Toneron gefur út sína fyrstu smáskífu í dag Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 6. mars 2015 10:30 Toneron gefur út sína fyrstu smáskífu í dag og eru strákarnir að vonum spenntir. Tveggja manna hljómsveitin Toneron gefur út sína fyrstu smáskífu, Life, í dag en það er eitt af lögunum á væntanlegri fimm laga EP-plötu þeirra félaga sem ber nafnið Toneron. Hljómsveitina skipa trommuleikarinn Sindri Ágústsson og Gísli Brynjarsson. „Ég er rosalega spenntur og þetta er mjög gaman, maður er líka svolítið stressaður yfir hvernig viðbrögð maður fær. Maður bara fylgir þessu eftir með tónleikum og reynir að njóta þess þegar maður er að spila,“ segir Gísli hress en hann er söngvari og saxófónleikari sveitarinnar, tónlist Torneron má lýsa sem alternative electronic. Gísli semur meirihluta efnisins en hann hefur þó aldrei lært tónsmíðar en hefur lært á hljóðfæri frá sex ára aldri, í fyrstu á saxófón og síðar fór hann að leika sér á gítar. „Ég hef ekki lært tónsmíðar, þetta bara þróaðist með því að fikra sig áfram,“ segir hann og bætir við: „Svo fór maður að tileinka sér að taka upp í tölvunni og nota synþa og svona dót. Þá opnaðist nýr og stærri heimur.“ Toneron er rúmlega ársgömul og tók þátt í Músíktilraunum á síðasta ári og komst í úrslit. Í kjölfarið ferðuðust félagarnir ásamt Hinu Húsinu til Þýskalands. „Þar spiluðum við og kynntumst núverandi umboðsmönnum okkar og einum af tökumönnum tónlistarmyndbandsins,“ segir Gísli en spennandi tímar eru framundan hjá hljómsveitinni. Síðastliðinn janúar héldu þeir félagar í tónleikaferð til Þýskalands og gerðu í kjölfarið samning við dreifingaraðilann Sportklub Rotter Damm og í framhaldi af því fór tónlistarmyndband við lagið Focus í spilun á þýsku tónlistarveitunni Viva og á þýska MTV. „Klárlega, þetta er að gera skemmtilega hluti fyri okkur,“ segir Gísli og hlær þegar hann er spurður að því hvort megi segja að Þýskaland sé fyrirheitna landið. „Þetta er náttúrulega draumurinn að geta verið að semja og vinna við það kannski. Það væri náttúrulega alveg tipp topp eins og maður segir,“ segir Gísli léttur í lundu að lokum. Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Tveggja manna hljómsveitin Toneron gefur út sína fyrstu smáskífu, Life, í dag en það er eitt af lögunum á væntanlegri fimm laga EP-plötu þeirra félaga sem ber nafnið Toneron. Hljómsveitina skipa trommuleikarinn Sindri Ágústsson og Gísli Brynjarsson. „Ég er rosalega spenntur og þetta er mjög gaman, maður er líka svolítið stressaður yfir hvernig viðbrögð maður fær. Maður bara fylgir þessu eftir með tónleikum og reynir að njóta þess þegar maður er að spila,“ segir Gísli hress en hann er söngvari og saxófónleikari sveitarinnar, tónlist Torneron má lýsa sem alternative electronic. Gísli semur meirihluta efnisins en hann hefur þó aldrei lært tónsmíðar en hefur lært á hljóðfæri frá sex ára aldri, í fyrstu á saxófón og síðar fór hann að leika sér á gítar. „Ég hef ekki lært tónsmíðar, þetta bara þróaðist með því að fikra sig áfram,“ segir hann og bætir við: „Svo fór maður að tileinka sér að taka upp í tölvunni og nota synþa og svona dót. Þá opnaðist nýr og stærri heimur.“ Toneron er rúmlega ársgömul og tók þátt í Músíktilraunum á síðasta ári og komst í úrslit. Í kjölfarið ferðuðust félagarnir ásamt Hinu Húsinu til Þýskalands. „Þar spiluðum við og kynntumst núverandi umboðsmönnum okkar og einum af tökumönnum tónlistarmyndbandsins,“ segir Gísli en spennandi tímar eru framundan hjá hljómsveitinni. Síðastliðinn janúar héldu þeir félagar í tónleikaferð til Þýskalands og gerðu í kjölfarið samning við dreifingaraðilann Sportklub Rotter Damm og í framhaldi af því fór tónlistarmyndband við lagið Focus í spilun á þýsku tónlistarveitunni Viva og á þýska MTV. „Klárlega, þetta er að gera skemmtilega hluti fyri okkur,“ segir Gísli og hlær þegar hann er spurður að því hvort megi segja að Þýskaland sé fyrirheitna landið. „Þetta er náttúrulega draumurinn að geta verið að semja og vinna við það kannski. Það væri náttúrulega alveg tipp topp eins og maður segir,“ segir Gísli léttur í lundu að lokum.
Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira