Hafa ekki staðið við samninga um lög gegn spillingu Sveinn Arnarsson skrifar 10. apríl 2015 08:15 OECD þrýstir á íslensk stjórnvöld að standa við skuldbindingar sínar. Hér talar Angel Gurría, aðalframkvæmdastjóri OECD, á fundi í París nýverið. Fréttablaðið/EPA Nefnd á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, átelur íslensk stjórnvöld fyrir seinagang í innleiðingu samnings um mútugreiðslur. Kemur fram að Ísland hafi ekki innleitt samning OECD um baráttu gegn mútugreiðslum. Ísland er aðili að sáttmála innan OECD um að berjast gegn spillingu í aðildarríkjum þess. Í tilkynningu kemur fram að aðeins tvær tillögur nefndarinnar hafi að fullu verið innleiddar í íslensk lög en fimmtán tillögur ekki orðnar að lögum. Þau atriði sem vanti í íslenska löggjöf snúa að því að refsingar séu ekki fyrir hendi í íslenskum lögum í mörgum tilvikum vegna mútugreiðslna. Einnig er ekki að finna nein verkfæri lögreglu til að geta rannsakað mútur.Birgir ÁrmannssonBirgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, segir íslensk stjórnvöld ætla að bæta sig í því að framfylgja skyldum sínum á erlendum vettvangi, „Almennt eigum við að framfylgja þeim alþjóðlegu sáttmálum sem við undirgöngumst. Þetta mál sérstaklega heyrir ekki undir okkur í utanríkismálanefnd þingsins, en almennt er æskilegt að við fylgjum skuldbindingum okkar.“ Einnig segir í tilkynningu að lög um vernd heimildarmanna eða uppljóstrara sé ekki að finna í íslenskri löggjöf en ein tilmælin eru á þá leið að verja uppljóstrara. Þá er nefndin mjög ósátt með íslensk stjórnvöld fyrir að hafa ekki svarað nefndinni formlega í tvígang þegar eftir því var leitað. Patrick Moulette, yfirmaður deildar OECD sem vinnur gegn spillingu, segir mikið vanta upp á hjá íslenskum stjórnvöldum til að uppfylla þær alþjóðlegu skuldbindingar sem þjóðin hefur sett sér. Að hans mati er tilkynningin fyrsta skrefið til að hvetja íslensk stjórnvöld til dáða. „OECD hefur ekki vald til að leggja sektir á þjóðir vegna vanefnda. Tilkynning stofnunarinnar er til þess fallin að setja þrýsting á stjórnvöld til að leiða tillögurnar í lög,“ segir Patrick. „Svo virðist vera sem íslensk stjórnvöld líti ekki á málið sem forgangsatriði og að mínu mati er þessi tilkynning svolítið vandræðaleg fyrir íslensk stjórnvöld.“ Sú tilfinning OECD, að málið sé ekki forgangsatriði stjórnvalda, virðist ekki vera fjarri lagi. Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu segir að „ýmsar ástæður eru fyrir því að innleiðing framangreindra aðgerða er ekki lengra komin en raun ber vitni. Ástæðan er einkum sú að vegna efnahagsástands hefur ekki verið unnt að setja nægilegt fé og mannafla til að sinna þessu verkefni og það því ekki hlotið forgang.“Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur ráðherra þurfa að svara fyrir þennan trassaskap. „Við munum kalla fram svör. Við viljum ekki vera eftirbátur annarra og það er slæmur álitshnekkir að fá tilkynningu frá stofnun eins og OECD um að við séum ekki að standa okkur í málum er varða spillingu,“ segir Helgi Hrafn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sig við blaðamann, þegar eftir því var leitað. Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Fleiri fréttir Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Sjá meira
Nefnd á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, átelur íslensk stjórnvöld fyrir seinagang í innleiðingu samnings um mútugreiðslur. Kemur fram að Ísland hafi ekki innleitt samning OECD um baráttu gegn mútugreiðslum. Ísland er aðili að sáttmála innan OECD um að berjast gegn spillingu í aðildarríkjum þess. Í tilkynningu kemur fram að aðeins tvær tillögur nefndarinnar hafi að fullu verið innleiddar í íslensk lög en fimmtán tillögur ekki orðnar að lögum. Þau atriði sem vanti í íslenska löggjöf snúa að því að refsingar séu ekki fyrir hendi í íslenskum lögum í mörgum tilvikum vegna mútugreiðslna. Einnig er ekki að finna nein verkfæri lögreglu til að geta rannsakað mútur.Birgir ÁrmannssonBirgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, segir íslensk stjórnvöld ætla að bæta sig í því að framfylgja skyldum sínum á erlendum vettvangi, „Almennt eigum við að framfylgja þeim alþjóðlegu sáttmálum sem við undirgöngumst. Þetta mál sérstaklega heyrir ekki undir okkur í utanríkismálanefnd þingsins, en almennt er æskilegt að við fylgjum skuldbindingum okkar.“ Einnig segir í tilkynningu að lög um vernd heimildarmanna eða uppljóstrara sé ekki að finna í íslenskri löggjöf en ein tilmælin eru á þá leið að verja uppljóstrara. Þá er nefndin mjög ósátt með íslensk stjórnvöld fyrir að hafa ekki svarað nefndinni formlega í tvígang þegar eftir því var leitað. Patrick Moulette, yfirmaður deildar OECD sem vinnur gegn spillingu, segir mikið vanta upp á hjá íslenskum stjórnvöldum til að uppfylla þær alþjóðlegu skuldbindingar sem þjóðin hefur sett sér. Að hans mati er tilkynningin fyrsta skrefið til að hvetja íslensk stjórnvöld til dáða. „OECD hefur ekki vald til að leggja sektir á þjóðir vegna vanefnda. Tilkynning stofnunarinnar er til þess fallin að setja þrýsting á stjórnvöld til að leiða tillögurnar í lög,“ segir Patrick. „Svo virðist vera sem íslensk stjórnvöld líti ekki á málið sem forgangsatriði og að mínu mati er þessi tilkynning svolítið vandræðaleg fyrir íslensk stjórnvöld.“ Sú tilfinning OECD, að málið sé ekki forgangsatriði stjórnvalda, virðist ekki vera fjarri lagi. Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu segir að „ýmsar ástæður eru fyrir því að innleiðing framangreindra aðgerða er ekki lengra komin en raun ber vitni. Ástæðan er einkum sú að vegna efnahagsástands hefur ekki verið unnt að setja nægilegt fé og mannafla til að sinna þessu verkefni og það því ekki hlotið forgang.“Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur ráðherra þurfa að svara fyrir þennan trassaskap. „Við munum kalla fram svör. Við viljum ekki vera eftirbátur annarra og það er slæmur álitshnekkir að fá tilkynningu frá stofnun eins og OECD um að við séum ekki að standa okkur í málum er varða spillingu,“ segir Helgi Hrafn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sig við blaðamann, þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Fleiri fréttir Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Sjá meira