Kjaramál í brennidepli - Lífeyrir hækki einnig Jóna Valgerður Kristjánsdóttir skrifar 22. apríl 2015 08:30 Það ætti ekki að vekja neina furðu að stéttarfélög geri kröfur um hærri laun og aukinn kaupmátt. Það sem hefur verið að gerast síðustu misserin þegar hálaunahópar hafa verið að bæta kjör sín verulega, getur ekki leitt til annars en að þeir sem telja sig hafa setið eftir geri kröfur um bætt kjör. Að halda því fram að þjóðfélagið fari kollsteypu vegna þess að þeir sem eru á lægstu töxtum fái launahækkun er frekar ótrúverðugt. Ekki er hægt að sjá að það hafi gerst við verulegar launahækkanir annarra. Landssamband eldri borgara tekur heilshugar undir kröfur verkalýðssamtaka um hækkun lágmarkslauna. Það er öllum ljóst að það lifir enginn á þeim lágmarkslaunum sem gilda í dag og það sama má segja um þá sem hafa lítið meira en lífeyrir almannatrygginga til að lifa af. Landssambandið krefst þess að lífeyrir almannatrygginga taki sömu hækkunum og lágmarkslaun sem samið verður um í næstu kjarasamningum. Jafnfamt skal á það bent að enn er eftir að leiðrétta 20% kjaragliðnunina árin 2009-2013 sem lífeyrisþegar tóku á sig. Við teljum að 300.000 kr. lágmarkslaun á þremur árum sé ekki ofviða íslensku atvinnulífi og ekki til þess fallið að ógna þeim stöðugleika sem við viljum varðveita. Það er ekki sanngjarnt að hinir lægst launuðu taki á sig ábyrgð á stöðugleika í verðlagi, en hærra launaðir aðilar ekki. Þá er það á allra vitorði að ekki er hægt að framfleyta sér sæmilega á þeim lágmarkslífeyri sem bætur almannatrygginga eru, og jafnvel þó fólk hafi allt að 75.000 kr. í tekjur frá lífeyrisstjóði. Því staðan er sú að þær tekjur skerða bara bætur almannatrygginga vegna þeirra tekjutenginga sem gilda. Fólk er því fast í fátæktargildru vegna allra tekjuskerðinganna sem gilda um bætur almannatrygginga. Löngu er tímabært að einfalda kerfi almannatrygginga og draga úr tekjutengingum. Það á ekki síst við um þá sem núna eru á ellilífeyri og hafa ekki haft möguleika til að afla sér mikilla réttinda í lífeyrissjóðum. Með framfærsluuppbótinni sem sett var á í góðum tilgangi árið 2008 til að hjálpa þeim verst settu í kreppunni, hefur lífeyrissjóðakerfið beðið hnekki. Því framfærsluuppbótin skerðist 100% á móti lífeyrissjóðstekjum, þar til hún fellur alveg niður. Fólk hefur lítinn hag af lífeyrissjóðstekjum, fyrr en þær eru komnar yfir 100.000 krónurnar. Aldraðir hafa engan verkfallsrétt en gera þá sjálfsögðu kröfu að þeir fái sömu hækkanir og samið verður um í þessari launadeilu. Þeir hafa unnið og skapað það þjóðfélag sem við búum við og eiga skilið betri kjör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það ætti ekki að vekja neina furðu að stéttarfélög geri kröfur um hærri laun og aukinn kaupmátt. Það sem hefur verið að gerast síðustu misserin þegar hálaunahópar hafa verið að bæta kjör sín verulega, getur ekki leitt til annars en að þeir sem telja sig hafa setið eftir geri kröfur um bætt kjör. Að halda því fram að þjóðfélagið fari kollsteypu vegna þess að þeir sem eru á lægstu töxtum fái launahækkun er frekar ótrúverðugt. Ekki er hægt að sjá að það hafi gerst við verulegar launahækkanir annarra. Landssamband eldri borgara tekur heilshugar undir kröfur verkalýðssamtaka um hækkun lágmarkslauna. Það er öllum ljóst að það lifir enginn á þeim lágmarkslaunum sem gilda í dag og það sama má segja um þá sem hafa lítið meira en lífeyrir almannatrygginga til að lifa af. Landssambandið krefst þess að lífeyrir almannatrygginga taki sömu hækkunum og lágmarkslaun sem samið verður um í næstu kjarasamningum. Jafnfamt skal á það bent að enn er eftir að leiðrétta 20% kjaragliðnunina árin 2009-2013 sem lífeyrisþegar tóku á sig. Við teljum að 300.000 kr. lágmarkslaun á þremur árum sé ekki ofviða íslensku atvinnulífi og ekki til þess fallið að ógna þeim stöðugleika sem við viljum varðveita. Það er ekki sanngjarnt að hinir lægst launuðu taki á sig ábyrgð á stöðugleika í verðlagi, en hærra launaðir aðilar ekki. Þá er það á allra vitorði að ekki er hægt að framfleyta sér sæmilega á þeim lágmarkslífeyri sem bætur almannatrygginga eru, og jafnvel þó fólk hafi allt að 75.000 kr. í tekjur frá lífeyrisstjóði. Því staðan er sú að þær tekjur skerða bara bætur almannatrygginga vegna þeirra tekjutenginga sem gilda. Fólk er því fast í fátæktargildru vegna allra tekjuskerðinganna sem gilda um bætur almannatrygginga. Löngu er tímabært að einfalda kerfi almannatrygginga og draga úr tekjutengingum. Það á ekki síst við um þá sem núna eru á ellilífeyri og hafa ekki haft möguleika til að afla sér mikilla réttinda í lífeyrissjóðum. Með framfærsluuppbótinni sem sett var á í góðum tilgangi árið 2008 til að hjálpa þeim verst settu í kreppunni, hefur lífeyrissjóðakerfið beðið hnekki. Því framfærsluuppbótin skerðist 100% á móti lífeyrissjóðstekjum, þar til hún fellur alveg niður. Fólk hefur lítinn hag af lífeyrissjóðstekjum, fyrr en þær eru komnar yfir 100.000 krónurnar. Aldraðir hafa engan verkfallsrétt en gera þá sjálfsögðu kröfu að þeir fái sömu hækkanir og samið verður um í þessari launadeilu. Þeir hafa unnið og skapað það þjóðfélag sem við búum við og eiga skilið betri kjör.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar