Segir of langan vinnutíma bitna á einkalífi fólks Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2015 14:50 Ýmsir kannast eflaust við það hversu erfitt það getur verið að samræma vinnu og einkalíf. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og sagði ástæðuna helst þá að Íslendingar séu með of langan vinnutíma sem komi til af því að grunnkaup fyrir dagvinnu er tiltölulega lágt. „Fólk er að bæta sér upp þetta lága dagvinnukaup með því að vinna langan vinnutíma en það er síðan vel þekkt fyrirbæri að þar sem vinnutími er langur, þar er framleiðni lítil. Þá koma atvinnrurekendur og segja: „Hér er alltof lítil framleiðni, það er ekki hægt að hækka kaupið.“ Þetta verður því nokkurs konar vítahringur sem við erum föst í og fórnarlambið í þessu er svo heimilislífið, einkalífið,“ sagði Stefán. Stefán benti á að þessi langi vinnutími lenti með nokkrum þunga á Íslendingum, ekki síst vegna þess að hér er langalgengast að það séu tvær fyrirvinnur á heimili: „Þegar það eru tvær fyrirvinnur á heimili og vinnutíminn langur, kannski sérstaklega hjá körlunum, svo bætist við að Íslendingar eiga frekar mörg börn miðað við aðrar þjóðir, þá verður álagið á heimilunum dálítið mikið. Við erum satt að segja dálítið gamaldags í þessu. Mér finnst þetta vera tímaskekkja.“ Stefán sagði að lausnin út úr vítahringnum fælist í skipulagsbreytingu á vinnumarkaði þar sem vinnutími yrði styttur, framleiðni aukin og grunnkaup hækkað. „Ef við setjum allt þjóðfélagið í svona framleiðniaukningarátak að þá er þetta ekki nein ógnun við verðbólgu eða neitt slíkt. Þetta er svona kjarastefna sem ég hefði viljað sjá bæði atvinnurekendur og launþegahreyfinguna sameinast um. Þetta er skynsama leiðin til að bæta kjörin án þess að sprengja allt í loft upp.“ Hlusta má á viðtalið við Stefán í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Ýmsir kannast eflaust við það hversu erfitt það getur verið að samræma vinnu og einkalíf. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og sagði ástæðuna helst þá að Íslendingar séu með of langan vinnutíma sem komi til af því að grunnkaup fyrir dagvinnu er tiltölulega lágt. „Fólk er að bæta sér upp þetta lága dagvinnukaup með því að vinna langan vinnutíma en það er síðan vel þekkt fyrirbæri að þar sem vinnutími er langur, þar er framleiðni lítil. Þá koma atvinnrurekendur og segja: „Hér er alltof lítil framleiðni, það er ekki hægt að hækka kaupið.“ Þetta verður því nokkurs konar vítahringur sem við erum föst í og fórnarlambið í þessu er svo heimilislífið, einkalífið,“ sagði Stefán. Stefán benti á að þessi langi vinnutími lenti með nokkrum þunga á Íslendingum, ekki síst vegna þess að hér er langalgengast að það séu tvær fyrirvinnur á heimili: „Þegar það eru tvær fyrirvinnur á heimili og vinnutíminn langur, kannski sérstaklega hjá körlunum, svo bætist við að Íslendingar eiga frekar mörg börn miðað við aðrar þjóðir, þá verður álagið á heimilunum dálítið mikið. Við erum satt að segja dálítið gamaldags í þessu. Mér finnst þetta vera tímaskekkja.“ Stefán sagði að lausnin út úr vítahringnum fælist í skipulagsbreytingu á vinnumarkaði þar sem vinnutími yrði styttur, framleiðni aukin og grunnkaup hækkað. „Ef við setjum allt þjóðfélagið í svona framleiðniaukningarátak að þá er þetta ekki nein ógnun við verðbólgu eða neitt slíkt. Þetta er svona kjarastefna sem ég hefði viljað sjá bæði atvinnurekendur og launþegahreyfinguna sameinast um. Þetta er skynsama leiðin til að bæta kjörin án þess að sprengja allt í loft upp.“ Hlusta má á viðtalið við Stefán í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira