Segist hafa fengið líflátshótanir Kjartan Atli Kjartansson skrifar 4. júní 2015 12:00 Rouse titlar sig sem útlaga í gríninu, enda með sérstakan stíl. „Ég hlakka mikið til að koma til Íslands,“ segir grínistinn Jason Rouse í samtali við Fréttablaðið en hann er væntanlegur hingað til lands í dag. Rouse verður með uppistand í Háskólabíói á morgun og mun kappinn dvelja hérna fram á sunnudag í góðu yfirlæti. Enda hlakkar hann mikið til að hitta landsmenn og skoða landið. Rouse er þekktur fyrir að gera ýmsar tilraunir til þess að ganga fram af áhorfendum og hefur stíll hans í gríni vakið hörð viðbrögð, hvort sem þau eru jákvæð eða neikvæð. Þegar hann er spurður hvort hann finni fyrir þessum sterku skoðunum fólks á gríninu hans svarar hann um hæl: „Ég finn alveg fyrir líflátshótunum sem ég fæ, já. Margar konur hafa grátið eftir að hafa séð mig á sviði,“ bætir hann við. Hann segist hlakka til að koma fram fyrir íslenska aðdáendur. „Yfirleitt fer ég ekki með neinar væntingar til áhorfenda. Það eina sem ég bið um er að áhorfendur verði tilbúnir til þess að hlæja og hafa gaman. Ég bið þá sem ætla að koma á uppistandið að búast við hinu óvænta. Þetta verður fjör!“ Rouse hefur ferðast um allan heim og komið fram sem grínisti. Á vefsíðu sinni kallar hann sig útlaga í gríninu, því stíll hans samræmist oft ekki hefðbundnu uppistandi. „Ég hef farið víða. Komið fram í um tuttugu löndum. Það er gaman að hafa fengið að skoða heiminn svona.“ Rouse hefur verið á ferðalagi um Skandinavíu undanfarið og hefur áður komið við þar. Hann kom fram í Óperuhúsinu í Kaupmannahöfn fyrir fimm árum og má sjá það uppistand á YouTube. „Það er stærsti salurinn sem ég hef komið fram í,“ segir Rouse sem þótti gaman að skemmta Dönum og bætir við: „Minnsti og afskekktasti staðurinn er líklega Alta í Noregi.“ Næst á dagskrá hjá Rouse er að fara til Los Angeles, þar sem hann býr. „Síðan mun ég fara til Kanada og koma fram á hinni árlegu grínhátíð þar. Þetta verður í fjórða sinn sem hún er haldin og ég mun koma fram með ekki ómerkari mönnum en Tom Green, Jeremy Hotz og góðvini mínum Russell Peters.“ Rouse getur ekki beðið eftir því að koma til Íslands og líklegt þykir að hann muni kíkja út á lífið hér á landi. Þegar blaðamaður spyr hann út í hvaða klúbba hann vilji fara á notar hann enska orðið „club“. Rouse snýr þá út úr orðunum og fer að tala um að berja seli með kylfu (sem á ensku er kallað „seal clubbing“). „Það er langt síðan ég hef gert það. Má gera það á Íslandi?“ Rouse, sem er þekktur fyrir klámkjaft, lendir hér á landi í dag og heldur uppistand í Háskólabíói á morgun. Sýningin hefst klukkan 19 og er enn hægt að fá miða á vefsíðunni www.midi.is. Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Sveppi mundi eftir fólkinu sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Sjá meira
„Ég hlakka mikið til að koma til Íslands,“ segir grínistinn Jason Rouse í samtali við Fréttablaðið en hann er væntanlegur hingað til lands í dag. Rouse verður með uppistand í Háskólabíói á morgun og mun kappinn dvelja hérna fram á sunnudag í góðu yfirlæti. Enda hlakkar hann mikið til að hitta landsmenn og skoða landið. Rouse er þekktur fyrir að gera ýmsar tilraunir til þess að ganga fram af áhorfendum og hefur stíll hans í gríni vakið hörð viðbrögð, hvort sem þau eru jákvæð eða neikvæð. Þegar hann er spurður hvort hann finni fyrir þessum sterku skoðunum fólks á gríninu hans svarar hann um hæl: „Ég finn alveg fyrir líflátshótunum sem ég fæ, já. Margar konur hafa grátið eftir að hafa séð mig á sviði,“ bætir hann við. Hann segist hlakka til að koma fram fyrir íslenska aðdáendur. „Yfirleitt fer ég ekki með neinar væntingar til áhorfenda. Það eina sem ég bið um er að áhorfendur verði tilbúnir til þess að hlæja og hafa gaman. Ég bið þá sem ætla að koma á uppistandið að búast við hinu óvænta. Þetta verður fjör!“ Rouse hefur ferðast um allan heim og komið fram sem grínisti. Á vefsíðu sinni kallar hann sig útlaga í gríninu, því stíll hans samræmist oft ekki hefðbundnu uppistandi. „Ég hef farið víða. Komið fram í um tuttugu löndum. Það er gaman að hafa fengið að skoða heiminn svona.“ Rouse hefur verið á ferðalagi um Skandinavíu undanfarið og hefur áður komið við þar. Hann kom fram í Óperuhúsinu í Kaupmannahöfn fyrir fimm árum og má sjá það uppistand á YouTube. „Það er stærsti salurinn sem ég hef komið fram í,“ segir Rouse sem þótti gaman að skemmta Dönum og bætir við: „Minnsti og afskekktasti staðurinn er líklega Alta í Noregi.“ Næst á dagskrá hjá Rouse er að fara til Los Angeles, þar sem hann býr. „Síðan mun ég fara til Kanada og koma fram á hinni árlegu grínhátíð þar. Þetta verður í fjórða sinn sem hún er haldin og ég mun koma fram með ekki ómerkari mönnum en Tom Green, Jeremy Hotz og góðvini mínum Russell Peters.“ Rouse getur ekki beðið eftir því að koma til Íslands og líklegt þykir að hann muni kíkja út á lífið hér á landi. Þegar blaðamaður spyr hann út í hvaða klúbba hann vilji fara á notar hann enska orðið „club“. Rouse snýr þá út úr orðunum og fer að tala um að berja seli með kylfu (sem á ensku er kallað „seal clubbing“). „Það er langt síðan ég hef gert það. Má gera það á Íslandi?“ Rouse, sem er þekktur fyrir klámkjaft, lendir hér á landi í dag og heldur uppistand í Háskólabíói á morgun. Sýningin hefst klukkan 19 og er enn hægt að fá miða á vefsíðunni www.midi.is.
Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Sveppi mundi eftir fólkinu sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein