Gunnar keppir um titil innan árs Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. apríl 2015 08:00 Gunnar og Kavanagh eru hér á góðri stund í æfingasal Kavanaghs í Dublin þar sem Gunnar hefur æft lengi. fréttablaðið/friðrik þór „Þetta verður risastórt kvöld fyrir okkur alla,“ segir írski MMA-þjálfarinn John Kavanagh en hann verður heldur betur í sviðsljósinu í Las Vegas þann 11. júlí er stærsta bardagakvöld ársins í UFC fer fram. Þetta er líklega þess utan stærsta kvöld í sögu UFC. „Þetta kvöld er þegar búið að setja met í aðgangseyri hjá UFC og ég er ekki í nokkrum vafa um að aldrei eigi fleiri eftir að kaupa aðgang að þessu bardagakvöldi í gegnum sjónvarp. Þetta er alvöru.“ Kavanagh er þjálfari Gunnars Nelson og einnig Írans Conors McGregor sem er í aðalbardaga kvöldsins. Kavanagh er búinn að þjálfa þá lengi og er heldur betur að uppskera þessa dagana.Árangurinn kemur ekki á óvart „Mér finnst við vera búnir að vera í þessu lengi. Bæði Conor og Gunni hafa æft hjá mér í að verða tíu ár. Ég er ekki hissa á því að þeir hafi skotist upp á stjörnuhimininn því við höfum æft mikið og strákarnir lagt gríðarlega mikið á sig. Þeir voru báðir vel tilbúnir er þeir fóru í UFC og ég vissi að þess yrði ekki langt að bíða að það yrði talað um titilbardaga hjá þeim báðum þar.“VísirAð æfa og æfa vel er nákvæmlega það sem þeir ætla að gera fyrir kvöldið stóra í Vegas. „Við förum snemma í maí. Gunnar fer beint til Mexíkó með nokkrum af mínum strákum og mun æfa þar í sex vikur. Meðal annars með Cathal Pendred og fleiri þungum strákum sem hann hefur ekki gert um tíma. Það ætti að undirbúa hann betur. Við förum svo til Las Vegas fjórum vikum fyrir bardagann og æfum þar með Conor McGregor,“ segir Kavanagh en hann mun vera með Gunnari seinni þrjár vikurnar í Mexíkó og svo að sjálfsögðu allan tímann í Las Vegas.Gunni hluti af nýrri kynslóð Kavanagh er handviss um að Conor McGregor vinni heimsmeistaratitil í Las Vegas og hann spáir því einnig að Gunnar muni sýna Bandaríkjamönnum og UFC-heiminum hvað í hann sé spunnið. „Ég trúi því að Gunni muni sanna í þessum bardaga af hverju talað er um hann sem hluta af nýrri kynslóð bardagamanna í UFC.“ Maðurinn sem Gunnar mun berjast við í Las Vegas er 27 ára gamall Englendingur sem heitir John Hathaway. Það hefur ekki farið mikið fyrir honum síðustu ár þar sem hann var að glíma við veikindi.Vísir„Ég er ekki viss um að margir nýir aðdáendur UFC þekki mikið til hans. Ég geri það samt og hann er ótrúlega sterkur andstæðingur sem hefur haft betur gegn stórum nöfnum,“ segir Kavanagh en Hathaway hefur meðal annars unnið Rick Story sem varð fyrstur til þess að vinna Gunnar í fyrra. Tom Egan er fyrsti lærisveinn Kavanaghs sem tók þátt í UFC en það var árið 2009. Egan mætti þá Hathaway og Hathaway hafði betur. Kavanagh þekkir því vel til Englendingsins og hefur ekki gleymt honum. „Þetta er stór og sterkur strákur og ég held að Gunni verði upp á sitt besta gegn honum. Ég tel að Gunni sé sterkari bardagamaður og eigi að geta náð sér aftur á strik í þessum bardaga. Náð Hathaway í gólfið, sem hann gerir manna best, og klárað hann.“ Þetta verður í fyrsta skipti sem Gunnar keppir í Bandaríkjunum og ótrúlegt tækifæri sem hann fær að vera með á þessu kvöldi.Með Haraldi Nelson, föður Gunnars og umboðsmanni.Vísir„Það er stórkostlegt og ég trúi varla að þetta sé hans fyrsti bardagi í Vegas. Ég trúi því að Gunni eigi eftir að verða stórstjarna í Bandaríkjunum og berjast um heimsmeistaratitil innan tólf mánaða,“ segir Kavanagh bjartsýnn fyrir hönd okkar manns.Sér fyrir sér leið Gunnars „Hvað er betri auglýsingagluggi fyrir hann en bardagi á stærsta bardagakvöldi ársins með stærsta titilbardaga ársins? Gunni er að fara að horfa á Conor félaga sinn ná í heimsmeistarabelti og það mun bara gera hann hungraðri í að ná í sitt belti.“ Það er mikil yfirlýsing hjá Kavanagh að Gunnar berjist um titil innan eins árs. Hvernig sér hann það gerast? „Það verður þessi bardagi, tveir í viðbót og svo titilbardagi. Þannig sé ég þetta fyrir mér. Ég held að þetta verði frábær bardagi hjá Gunna þar sem hann sýnir sínar bestu hliðar. Svo kemur annar bardagi við mann á topp tuttugu og eftir það bardagi við mann á topp tíu þar sem hann mun sýna að hann eigi skilið að keppa um heimsmeistaratitil. Ég trúi því að Rory MacDonald verði heimsmeistari en hann er af nýju kynslóðinni eins og Gunni. Ég sé því fyrir mér titilbardaga á milli Gunna og Rory MacDonald eftir svona ár.“ MMA Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira
„Þetta verður risastórt kvöld fyrir okkur alla,“ segir írski MMA-þjálfarinn John Kavanagh en hann verður heldur betur í sviðsljósinu í Las Vegas þann 11. júlí er stærsta bardagakvöld ársins í UFC fer fram. Þetta er líklega þess utan stærsta kvöld í sögu UFC. „Þetta kvöld er þegar búið að setja met í aðgangseyri hjá UFC og ég er ekki í nokkrum vafa um að aldrei eigi fleiri eftir að kaupa aðgang að þessu bardagakvöldi í gegnum sjónvarp. Þetta er alvöru.“ Kavanagh er þjálfari Gunnars Nelson og einnig Írans Conors McGregor sem er í aðalbardaga kvöldsins. Kavanagh er búinn að þjálfa þá lengi og er heldur betur að uppskera þessa dagana.Árangurinn kemur ekki á óvart „Mér finnst við vera búnir að vera í þessu lengi. Bæði Conor og Gunni hafa æft hjá mér í að verða tíu ár. Ég er ekki hissa á því að þeir hafi skotist upp á stjörnuhimininn því við höfum æft mikið og strákarnir lagt gríðarlega mikið á sig. Þeir voru báðir vel tilbúnir er þeir fóru í UFC og ég vissi að þess yrði ekki langt að bíða að það yrði talað um titilbardaga hjá þeim báðum þar.“VísirAð æfa og æfa vel er nákvæmlega það sem þeir ætla að gera fyrir kvöldið stóra í Vegas. „Við förum snemma í maí. Gunnar fer beint til Mexíkó með nokkrum af mínum strákum og mun æfa þar í sex vikur. Meðal annars með Cathal Pendred og fleiri þungum strákum sem hann hefur ekki gert um tíma. Það ætti að undirbúa hann betur. Við förum svo til Las Vegas fjórum vikum fyrir bardagann og æfum þar með Conor McGregor,“ segir Kavanagh en hann mun vera með Gunnari seinni þrjár vikurnar í Mexíkó og svo að sjálfsögðu allan tímann í Las Vegas.Gunni hluti af nýrri kynslóð Kavanagh er handviss um að Conor McGregor vinni heimsmeistaratitil í Las Vegas og hann spáir því einnig að Gunnar muni sýna Bandaríkjamönnum og UFC-heiminum hvað í hann sé spunnið. „Ég trúi því að Gunni muni sanna í þessum bardaga af hverju talað er um hann sem hluta af nýrri kynslóð bardagamanna í UFC.“ Maðurinn sem Gunnar mun berjast við í Las Vegas er 27 ára gamall Englendingur sem heitir John Hathaway. Það hefur ekki farið mikið fyrir honum síðustu ár þar sem hann var að glíma við veikindi.Vísir„Ég er ekki viss um að margir nýir aðdáendur UFC þekki mikið til hans. Ég geri það samt og hann er ótrúlega sterkur andstæðingur sem hefur haft betur gegn stórum nöfnum,“ segir Kavanagh en Hathaway hefur meðal annars unnið Rick Story sem varð fyrstur til þess að vinna Gunnar í fyrra. Tom Egan er fyrsti lærisveinn Kavanaghs sem tók þátt í UFC en það var árið 2009. Egan mætti þá Hathaway og Hathaway hafði betur. Kavanagh þekkir því vel til Englendingsins og hefur ekki gleymt honum. „Þetta er stór og sterkur strákur og ég held að Gunni verði upp á sitt besta gegn honum. Ég tel að Gunni sé sterkari bardagamaður og eigi að geta náð sér aftur á strik í þessum bardaga. Náð Hathaway í gólfið, sem hann gerir manna best, og klárað hann.“ Þetta verður í fyrsta skipti sem Gunnar keppir í Bandaríkjunum og ótrúlegt tækifæri sem hann fær að vera með á þessu kvöldi.Með Haraldi Nelson, föður Gunnars og umboðsmanni.Vísir„Það er stórkostlegt og ég trúi varla að þetta sé hans fyrsti bardagi í Vegas. Ég trúi því að Gunni eigi eftir að verða stórstjarna í Bandaríkjunum og berjast um heimsmeistaratitil innan tólf mánaða,“ segir Kavanagh bjartsýnn fyrir hönd okkar manns.Sér fyrir sér leið Gunnars „Hvað er betri auglýsingagluggi fyrir hann en bardagi á stærsta bardagakvöldi ársins með stærsta titilbardaga ársins? Gunni er að fara að horfa á Conor félaga sinn ná í heimsmeistarabelti og það mun bara gera hann hungraðri í að ná í sitt belti.“ Það er mikil yfirlýsing hjá Kavanagh að Gunnar berjist um titil innan eins árs. Hvernig sér hann það gerast? „Það verður þessi bardagi, tveir í viðbót og svo titilbardagi. Þannig sé ég þetta fyrir mér. Ég held að þetta verði frábær bardagi hjá Gunna þar sem hann sýnir sínar bestu hliðar. Svo kemur annar bardagi við mann á topp tuttugu og eftir það bardagi við mann á topp tíu þar sem hann mun sýna að hann eigi skilið að keppa um heimsmeistaratitil. Ég trúi því að Rory MacDonald verði heimsmeistari en hann er af nýju kynslóðinni eins og Gunni. Ég sé því fyrir mér titilbardaga á milli Gunna og Rory MacDonald eftir svona ár.“
MMA Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn