Innlent

Vill aftur ólögmætt útboðsgjald

sveinn arnarsson skrifar
Verð á innfluttum kjúklingabringum gæti lækkað umtalsvert, til hagsbóta fyrir íslenska neytendur.
Verð á innfluttum kjúklingabringum gæti lækkað umtalsvert, til hagsbóta fyrir íslenska neytendur. Fréttablaðið/Hari
Félag atvinnurekenda krefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um að ólögmætt útboðsgjald á tollkvóta fyrir búvörur verði endurgreitt þeim fyrirtækjum sem ekki hafi nýtt heimildir sínar.

„Hér er um að ræða umtalsverða hagsmuni fyrir neytendur.

Ólafur Þ. Stephensen
Útboðsgjaldið fyrir kíló af innfluttu kjúklingakjöti þýðir að kjúklingabringur gætu lækkað verulega þar sem tollurinn er ríflega sex hundruð krónur. Einnig gæti innflutt nautakjöt lækkað um fjórðung,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

Útboðsgjaldið er ólögmætt samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 17. mars síðastliðinn. Dómurinn taldi hins vegar ógerlegt að endurgreiða fyrirtækjum útboðsgjald vegna þess að búið væri að gera ráð fyrir því í íslensku verðlagi.

Að mati Félags atvinnurekenda hafa fjölmörg fyrirtæki greitt fyrir innflutningsheimildir til ríkissjóðs án þess að hafa fullnýtt þær. Því sé eðlilegt að þau fyrirtæki sem ekki hafa nýtt alla kvóta sína fái útboðsgjaldið endurgreitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×