Útlensk matvæli og innlent kjaftæði Guðjón Sigurbjartsson skrifar 16. apríl 2015 07:00 Eru erlend matvæli óheilnæmari en innlend? Tryggir innflutningsverndin fæðuöryggi? Færi allur hagur af tollfrjálsum innflutningi í vasa kaupmanna? Þessu og fleira í sama dúr er haldið fram af sumum talsmanna bænda. Gæti verið að þetta sé bull, jafnvel rógburður hagsmunahóps?Lyfjanotkun Í Bandaríkjum Norður-Ameríku hefur fyrirbyggjandi gjöf sýklalyfja til dýra tíðkast í áratugi. Samkvæmt AHI (Dýraheilsustofnun BNA) næst við þetta 3% meiri framleiðni með meiri vaxtarhraða og minni afföllum vegna sjúkdóma. Ástæða aukins vaxtarhraða er að minna lifir af sníkjudýrum og örverum í meltingarvegi dýranna auk þess sem færri kljást við sjúkdóma. Talin er minni hætta á matareitrun hjá neytendum. Samanburðarannsóknir AHI sýna ekki aukið sýklalyfjaónæmi hjá fólki sem neytir afurðanna. Evrópusambandið ákvað árið 2006 að láta fólk njóta vafans og bannaði notkun sýklalyfja sem vaxtarhvata, en þau eru að sjálfsögðu gefin dýrum þegar upp koma sjúkdómar. Notkun sýklalyfja í kjötframleiðslu er því álíka mikil á meginlandi Evrópu og hér. Samevrópskar reglur sem MAST gætir hér, er okkar gæðatrygging.Lífrænt ræktað – Bio Organic Í Evrópu, sérstaklega Þýskalandi, er mikið framboð af lífrænt ræktuðum landbúnaðarafurðum. Hægt er að fá lífræna mjólk, smjör, osta, egg, kjötmeti og fleira. Slíkar vörur kosta yfirleitt meira en hinar, en margir velja þær samt. Lítið framboð hefur verið af slíku hér en er þó að aukast.Velferð dýra Dýravelferð er lengra komin í Evrópu en hér, allavega hvað varðar svínarækt og varphænur. Hér viðgengst að afmarka gyltum mjög lítið svæði og takmarka hreyfimöguleika þeirra sem eru með nýfædda grísi hjá sér. Hér eru varphænur víða hafðar í litlum búrum með lítið hreyfirými. Í Evrópu hefur þetta verið bannað í mörg ár. Unnið er að innleiðingu reglugerða hér en breytingar kosta og útlit fyrir að þær muni taka mörg ár.Fæðuöryggi Því er haldið fram af hagsmunaaðilum að mikilvægt sé að vernda innlenda matvælaframleiðslu til að hún verði áfram til staðar ef vá ber að höndum og viðskipti teppast við útlönd. En matvælaframleiðsla er í dag háð innfluttri rekstrarvöru. Þótt innlend framleiðsla landbúnaðarafurða dragist saman við opnun, mun obbinn áfram verða til staðar. Svo höfum við fiskinn. Gott samt að hafa fyrirhyggju og tilbúnar áætlanir um neyðaraðgerðir ef til þarf að taka.Lífskjör og matvælakostnaður Láglaunafólk, öryrkjar, aldraðir, einstæðar mæður og fleiri hópar hafa lítið handa á milli. Tugir þúsunda rétt skrimta enda er þjóðarframleiðsla á mann 50% minni en hjá samanburðarlöndunum. Leyfa verður tollfrjálsan innflutning matvæla og minnka styrki í áföngum niður í Evrópumeðaltal, hvort sem við göngum í Evrópusambandið eða ekki. Samkeppni á dagvörumarkaði tryggir að lægra innkaupsverð skilar sér til neytenda. Matarútgjöld heimila lækka og verðtryggð lán þar með. Á móti opnast risamarkaðir Evrópu fyrir okkar matvæli. Þróun verður í matvælavinnslu. Vörugæði batna. Nánast allir hagnast þegar upp er staðið.Sannleikurinn Talið er hollt að borða mikið grænmeti, lítið af feitu kjöti og ekki of mikið af sykri. Opnun á innflutning grænmetis fyrir nokkrum árum hefur aukið framboð og lækkað verð þess. Aukin neysla fituminna kjöts á kostnað feits kjöts er til bóta en margir ættu að draga úr kjötáti. Við fáum holl matvæli á sanngjörnu verði og styðjum við dýravelferð með því að opna á tollfrjálsan innflutning matvæla frá Evrópu. Afmarkaður hagsmunahópur bænda má ekki leyfa sér að blekkja neytendur og skattgreiðendur, sem kosta þeirra tilveru, með misvísandi upplýsingum, m.ö.o. kjaftæði, um hollustu matvæla, matvælaöryggi, sviksemi kaupmanna o.s.frv. Allir ættu að vinna saman að því að auka hollustu matvæla og lækka matarútgjöld heimila með því að láta landbúnaðinn mæta samkeppni og takast á við nauðsynlegar breytingar. Samfélagið mun vilja hjálpa fólki í greininni að aðlagast og takast á við nýjar áskoranir.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Eru erlend matvæli óheilnæmari en innlend? Tryggir innflutningsverndin fæðuöryggi? Færi allur hagur af tollfrjálsum innflutningi í vasa kaupmanna? Þessu og fleira í sama dúr er haldið fram af sumum talsmanna bænda. Gæti verið að þetta sé bull, jafnvel rógburður hagsmunahóps?Lyfjanotkun Í Bandaríkjum Norður-Ameríku hefur fyrirbyggjandi gjöf sýklalyfja til dýra tíðkast í áratugi. Samkvæmt AHI (Dýraheilsustofnun BNA) næst við þetta 3% meiri framleiðni með meiri vaxtarhraða og minni afföllum vegna sjúkdóma. Ástæða aukins vaxtarhraða er að minna lifir af sníkjudýrum og örverum í meltingarvegi dýranna auk þess sem færri kljást við sjúkdóma. Talin er minni hætta á matareitrun hjá neytendum. Samanburðarannsóknir AHI sýna ekki aukið sýklalyfjaónæmi hjá fólki sem neytir afurðanna. Evrópusambandið ákvað árið 2006 að láta fólk njóta vafans og bannaði notkun sýklalyfja sem vaxtarhvata, en þau eru að sjálfsögðu gefin dýrum þegar upp koma sjúkdómar. Notkun sýklalyfja í kjötframleiðslu er því álíka mikil á meginlandi Evrópu og hér. Samevrópskar reglur sem MAST gætir hér, er okkar gæðatrygging.Lífrænt ræktað – Bio Organic Í Evrópu, sérstaklega Þýskalandi, er mikið framboð af lífrænt ræktuðum landbúnaðarafurðum. Hægt er að fá lífræna mjólk, smjör, osta, egg, kjötmeti og fleira. Slíkar vörur kosta yfirleitt meira en hinar, en margir velja þær samt. Lítið framboð hefur verið af slíku hér en er þó að aukast.Velferð dýra Dýravelferð er lengra komin í Evrópu en hér, allavega hvað varðar svínarækt og varphænur. Hér viðgengst að afmarka gyltum mjög lítið svæði og takmarka hreyfimöguleika þeirra sem eru með nýfædda grísi hjá sér. Hér eru varphænur víða hafðar í litlum búrum með lítið hreyfirými. Í Evrópu hefur þetta verið bannað í mörg ár. Unnið er að innleiðingu reglugerða hér en breytingar kosta og útlit fyrir að þær muni taka mörg ár.Fæðuöryggi Því er haldið fram af hagsmunaaðilum að mikilvægt sé að vernda innlenda matvælaframleiðslu til að hún verði áfram til staðar ef vá ber að höndum og viðskipti teppast við útlönd. En matvælaframleiðsla er í dag háð innfluttri rekstrarvöru. Þótt innlend framleiðsla landbúnaðarafurða dragist saman við opnun, mun obbinn áfram verða til staðar. Svo höfum við fiskinn. Gott samt að hafa fyrirhyggju og tilbúnar áætlanir um neyðaraðgerðir ef til þarf að taka.Lífskjör og matvælakostnaður Láglaunafólk, öryrkjar, aldraðir, einstæðar mæður og fleiri hópar hafa lítið handa á milli. Tugir þúsunda rétt skrimta enda er þjóðarframleiðsla á mann 50% minni en hjá samanburðarlöndunum. Leyfa verður tollfrjálsan innflutning matvæla og minnka styrki í áföngum niður í Evrópumeðaltal, hvort sem við göngum í Evrópusambandið eða ekki. Samkeppni á dagvörumarkaði tryggir að lægra innkaupsverð skilar sér til neytenda. Matarútgjöld heimila lækka og verðtryggð lán þar með. Á móti opnast risamarkaðir Evrópu fyrir okkar matvæli. Þróun verður í matvælavinnslu. Vörugæði batna. Nánast allir hagnast þegar upp er staðið.Sannleikurinn Talið er hollt að borða mikið grænmeti, lítið af feitu kjöti og ekki of mikið af sykri. Opnun á innflutning grænmetis fyrir nokkrum árum hefur aukið framboð og lækkað verð þess. Aukin neysla fituminna kjöts á kostnað feits kjöts er til bóta en margir ættu að draga úr kjötáti. Við fáum holl matvæli á sanngjörnu verði og styðjum við dýravelferð með því að opna á tollfrjálsan innflutning matvæla frá Evrópu. Afmarkaður hagsmunahópur bænda má ekki leyfa sér að blekkja neytendur og skattgreiðendur, sem kosta þeirra tilveru, með misvísandi upplýsingum, m.ö.o. kjaftæði, um hollustu matvæla, matvælaöryggi, sviksemi kaupmanna o.s.frv. Allir ættu að vinna saman að því að auka hollustu matvæla og lækka matarútgjöld heimila með því að láta landbúnaðinn mæta samkeppni og takast á við nauðsynlegar breytingar. Samfélagið mun vilja hjálpa fólki í greininni að aðlagast og takast á við nýjar áskoranir.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun