Ég er ekki Florence Nightingale Sólveig Hauksdóttir skrifar 5. júní 2015 12:00 Florence Nightingale er oft nefnd móðir nútíma hjúkrunarfræði. Hún er þekktust fyrir óeigingjarnt starf á hersjúkrahúsum í Krímstríðinu um miðja 19. öld. Hún var af efnafólki komin en lærði hjúkrunarfræði gegn vilja foreldra sinna og gjörbylti faginu með einföldum aðferðum eins og auknu hreinlæti. Nightingale setti fordæmi sem varð til þess að fleiri stúlkur úr efnuðum fjölskyldum sóttu í hjúkrunarfræði. Þessar konur unnu störf sín af köllun. Félagslegur bakgrunnur þeirra gerði þeim oft kleift að vinna launalaust eða því sem næst. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og hjúkrunarfræðin hefur skapað sér sess sem sjálfstæð fræðigrein. Innan hennar er unnið öflugt rannsóknarstarf og hjúkrunarfræðingar nútímans gegna hlutverki sem engin önnur starfsstétt hefur þekkingu til að sinna á sama hátt. Konur eru enn í miklum meirihluta í stéttinni og laun hjúkrunarfræðinga eru töluvert lægri en hefðbundinna karlastétta með svipaða menntun og ábyrgð. Verkfall hjúkrunarfræðinga stendur yfir og ekkert bendir til þess að ríkið ætli að koma til móts við kröfur hjúkrunarfræðinga um leiðréttingu á kynbundnum launamun. Hljóðið í hjúkrunarfræðingum er þungt og margir eru farnir að líta til Norðurlandanna þar sem íslenskir hjúkrunarfræðingar eiga greiðan aðgang að störfum og betri kjörum en bjóðast hér á landi.Ástandið kom mér í opna skjöldu Ég lærði hjúkrunarfræði í Danmörku og bjó þar í tæp sex ár ásamt manninum mínum og tveimur börnum. Okkur leið afskaplega vel í Danmörku en eftir þetta langan tíma í útlegð var komin heimþrá í okkur. Það er meira en að segja það að búa erlendis með fjölskyldu. Við söknuðum ættingja og vina og okkur langaði til að fara að festa rætur. Ég hóf störf á Landspítalanum í upphafi árs 2013, mitt í hópuppsögnum hjúkrunarfræðinga. Það var mjög sérkennilegt að byrja að vinna á spítalanum við þessar aðstæður. Ég varð vör við talsverða óánægju meðal hjúkrunarfræðinga sem voru orðnir langþreyttir á miklu álagi, niðurskurði og slæmum launum. Ástandið á spítalanum kom mér algjörlega í opna skjöldu. Tækjabúnaðurinn var úr sér genginn, sjúkrarúmin gömul og léleg, hjúkrunarvörur af lakari gæðum en ég átti að venjast (blessunarlega heyra bitlausu æðaleggirnir þó sögunni til) og svo mætti lengi telja. Þess má geta að spítalinn í Árósum í Danmörku, þar sem ég tók allt mitt verknám, var líka í gömlu og lélegu húsnæði og þar var líka niðurskurður og sparnaður en engu að síður var eins og ég stykki tugi ára aftur í tímann þegar ég kom á Landspítalann. Launaseðillinn var heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir; byrjunarlaunin voru næstum helmingi lægri en í Danmörku. Fljótlega fóru því að renna á mig tvær grímur. Það var ekki það að vinnuálagið væri svo mikið meira. Mér fannst vandinn frekar liggja í því að samstarfsfólk mitt upplifði að það væri ekki metið að verðleikum. Hjúkrunarfræðingar fengu stofnanasamning með einhverri málamyndalaunahækkun og flestir drógu uppsagnir sínar til baka. En þreytan, reiðin og vonleysið var enn til staðar. Það tekur á að vera alltaf reið og óánægð. Ég eyddi mikilli orku í það fyrstu mánuðina á Íslandi. Á endanum ákvað ég að ég hefði bara tvo valkosti; að pakka saman og fara aftur út – eða sætta mig við ástandið og gera það besta úr því. Ég valdi seinni kostinn og einbeitti mér að öllu því góða sem Ísland og Landspítalinn hafa upp á að bjóða. – Því auðvitað er mjög margt gott við að búa á Íslandi. Börnin mín eru ánægð og þau græða á að kynnast fjölskyldunni og landinu sínu. Landspítalinn óx líka fljótt í áliti hjá mér. Ég kom auga á dýrmætustu auðlind spítalans, mannauðinn. Það sem fyrst og fremst einkennir starfsfólk spítalans er mikil fagmennska, samheldni og dugnaður. Ég elska vinnuna mína, jafnvel þegar á móti blæs. Mér finnst erfitt að vera heima í verkfalli þegar ég veit hvað ég gæti verið að gera í vinnunni. En það er ekki þar með sagt að ég vilji stunda hjúkrun í sjálfboðavinnu. Ég er ekki Florence Nightingale. Ég vil vera metin að verðleikum og fá mannsæmandi laun fyrir vinnuna mína. Ég vil vinna í heilbrigðiskerfi með framtíðarsýn. Íslendingar gátu lengi státað af því að eiga heilbrigðiskerfi í hópi þeirra bestu í heiminum – en ekki lengur. Ef vilji stjórnvalda stendur til að auka gæði kerfisins á ný þurfa þau að átta sig á að meginforsendan fyrir því er að borga fólkinu sem heldur kerfinu gangandi samkeppnishæf laun. Annars verða bráðum fáir eftir á Landspítalanum aðrir en farómaurarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Florence Nightingale er oft nefnd móðir nútíma hjúkrunarfræði. Hún er þekktust fyrir óeigingjarnt starf á hersjúkrahúsum í Krímstríðinu um miðja 19. öld. Hún var af efnafólki komin en lærði hjúkrunarfræði gegn vilja foreldra sinna og gjörbylti faginu með einföldum aðferðum eins og auknu hreinlæti. Nightingale setti fordæmi sem varð til þess að fleiri stúlkur úr efnuðum fjölskyldum sóttu í hjúkrunarfræði. Þessar konur unnu störf sín af köllun. Félagslegur bakgrunnur þeirra gerði þeim oft kleift að vinna launalaust eða því sem næst. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og hjúkrunarfræðin hefur skapað sér sess sem sjálfstæð fræðigrein. Innan hennar er unnið öflugt rannsóknarstarf og hjúkrunarfræðingar nútímans gegna hlutverki sem engin önnur starfsstétt hefur þekkingu til að sinna á sama hátt. Konur eru enn í miklum meirihluta í stéttinni og laun hjúkrunarfræðinga eru töluvert lægri en hefðbundinna karlastétta með svipaða menntun og ábyrgð. Verkfall hjúkrunarfræðinga stendur yfir og ekkert bendir til þess að ríkið ætli að koma til móts við kröfur hjúkrunarfræðinga um leiðréttingu á kynbundnum launamun. Hljóðið í hjúkrunarfræðingum er þungt og margir eru farnir að líta til Norðurlandanna þar sem íslenskir hjúkrunarfræðingar eiga greiðan aðgang að störfum og betri kjörum en bjóðast hér á landi.Ástandið kom mér í opna skjöldu Ég lærði hjúkrunarfræði í Danmörku og bjó þar í tæp sex ár ásamt manninum mínum og tveimur börnum. Okkur leið afskaplega vel í Danmörku en eftir þetta langan tíma í útlegð var komin heimþrá í okkur. Það er meira en að segja það að búa erlendis með fjölskyldu. Við söknuðum ættingja og vina og okkur langaði til að fara að festa rætur. Ég hóf störf á Landspítalanum í upphafi árs 2013, mitt í hópuppsögnum hjúkrunarfræðinga. Það var mjög sérkennilegt að byrja að vinna á spítalanum við þessar aðstæður. Ég varð vör við talsverða óánægju meðal hjúkrunarfræðinga sem voru orðnir langþreyttir á miklu álagi, niðurskurði og slæmum launum. Ástandið á spítalanum kom mér algjörlega í opna skjöldu. Tækjabúnaðurinn var úr sér genginn, sjúkrarúmin gömul og léleg, hjúkrunarvörur af lakari gæðum en ég átti að venjast (blessunarlega heyra bitlausu æðaleggirnir þó sögunni til) og svo mætti lengi telja. Þess má geta að spítalinn í Árósum í Danmörku, þar sem ég tók allt mitt verknám, var líka í gömlu og lélegu húsnæði og þar var líka niðurskurður og sparnaður en engu að síður var eins og ég stykki tugi ára aftur í tímann þegar ég kom á Landspítalann. Launaseðillinn var heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir; byrjunarlaunin voru næstum helmingi lægri en í Danmörku. Fljótlega fóru því að renna á mig tvær grímur. Það var ekki það að vinnuálagið væri svo mikið meira. Mér fannst vandinn frekar liggja í því að samstarfsfólk mitt upplifði að það væri ekki metið að verðleikum. Hjúkrunarfræðingar fengu stofnanasamning með einhverri málamyndalaunahækkun og flestir drógu uppsagnir sínar til baka. En þreytan, reiðin og vonleysið var enn til staðar. Það tekur á að vera alltaf reið og óánægð. Ég eyddi mikilli orku í það fyrstu mánuðina á Íslandi. Á endanum ákvað ég að ég hefði bara tvo valkosti; að pakka saman og fara aftur út – eða sætta mig við ástandið og gera það besta úr því. Ég valdi seinni kostinn og einbeitti mér að öllu því góða sem Ísland og Landspítalinn hafa upp á að bjóða. – Því auðvitað er mjög margt gott við að búa á Íslandi. Börnin mín eru ánægð og þau græða á að kynnast fjölskyldunni og landinu sínu. Landspítalinn óx líka fljótt í áliti hjá mér. Ég kom auga á dýrmætustu auðlind spítalans, mannauðinn. Það sem fyrst og fremst einkennir starfsfólk spítalans er mikil fagmennska, samheldni og dugnaður. Ég elska vinnuna mína, jafnvel þegar á móti blæs. Mér finnst erfitt að vera heima í verkfalli þegar ég veit hvað ég gæti verið að gera í vinnunni. En það er ekki þar með sagt að ég vilji stunda hjúkrun í sjálfboðavinnu. Ég er ekki Florence Nightingale. Ég vil vera metin að verðleikum og fá mannsæmandi laun fyrir vinnuna mína. Ég vil vinna í heilbrigðiskerfi með framtíðarsýn. Íslendingar gátu lengi státað af því að eiga heilbrigðiskerfi í hópi þeirra bestu í heiminum – en ekki lengur. Ef vilji stjórnvalda stendur til að auka gæði kerfisins á ný þurfa þau að átta sig á að meginforsendan fyrir því er að borga fólkinu sem heldur kerfinu gangandi samkeppnishæf laun. Annars verða bráðum fáir eftir á Landspítalanum aðrir en farómaurarnir.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun