Hafa ekki staðið við samninga um lög gegn spillingu Sveinn Arnarsson skrifar 10. apríl 2015 08:15 OECD þrýstir á íslensk stjórnvöld að standa við skuldbindingar sínar. Hér talar Angel Gurría, aðalframkvæmdastjóri OECD, á fundi í París nýverið. Fréttablaðið/EPA Nefnd á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, átelur íslensk stjórnvöld fyrir seinagang í innleiðingu samnings um mútugreiðslur. Kemur fram að Ísland hafi ekki innleitt samning OECD um baráttu gegn mútugreiðslum. Ísland er aðili að sáttmála innan OECD um að berjast gegn spillingu í aðildarríkjum þess. Í tilkynningu kemur fram að aðeins tvær tillögur nefndarinnar hafi að fullu verið innleiddar í íslensk lög en fimmtán tillögur ekki orðnar að lögum. Þau atriði sem vanti í íslenska löggjöf snúa að því að refsingar séu ekki fyrir hendi í íslenskum lögum í mörgum tilvikum vegna mútugreiðslna. Einnig er ekki að finna nein verkfæri lögreglu til að geta rannsakað mútur.Birgir ÁrmannssonBirgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, segir íslensk stjórnvöld ætla að bæta sig í því að framfylgja skyldum sínum á erlendum vettvangi, „Almennt eigum við að framfylgja þeim alþjóðlegu sáttmálum sem við undirgöngumst. Þetta mál sérstaklega heyrir ekki undir okkur í utanríkismálanefnd þingsins, en almennt er æskilegt að við fylgjum skuldbindingum okkar.“ Einnig segir í tilkynningu að lög um vernd heimildarmanna eða uppljóstrara sé ekki að finna í íslenskri löggjöf en ein tilmælin eru á þá leið að verja uppljóstrara. Þá er nefndin mjög ósátt með íslensk stjórnvöld fyrir að hafa ekki svarað nefndinni formlega í tvígang þegar eftir því var leitað. Patrick Moulette, yfirmaður deildar OECD sem vinnur gegn spillingu, segir mikið vanta upp á hjá íslenskum stjórnvöldum til að uppfylla þær alþjóðlegu skuldbindingar sem þjóðin hefur sett sér. Að hans mati er tilkynningin fyrsta skrefið til að hvetja íslensk stjórnvöld til dáða. „OECD hefur ekki vald til að leggja sektir á þjóðir vegna vanefnda. Tilkynning stofnunarinnar er til þess fallin að setja þrýsting á stjórnvöld til að leiða tillögurnar í lög,“ segir Patrick. „Svo virðist vera sem íslensk stjórnvöld líti ekki á málið sem forgangsatriði og að mínu mati er þessi tilkynning svolítið vandræðaleg fyrir íslensk stjórnvöld.“ Sú tilfinning OECD, að málið sé ekki forgangsatriði stjórnvalda, virðist ekki vera fjarri lagi. Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu segir að „ýmsar ástæður eru fyrir því að innleiðing framangreindra aðgerða er ekki lengra komin en raun ber vitni. Ástæðan er einkum sú að vegna efnahagsástands hefur ekki verið unnt að setja nægilegt fé og mannafla til að sinna þessu verkefni og það því ekki hlotið forgang.“Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur ráðherra þurfa að svara fyrir þennan trassaskap. „Við munum kalla fram svör. Við viljum ekki vera eftirbátur annarra og það er slæmur álitshnekkir að fá tilkynningu frá stofnun eins og OECD um að við séum ekki að standa okkur í málum er varða spillingu,“ segir Helgi Hrafn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sig við blaðamann, þegar eftir því var leitað. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Nefnd á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, átelur íslensk stjórnvöld fyrir seinagang í innleiðingu samnings um mútugreiðslur. Kemur fram að Ísland hafi ekki innleitt samning OECD um baráttu gegn mútugreiðslum. Ísland er aðili að sáttmála innan OECD um að berjast gegn spillingu í aðildarríkjum þess. Í tilkynningu kemur fram að aðeins tvær tillögur nefndarinnar hafi að fullu verið innleiddar í íslensk lög en fimmtán tillögur ekki orðnar að lögum. Þau atriði sem vanti í íslenska löggjöf snúa að því að refsingar séu ekki fyrir hendi í íslenskum lögum í mörgum tilvikum vegna mútugreiðslna. Einnig er ekki að finna nein verkfæri lögreglu til að geta rannsakað mútur.Birgir ÁrmannssonBirgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, segir íslensk stjórnvöld ætla að bæta sig í því að framfylgja skyldum sínum á erlendum vettvangi, „Almennt eigum við að framfylgja þeim alþjóðlegu sáttmálum sem við undirgöngumst. Þetta mál sérstaklega heyrir ekki undir okkur í utanríkismálanefnd þingsins, en almennt er æskilegt að við fylgjum skuldbindingum okkar.“ Einnig segir í tilkynningu að lög um vernd heimildarmanna eða uppljóstrara sé ekki að finna í íslenskri löggjöf en ein tilmælin eru á þá leið að verja uppljóstrara. Þá er nefndin mjög ósátt með íslensk stjórnvöld fyrir að hafa ekki svarað nefndinni formlega í tvígang þegar eftir því var leitað. Patrick Moulette, yfirmaður deildar OECD sem vinnur gegn spillingu, segir mikið vanta upp á hjá íslenskum stjórnvöldum til að uppfylla þær alþjóðlegu skuldbindingar sem þjóðin hefur sett sér. Að hans mati er tilkynningin fyrsta skrefið til að hvetja íslensk stjórnvöld til dáða. „OECD hefur ekki vald til að leggja sektir á þjóðir vegna vanefnda. Tilkynning stofnunarinnar er til þess fallin að setja þrýsting á stjórnvöld til að leiða tillögurnar í lög,“ segir Patrick. „Svo virðist vera sem íslensk stjórnvöld líti ekki á málið sem forgangsatriði og að mínu mati er þessi tilkynning svolítið vandræðaleg fyrir íslensk stjórnvöld.“ Sú tilfinning OECD, að málið sé ekki forgangsatriði stjórnvalda, virðist ekki vera fjarri lagi. Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu segir að „ýmsar ástæður eru fyrir því að innleiðing framangreindra aðgerða er ekki lengra komin en raun ber vitni. Ástæðan er einkum sú að vegna efnahagsástands hefur ekki verið unnt að setja nægilegt fé og mannafla til að sinna þessu verkefni og það því ekki hlotið forgang.“Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur ráðherra þurfa að svara fyrir þennan trassaskap. „Við munum kalla fram svör. Við viljum ekki vera eftirbátur annarra og það er slæmur álitshnekkir að fá tilkynningu frá stofnun eins og OECD um að við séum ekki að standa okkur í málum er varða spillingu,“ segir Helgi Hrafn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sig við blaðamann, þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira