Eitraður moli Al-Thani dóms Heiðrún Lind Marteinsdóttir hdl skrifar 4. mars 2015 07:00 Dómur Hæstaréttar í Al-Thani málinu er allrar athygli verður. Þrátt fyrir að hinni efnislegu niðurstöðu verði ekki breytt, er nauðsynlegt að fjalla um einstakar forsendur niðurstöðu Hæstaréttar. Í þessum örpistli er aðeins ráðrúm til að beina sjónum að einum anga málsins. Varðar hann hlerun símtala sakborninga við verjendur. Samkvæmt 36. gr. sakamálalaga er verjanda heimilt að tala einslega við skjólstæðing. Þá er einnig kveðið á um það í 85. gr. sakamálalaga að ef upptökur hafa að geyma samtöl eða önnur samskipti sakbornings við verjanda skal eyða þeim þegar í stað. Upptökur símtala eru í höndum fjarskiptafyrirtækja. Í Al-Thani málinu lá fyrir að tekin voru upp samtöl tveggja sakborninga við verjendur og að símtölunum var ekki eytt þegar í stað. Í niðurstöðu Hæstaréttar eru mótbárur sakborninga vegna þessa að engu hafðar. Byggir á því að þessi gögn hafi ekki verið nýtt til sönnunar, auk þess sem Hæstiréttur fær ekki „séð hvernig lögregla gæti almennt hagað aðgerðum við hlustun síma sakbornings á annan hátt en gert var í þessu tilviki […], enda verður hvorki séð fyrir hvort símtal sakbornings kunni að vera við verjanda fremur en annan né hefur lögregla heimild í XI. kafla laga nr. 88/2008 til að fela öðrum framkvæmd þessa inngrips í friðhelgi einkalífs manna að hlusta á símtöl þeirra.“ Niðurstaða þessi vekur ugg. Ekki er hægt að tryggja grundvallarrétt sakaðs manns til trúnaðarsamtals við verjanda ef það kemur í hlut rannsakanda að kanna hvort samtöl séu við verjanda og hvort þau njóti trúnaðar. Aukinheldur er alþekkt erlendis að framkvæmd er hagað öðruvísi. Af niðurstöðum Mannréttindadómstóls Evrópu má ráða að það fari gegn 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) að starfsmaður stjórnvalds framkvæmi rannsókn á því hvort upptekin símtöl séu við verjanda og hvort þeim skuli eytt. Þetta var m.a. staðfest í máli Kopp gegn Sviss, þar sem dómstóllinn fann að því að yfirmaður lögfræðisviðs svissnesku póstþjónustunnar, sem var ríkisrekin, hafi haft umsjón með þessu verki án eftirlits sjálfstæðs dómara. Í máli Aalmoes gegn Hollandi var það hins vegar talið samrýmanlegt 8. gr. MSE að aðili frá hollenska lögmannafélaginu hefði aðkomu að mati á því hvaða símtöl væru háð trúnaði. Álitaefni þessi eru nátengd rétti sakbornings til réttlátrar málsmeðferðar skv. 6. gr. MSE og fyrrgreindri 36. gr. sakamálalaga. Megi skilja niðurstöðu Hæstaréttar á þann veg að sakamálalög heimili ekki aðra framkvæmd en þá sem viðhöfð var í Al-Thani málinu, verður löggjafinn að bæta úr án tafar. Tryggi lögin ekki þessi grundvallarréttindi sakbornings, hefur íslenska ríkið brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Dómur Hæstaréttar í Al-Thani málinu er allrar athygli verður. Þrátt fyrir að hinni efnislegu niðurstöðu verði ekki breytt, er nauðsynlegt að fjalla um einstakar forsendur niðurstöðu Hæstaréttar. Í þessum örpistli er aðeins ráðrúm til að beina sjónum að einum anga málsins. Varðar hann hlerun símtala sakborninga við verjendur. Samkvæmt 36. gr. sakamálalaga er verjanda heimilt að tala einslega við skjólstæðing. Þá er einnig kveðið á um það í 85. gr. sakamálalaga að ef upptökur hafa að geyma samtöl eða önnur samskipti sakbornings við verjanda skal eyða þeim þegar í stað. Upptökur símtala eru í höndum fjarskiptafyrirtækja. Í Al-Thani málinu lá fyrir að tekin voru upp samtöl tveggja sakborninga við verjendur og að símtölunum var ekki eytt þegar í stað. Í niðurstöðu Hæstaréttar eru mótbárur sakborninga vegna þessa að engu hafðar. Byggir á því að þessi gögn hafi ekki verið nýtt til sönnunar, auk þess sem Hæstiréttur fær ekki „séð hvernig lögregla gæti almennt hagað aðgerðum við hlustun síma sakbornings á annan hátt en gert var í þessu tilviki […], enda verður hvorki séð fyrir hvort símtal sakbornings kunni að vera við verjanda fremur en annan né hefur lögregla heimild í XI. kafla laga nr. 88/2008 til að fela öðrum framkvæmd þessa inngrips í friðhelgi einkalífs manna að hlusta á símtöl þeirra.“ Niðurstaða þessi vekur ugg. Ekki er hægt að tryggja grundvallarrétt sakaðs manns til trúnaðarsamtals við verjanda ef það kemur í hlut rannsakanda að kanna hvort samtöl séu við verjanda og hvort þau njóti trúnaðar. Aukinheldur er alþekkt erlendis að framkvæmd er hagað öðruvísi. Af niðurstöðum Mannréttindadómstóls Evrópu má ráða að það fari gegn 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) að starfsmaður stjórnvalds framkvæmi rannsókn á því hvort upptekin símtöl séu við verjanda og hvort þeim skuli eytt. Þetta var m.a. staðfest í máli Kopp gegn Sviss, þar sem dómstóllinn fann að því að yfirmaður lögfræðisviðs svissnesku póstþjónustunnar, sem var ríkisrekin, hafi haft umsjón með þessu verki án eftirlits sjálfstæðs dómara. Í máli Aalmoes gegn Hollandi var það hins vegar talið samrýmanlegt 8. gr. MSE að aðili frá hollenska lögmannafélaginu hefði aðkomu að mati á því hvaða símtöl væru háð trúnaði. Álitaefni þessi eru nátengd rétti sakbornings til réttlátrar málsmeðferðar skv. 6. gr. MSE og fyrrgreindri 36. gr. sakamálalaga. Megi skilja niðurstöðu Hæstaréttar á þann veg að sakamálalög heimili ekki aðra framkvæmd en þá sem viðhöfð var í Al-Thani málinu, verður löggjafinn að bæta úr án tafar. Tryggi lögin ekki þessi grundvallarréttindi sakbornings, hefur íslenska ríkið brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar