Innlent

Skurðlæknar semja

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá undirskriftinni í Karphúsinu.
Frá undirskriftinni í Karphúsinu. Mynd/Sindri Reyr Einarsson
Samningar á milli Skurðlæknafélags Íslands og Samninganefndar ríkisins náðust rétt eftir miðnætti í kvöld. Líkur þar með deilum sem staðið hafa yfir frá því að skurðlæknar samþykktu verkfall í október í fyrra. Samningurinn hefur verið undirritaður.

Fyrsta verkfallslota skurðlækna hófst 4. nóvember og hafa verkfallsaðgerðir því staðið yfir í tæpar tíu vikur. Næsta verkfall hafði verið boðað 12. janúar og átti að standa yfir tvöfalt lengur en áður eða í fjóra daga.

Læknar í Læknafélagi Íslands skrifuðu undir kjarasamning í nótt, en þeir höfðu einnig boðað til fjögurra daga verkfalls. Miklar raskanir hafa orðið á starfsemi Landspítalans og heilbrigðisstofnana víða um land að undanförnu en nú að verða með eðlilegasta móti.

Vöfflubaksturinn er hafinn í Karphúsinu.Mynd/Lillý Valgerður Pétursdóttir

Tengdar fréttir

Skurðlæknar mættir til fundar

Fulltrúar í samninganefnd Skurðlæknafélags Íslands mættu til fundar við samninganefnd ríkisins klukkan tíu í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×