Kjaramál í brennidepli - Lífeyrir hækki einnig Jóna Valgerður Kristjánsdóttir skrifar 22. apríl 2015 08:30 Það ætti ekki að vekja neina furðu að stéttarfélög geri kröfur um hærri laun og aukinn kaupmátt. Það sem hefur verið að gerast síðustu misserin þegar hálaunahópar hafa verið að bæta kjör sín verulega, getur ekki leitt til annars en að þeir sem telja sig hafa setið eftir geri kröfur um bætt kjör. Að halda því fram að þjóðfélagið fari kollsteypu vegna þess að þeir sem eru á lægstu töxtum fái launahækkun er frekar ótrúverðugt. Ekki er hægt að sjá að það hafi gerst við verulegar launahækkanir annarra. Landssamband eldri borgara tekur heilshugar undir kröfur verkalýðssamtaka um hækkun lágmarkslauna. Það er öllum ljóst að það lifir enginn á þeim lágmarkslaunum sem gilda í dag og það sama má segja um þá sem hafa lítið meira en lífeyrir almannatrygginga til að lifa af. Landssambandið krefst þess að lífeyrir almannatrygginga taki sömu hækkunum og lágmarkslaun sem samið verður um í næstu kjarasamningum. Jafnfamt skal á það bent að enn er eftir að leiðrétta 20% kjaragliðnunina árin 2009-2013 sem lífeyrisþegar tóku á sig. Við teljum að 300.000 kr. lágmarkslaun á þremur árum sé ekki ofviða íslensku atvinnulífi og ekki til þess fallið að ógna þeim stöðugleika sem við viljum varðveita. Það er ekki sanngjarnt að hinir lægst launuðu taki á sig ábyrgð á stöðugleika í verðlagi, en hærra launaðir aðilar ekki. Þá er það á allra vitorði að ekki er hægt að framfleyta sér sæmilega á þeim lágmarkslífeyri sem bætur almannatrygginga eru, og jafnvel þó fólk hafi allt að 75.000 kr. í tekjur frá lífeyrisstjóði. Því staðan er sú að þær tekjur skerða bara bætur almannatrygginga vegna þeirra tekjutenginga sem gilda. Fólk er því fast í fátæktargildru vegna allra tekjuskerðinganna sem gilda um bætur almannatrygginga. Löngu er tímabært að einfalda kerfi almannatrygginga og draga úr tekjutengingum. Það á ekki síst við um þá sem núna eru á ellilífeyri og hafa ekki haft möguleika til að afla sér mikilla réttinda í lífeyrissjóðum. Með framfærsluuppbótinni sem sett var á í góðum tilgangi árið 2008 til að hjálpa þeim verst settu í kreppunni, hefur lífeyrissjóðakerfið beðið hnekki. Því framfærsluuppbótin skerðist 100% á móti lífeyrissjóðstekjum, þar til hún fellur alveg niður. Fólk hefur lítinn hag af lífeyrissjóðstekjum, fyrr en þær eru komnar yfir 100.000 krónurnar. Aldraðir hafa engan verkfallsrétt en gera þá sjálfsögðu kröfu að þeir fái sömu hækkanir og samið verður um í þessari launadeilu. Þeir hafa unnið og skapað það þjóðfélag sem við búum við og eiga skilið betri kjör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Það ætti ekki að vekja neina furðu að stéttarfélög geri kröfur um hærri laun og aukinn kaupmátt. Það sem hefur verið að gerast síðustu misserin þegar hálaunahópar hafa verið að bæta kjör sín verulega, getur ekki leitt til annars en að þeir sem telja sig hafa setið eftir geri kröfur um bætt kjör. Að halda því fram að þjóðfélagið fari kollsteypu vegna þess að þeir sem eru á lægstu töxtum fái launahækkun er frekar ótrúverðugt. Ekki er hægt að sjá að það hafi gerst við verulegar launahækkanir annarra. Landssamband eldri borgara tekur heilshugar undir kröfur verkalýðssamtaka um hækkun lágmarkslauna. Það er öllum ljóst að það lifir enginn á þeim lágmarkslaunum sem gilda í dag og það sama má segja um þá sem hafa lítið meira en lífeyrir almannatrygginga til að lifa af. Landssambandið krefst þess að lífeyrir almannatrygginga taki sömu hækkunum og lágmarkslaun sem samið verður um í næstu kjarasamningum. Jafnfamt skal á það bent að enn er eftir að leiðrétta 20% kjaragliðnunina árin 2009-2013 sem lífeyrisþegar tóku á sig. Við teljum að 300.000 kr. lágmarkslaun á þremur árum sé ekki ofviða íslensku atvinnulífi og ekki til þess fallið að ógna þeim stöðugleika sem við viljum varðveita. Það er ekki sanngjarnt að hinir lægst launuðu taki á sig ábyrgð á stöðugleika í verðlagi, en hærra launaðir aðilar ekki. Þá er það á allra vitorði að ekki er hægt að framfleyta sér sæmilega á þeim lágmarkslífeyri sem bætur almannatrygginga eru, og jafnvel þó fólk hafi allt að 75.000 kr. í tekjur frá lífeyrisstjóði. Því staðan er sú að þær tekjur skerða bara bætur almannatrygginga vegna þeirra tekjutenginga sem gilda. Fólk er því fast í fátæktargildru vegna allra tekjuskerðinganna sem gilda um bætur almannatrygginga. Löngu er tímabært að einfalda kerfi almannatrygginga og draga úr tekjutengingum. Það á ekki síst við um þá sem núna eru á ellilífeyri og hafa ekki haft möguleika til að afla sér mikilla réttinda í lífeyrissjóðum. Með framfærsluuppbótinni sem sett var á í góðum tilgangi árið 2008 til að hjálpa þeim verst settu í kreppunni, hefur lífeyrissjóðakerfið beðið hnekki. Því framfærsluuppbótin skerðist 100% á móti lífeyrissjóðstekjum, þar til hún fellur alveg niður. Fólk hefur lítinn hag af lífeyrissjóðstekjum, fyrr en þær eru komnar yfir 100.000 krónurnar. Aldraðir hafa engan verkfallsrétt en gera þá sjálfsögðu kröfu að þeir fái sömu hækkanir og samið verður um í þessari launadeilu. Þeir hafa unnið og skapað það þjóðfélag sem við búum við og eiga skilið betri kjör.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar