Er rétt að tefla börnum fram í fjölmiðlum? Þóra Jónsdóttir skrifar 16. maí 2015 07:00 Flestum foreldrum þykja börnin sín vera óaðskiljanlegur hluti af lífinu. Það hlýtur að teljast jákvætt því yfirleitt er velferð barna foreldrum þeirra efst í huga og þeir vilja börnum sínum auðvitað allt hið besta. Öðru hverju birtast viðtöl við fólk sem deilir reynslusögum úr lífi sínu með almenningi, sem ýmist lýsa jákvæðri upplifun eða erfiðri lífsreynslu. Í einhverjum tilfellum er börnum þeirra sem segja söguna fléttað inn í frásögnina eða eru beinlínis frásagnarefnið sjálft. Sama á sér stað á samfélagsmiðlum. Oftast er það engum til skaða en stundum er ástæða til að hafa áhyggjur af því að barni geti orðið meint af eða að það geti verið óþægilegt fyrir barnið til framtíðar að vera blandað í frásögn foreldra. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga börn rétt á friðhelgi einkalífs og þau eiga rétt á að tjá sig um mál sem þau varða, í samræmi við aldur sinn og þroska. Börn eiga því sjálfstæðan rétt til að hafa áhrif á það hvort um þau birtist umfjöllun í fjölmiðlum. Hafi þau ekki þroska til að leggja mat á það sjálf eiga þau að njóta verndar gegn því að vera teflt fram í fjölmiðlum. Það sem birtist á netinu, verður þar um ókomna tíð. Foreldrar þurfa að spyrja sjálfa sig að því hvort það hafi áhrif á líf barna þeirra að þeir segi sögur af lífi þeirra. Þeir þurfa að spyrja börn sín að því hvort þau vilji að umfjöllun um þau og jafnvel myndir af þeim, birtist í fjölmiðlum og lifi á netinu um ókomna tíð. Með fjölmiðlaumfjöllun um börn taka foreldrar og fjölmiðlar ákvarðanir sem geta haft áhrif á líf barna, í nútíð og í framtíð, til góðs eða ills. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna að bættum hag barna á Íslandi og vilja vekja athygli á rétti barna til að hafa áhrif á eigin líf eins og Barnasáttmálinn kveður á um. Okkur ber öllum að taka ákvarðanir í samræmi við það sem er barni fyrir bestu. Það á við í hinu víðasta samhengi. Það er afar mikilvægt að við virðum einkalíf barna okkar og tökum ákvarðanir með það fyrir augum hvort umfjöllun í fjölmiðlum sé barni okkar fyrir bestu, ekki bara í dag heldur til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Sjá meira
Flestum foreldrum þykja börnin sín vera óaðskiljanlegur hluti af lífinu. Það hlýtur að teljast jákvætt því yfirleitt er velferð barna foreldrum þeirra efst í huga og þeir vilja börnum sínum auðvitað allt hið besta. Öðru hverju birtast viðtöl við fólk sem deilir reynslusögum úr lífi sínu með almenningi, sem ýmist lýsa jákvæðri upplifun eða erfiðri lífsreynslu. Í einhverjum tilfellum er börnum þeirra sem segja söguna fléttað inn í frásögnina eða eru beinlínis frásagnarefnið sjálft. Sama á sér stað á samfélagsmiðlum. Oftast er það engum til skaða en stundum er ástæða til að hafa áhyggjur af því að barni geti orðið meint af eða að það geti verið óþægilegt fyrir barnið til framtíðar að vera blandað í frásögn foreldra. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga börn rétt á friðhelgi einkalífs og þau eiga rétt á að tjá sig um mál sem þau varða, í samræmi við aldur sinn og þroska. Börn eiga því sjálfstæðan rétt til að hafa áhrif á það hvort um þau birtist umfjöllun í fjölmiðlum. Hafi þau ekki þroska til að leggja mat á það sjálf eiga þau að njóta verndar gegn því að vera teflt fram í fjölmiðlum. Það sem birtist á netinu, verður þar um ókomna tíð. Foreldrar þurfa að spyrja sjálfa sig að því hvort það hafi áhrif á líf barna þeirra að þeir segi sögur af lífi þeirra. Þeir þurfa að spyrja börn sín að því hvort þau vilji að umfjöllun um þau og jafnvel myndir af þeim, birtist í fjölmiðlum og lifi á netinu um ókomna tíð. Með fjölmiðlaumfjöllun um börn taka foreldrar og fjölmiðlar ákvarðanir sem geta haft áhrif á líf barna, í nútíð og í framtíð, til góðs eða ills. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna að bættum hag barna á Íslandi og vilja vekja athygli á rétti barna til að hafa áhrif á eigin líf eins og Barnasáttmálinn kveður á um. Okkur ber öllum að taka ákvarðanir í samræmi við það sem er barni fyrir bestu. Það á við í hinu víðasta samhengi. Það er afar mikilvægt að við virðum einkalíf barna okkar og tökum ákvarðanir með það fyrir augum hvort umfjöllun í fjölmiðlum sé barni okkar fyrir bestu, ekki bara í dag heldur til framtíðar.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun