Hafa ekki staðið við samninga um lög gegn spillingu Sveinn Arnarsson skrifar 10. apríl 2015 08:15 OECD þrýstir á íslensk stjórnvöld að standa við skuldbindingar sínar. Hér talar Angel Gurría, aðalframkvæmdastjóri OECD, á fundi í París nýverið. Fréttablaðið/EPA Nefnd á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, átelur íslensk stjórnvöld fyrir seinagang í innleiðingu samnings um mútugreiðslur. Kemur fram að Ísland hafi ekki innleitt samning OECD um baráttu gegn mútugreiðslum. Ísland er aðili að sáttmála innan OECD um að berjast gegn spillingu í aðildarríkjum þess. Í tilkynningu kemur fram að aðeins tvær tillögur nefndarinnar hafi að fullu verið innleiddar í íslensk lög en fimmtán tillögur ekki orðnar að lögum. Þau atriði sem vanti í íslenska löggjöf snúa að því að refsingar séu ekki fyrir hendi í íslenskum lögum í mörgum tilvikum vegna mútugreiðslna. Einnig er ekki að finna nein verkfæri lögreglu til að geta rannsakað mútur.Birgir ÁrmannssonBirgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, segir íslensk stjórnvöld ætla að bæta sig í því að framfylgja skyldum sínum á erlendum vettvangi, „Almennt eigum við að framfylgja þeim alþjóðlegu sáttmálum sem við undirgöngumst. Þetta mál sérstaklega heyrir ekki undir okkur í utanríkismálanefnd þingsins, en almennt er æskilegt að við fylgjum skuldbindingum okkar.“ Einnig segir í tilkynningu að lög um vernd heimildarmanna eða uppljóstrara sé ekki að finna í íslenskri löggjöf en ein tilmælin eru á þá leið að verja uppljóstrara. Þá er nefndin mjög ósátt með íslensk stjórnvöld fyrir að hafa ekki svarað nefndinni formlega í tvígang þegar eftir því var leitað. Patrick Moulette, yfirmaður deildar OECD sem vinnur gegn spillingu, segir mikið vanta upp á hjá íslenskum stjórnvöldum til að uppfylla þær alþjóðlegu skuldbindingar sem þjóðin hefur sett sér. Að hans mati er tilkynningin fyrsta skrefið til að hvetja íslensk stjórnvöld til dáða. „OECD hefur ekki vald til að leggja sektir á þjóðir vegna vanefnda. Tilkynning stofnunarinnar er til þess fallin að setja þrýsting á stjórnvöld til að leiða tillögurnar í lög,“ segir Patrick. „Svo virðist vera sem íslensk stjórnvöld líti ekki á málið sem forgangsatriði og að mínu mati er þessi tilkynning svolítið vandræðaleg fyrir íslensk stjórnvöld.“ Sú tilfinning OECD, að málið sé ekki forgangsatriði stjórnvalda, virðist ekki vera fjarri lagi. Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu segir að „ýmsar ástæður eru fyrir því að innleiðing framangreindra aðgerða er ekki lengra komin en raun ber vitni. Ástæðan er einkum sú að vegna efnahagsástands hefur ekki verið unnt að setja nægilegt fé og mannafla til að sinna þessu verkefni og það því ekki hlotið forgang.“Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur ráðherra þurfa að svara fyrir þennan trassaskap. „Við munum kalla fram svör. Við viljum ekki vera eftirbátur annarra og það er slæmur álitshnekkir að fá tilkynningu frá stofnun eins og OECD um að við séum ekki að standa okkur í málum er varða spillingu,“ segir Helgi Hrafn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sig við blaðamann, þegar eftir því var leitað. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Sjá meira
Nefnd á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, átelur íslensk stjórnvöld fyrir seinagang í innleiðingu samnings um mútugreiðslur. Kemur fram að Ísland hafi ekki innleitt samning OECD um baráttu gegn mútugreiðslum. Ísland er aðili að sáttmála innan OECD um að berjast gegn spillingu í aðildarríkjum þess. Í tilkynningu kemur fram að aðeins tvær tillögur nefndarinnar hafi að fullu verið innleiddar í íslensk lög en fimmtán tillögur ekki orðnar að lögum. Þau atriði sem vanti í íslenska löggjöf snúa að því að refsingar séu ekki fyrir hendi í íslenskum lögum í mörgum tilvikum vegna mútugreiðslna. Einnig er ekki að finna nein verkfæri lögreglu til að geta rannsakað mútur.Birgir ÁrmannssonBirgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, segir íslensk stjórnvöld ætla að bæta sig í því að framfylgja skyldum sínum á erlendum vettvangi, „Almennt eigum við að framfylgja þeim alþjóðlegu sáttmálum sem við undirgöngumst. Þetta mál sérstaklega heyrir ekki undir okkur í utanríkismálanefnd þingsins, en almennt er æskilegt að við fylgjum skuldbindingum okkar.“ Einnig segir í tilkynningu að lög um vernd heimildarmanna eða uppljóstrara sé ekki að finna í íslenskri löggjöf en ein tilmælin eru á þá leið að verja uppljóstrara. Þá er nefndin mjög ósátt með íslensk stjórnvöld fyrir að hafa ekki svarað nefndinni formlega í tvígang þegar eftir því var leitað. Patrick Moulette, yfirmaður deildar OECD sem vinnur gegn spillingu, segir mikið vanta upp á hjá íslenskum stjórnvöldum til að uppfylla þær alþjóðlegu skuldbindingar sem þjóðin hefur sett sér. Að hans mati er tilkynningin fyrsta skrefið til að hvetja íslensk stjórnvöld til dáða. „OECD hefur ekki vald til að leggja sektir á þjóðir vegna vanefnda. Tilkynning stofnunarinnar er til þess fallin að setja þrýsting á stjórnvöld til að leiða tillögurnar í lög,“ segir Patrick. „Svo virðist vera sem íslensk stjórnvöld líti ekki á málið sem forgangsatriði og að mínu mati er þessi tilkynning svolítið vandræðaleg fyrir íslensk stjórnvöld.“ Sú tilfinning OECD, að málið sé ekki forgangsatriði stjórnvalda, virðist ekki vera fjarri lagi. Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu segir að „ýmsar ástæður eru fyrir því að innleiðing framangreindra aðgerða er ekki lengra komin en raun ber vitni. Ástæðan er einkum sú að vegna efnahagsástands hefur ekki verið unnt að setja nægilegt fé og mannafla til að sinna þessu verkefni og það því ekki hlotið forgang.“Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur ráðherra þurfa að svara fyrir þennan trassaskap. „Við munum kalla fram svör. Við viljum ekki vera eftirbátur annarra og það er slæmur álitshnekkir að fá tilkynningu frá stofnun eins og OECD um að við séum ekki að standa okkur í málum er varða spillingu,“ segir Helgi Hrafn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sig við blaðamann, þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Sjá meira