voru orðnir langþreyttir á miklu álagi, niðurskurði og slæmum launum. Ástandið á spítalanum kom mér algjörlega í opna skjöldu. Tækjabúnaðurinn var úr sér genginn, sjúkrarúmin gömul og léleg, hjúkrunarvörur af lakari gæðum en ég átti að venjast (blessunarlega heyra bitlausu æðaleggirnir þó sögunni til) og svo mætti lengi telja. Þess má geta að spítalinn í Árósum í Danmörku, þar sem ég tók allt mitt verknám, var líka í gömlu og lélegu húsnæði og þar var líka niðurskurður og sparnaður en engu að síður var eins og ég stykki tugi ára aftur í tímann þegar ég kom á Landspítalann. Launaseðillinn var heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir; byrjunarlaunin voru næstum helmingi lægri en í Danmörku. Fljótlega fóru því að renna á mig tvær grímur. Það var ekki það að vinnuálagið væri svo mikið meira. Mér fannst vandinn frekar liggja í því að samstarfsfólk mitt upplifði að það væri ekki metið að verðleikum. Hjúkrunarfræðingar fengu stofnanasamning með einhverri málamyndalaunahækkun og flestir drógu uppsagnir sínar til baka. En þreytan, reiðin og vonleysið var enn til staðar. Það tekur á að vera alltaf reið og óánægð. Ég eyddi mikilli orku í það fyrstu mánuðina á Íslandi. Á endanum ákvað ég að ég hefði bara tvo valkosti; að pakka saman og fara aftur út – eða sætta mig við ástandið og gera það besta úr því. Ég valdi seinni kostinn og einbeitti mér að öllu því góða sem Ísland og Landspítalinn hafa upp á að bjóða. – Því auðvitað er mjög margt gott við að búa á Íslandi. Börnin mín eru ánægð og þau græða á að kynnast fjölskyldunni og landinu sínu. Landspítalinn óx líka fljótt í áliti hjá mér. Ég kom auga á dýrmætustu auðlind spítalans, mannauðinn. Það sem fyrst og fremst einkennir starfsfólk spítalans er mikil fagmennska, samheldni og dugnaður. Ég elska vinnuna mína, jafnvel þegar á móti blæs. Mér finnst erfitt að vera heima í verkfalli þegar ég veit hvað ég gæti verið að gera í vinnunni. En það er ekki þar með sagt að ég vilji stunda hjúkrun í sjálfboðavinnu. Ég er ekki Florence Nightingale. Ég vil vera metin að verðleikum og fá mannsæmandi laun fyrir vinnuna mína. Ég vil vinna í heilbrigðiskerfi með framtíðarsýn. Íslendingar gátu lengi státað af því að eiga heilbrigðiskerfi í hópi þeirra bestu í heiminum – en ekki lengur. Ef vilji stjórnvalda stendur til að auka gæði kerfisins á ný þurfa þau að átta sig á að meginforsendan fyrir því er að borga fólkinu sem heldur kerfinu gangandi samkeppnishæf laun. Annars verða bráðum fáir eftir á Landspítalanum aðrir en farómaurarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Florence Nightingale er oft nefnd móðir nútíma hjúkrunarfræði. Hún er þekktust fyrir óeigingjarnt starf á hersjúkrahúsum í Krímstríðinu um miðja 19. öld. Hún var af efnafólki komin en lærði hjúkrunarfræði gegn vilja foreldra sinna og gjörbylti faginu með einföldum aðferðum eins og auknu hreinlæti. Nightingale setti fordæmi sem varð til þess að fleiri stúlkur úr efnuðum fjölskyldum sóttu í hjúkrunarfræði. Þessar konur unnu störf sín af köllun. Félagslegur bakgrunnur þeirra gerði þeim oft kleift að vinna launalaust eða því sem næst. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og hjúkrunarfræðin hefur skapað sér sess sem sjálfstæð fræðigrein. Innan hennar er unnið öflugt rannsóknarstarf og hjúkrunarfræðingar nútímans gegna hlutverki sem engin önnur starfsstétt hefur þekkingu til að sinna á sama hátt. Konur eru enn í miklum meirihluta í stéttinni og laun hjúkrunarfræðinga eru töluvert lægri en hefðbundinna karlastétta með svipaða menntun og ábyrgð. Verkfall hjúkrunarfræðinga stendur yfir og ekkert bendir til þess að ríkið ætli að koma til móts við kröfur hjúkrunarfræðinga um leiðréttingu á kynbundnum launamun. Hljóðið í hjúkrunarfræðingum er þungt og margir eru farnir að líta til Norðurlandanna þar sem íslenskir hjúkrunarfræðingar eiga greiðan aðgang að störfum og betri kjörum en bjóðast hér á landi.Ástandið kom mér í opna skjöldu Ég lærði hjúkrunarfræði í Danmörku og bjó þar í tæp sex ár ásamt manninum mínum og tveimur börnum. Okkur leið afskaplega vel í Danmörku en eftir þetta langan tíma í útlegð var komin heimþrá í okkur. Það er meira en að segja það að búa erlendis með fjölskyldu. Við söknuðum ættingja og vina og okkur langaði til að fara að festa rætur. Ég hóf störf á Landspítalanum í upphafi árs 2013, mitt í hópuppsögnum hjúkrunarfræðinga. Það var mjög sérkennilegt að byrja að vinna á spítalanum við þessar aðstæður. Ég varð vör við talsverða óánægju meðal hjúkrunarfræðinga sem voru orðnir langþreyttir á miklu álagi, niðurskurði og slæmum launum. Ástandið á spítalanum kom mér algjörlega í opna skjöldu. Tækjabúnaðurinn var úr sér genginn, sjúkrarúmin gömul og léleg, hjúkrunarvörur af lakari gæðum en ég átti að venjast (blessunarlega heyra bitlausu æðaleggirnir þó sögunni til) og svo mætti lengi telja. Þess má geta að spítalinn í Árósum í Danmörku, þar sem ég tók allt mitt verknám, var líka í gömlu og lélegu húsnæði og þar var líka niðurskurður og sparnaður en engu að síður var eins og ég stykki tugi ára aftur í tímann þegar ég kom á Landspítalann. Launaseðillinn var heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir; byrjunarlaunin voru næstum helmingi lægri en í Danmörku. Fljótlega fóru því að renna á mig tvær grímur. Það var ekki það að vinnuálagið væri svo mikið meira. Mér fannst vandinn frekar liggja í því að samstarfsfólk mitt upplifði að það væri ekki metið að verðleikum. Hjúkrunarfræðingar fengu stofnanasamning með einhverri málamyndalaunahækkun og flestir drógu uppsagnir sínar til baka. En þreytan, reiðin og vonleysið var enn til staðar. Það tekur á að vera alltaf reið og óánægð. Ég eyddi mikilli orku í það fyrstu mánuðina á Íslandi. Á endanum ákvað ég að ég hefði bara tvo valkosti; að pakka saman og fara aftur út – eða sætta mig við ástandið og gera það besta úr því. Ég valdi seinni kostinn og einbeitti mér að öllu því góða sem Ísland og Landspítalinn hafa upp á að bjóða. – Því auðvitað er mjög margt gott við að búa á Íslandi. Börnin mín eru ánægð og þau græða á að kynnast fjölskyldunni og landinu sínu. Landspítalinn óx líka fljótt í áliti hjá mér. Ég kom auga á dýrmætustu auðlind spítalans, mannauðinn. Það sem fyrst og fremst einkennir starfsfólk spítalans er mikil fagmennska, samheldni og dugnaður. Ég elska vinnuna mína, jafnvel þegar á móti blæs. Mér finnst erfitt að vera heima í verkfalli þegar ég veit hvað ég gæti verið að gera í vinnunni. En það er ekki þar með sagt að ég vilji stunda hjúkrun í sjálfboðavinnu. Ég er ekki Florence Nightingale. Ég vil vera metin að verðleikum og fá mannsæmandi laun fyrir vinnuna mína. Ég vil vinna í heilbrigðiskerfi með framtíðarsýn. Íslendingar gátu lengi státað af því að eiga heilbrigðiskerfi í hópi þeirra bestu í heiminum – en ekki lengur. Ef vilji stjórnvalda stendur til að auka gæði kerfisins á ný þurfa þau að átta sig á að meginforsendan fyrir því er að borga fólkinu sem heldur kerfinu gangandi samkeppnishæf laun. Annars verða bráðum fáir eftir á Landspítalanum aðrir en farómaurarnir.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun