Vonast til að mál sitt verði fordæmi Viktoría Hermannsdóttir skrifar 27. febrúar 2015 09:00 Læknadeildin hefur gefið Liönu Belinska nokkra möguleika til þess að gera henni kleift að starfa sem læknir en hún hefur ítrekað reynt að fá menntun sína metna. Liana vonast til að sitt mál geri öðrum innflytjendunum auðveldara fyrir. vísir/gva „Það er mjög gott að fá þessa möguleika,“ segir kvensjúkdómalæknirinn Liana Belinska, sem hefur lengi átt sér þann draum að fá að starfa sem læknir hérlendis. Nú eru meiri líkur en áður á að draumurinn verði að veruleika.Fréttablaðið sagði sögu Liönu í nóvember síðastliðnum en hún er menntaður kvensjúkdómalæknir frá heimalandi sínu, Úkraínu en eftir að hún kom hingað til lands hefur hún ekki fengið menntun sína metna, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess. Eftir umfjöllunina hefur hins vegar þokast til í málum Liönu. Fréttablaðið sagði frá því í janúar að Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefði ákveðið að kanna málið og farið á fund forseta læknadeildar Háskóla Íslands. Áður hafði Liana fengið vilyrði fyrir því að komast inn í læknadeildina og taka síðustu þrjú ár læknanámsins gegn því að standast inntökupróf inn í deildina. Það vildi hún hins vegar ekki þar sem inntökuprófið miðar að einhverju leyti að almennri þekkingu Íslendinga sem hún taldi sig ekki búa yfir þar sem hún hefði lært erlendis. Liana fór svo á fund læknadeildar Háskóla Íslands í lok janúar og fékk þá uppgefna nokkra kosti til þess að geta komist inn í námið. „Þeir sögðu að ég gæti farið í mastersnám í lýðheilsu, ég skoðaði það en það er meiri svona rannsóknarvinna og litlir atvinnumöguleikar þannig að ég vil ekki gera það,“ segir hún. „Önnur leiðin sem þeir buðu mér var að taka inntökupróf og endurtaka þrjú ár. Þeir ætla að undirbúa öðruvísi próf fyrir mig sem tengist meira því sem ég var að læra á fyrstu þremur árunum í náminu. Ég má síðan taka amerískt próf sem allir stúdentar taka áður en þeir fara á kandídatsár. Ef ég næ 50% af prófinu þá get ég farið beint í þjálfun í fimm mánuði og svo á kandídatsár, ef ég næ 70% eða meira þá fer ég beint á kandídatsár,“ segir Liana. Hún býr sig nú undir að taka prófið líklega í maí og fær hjálp frá konu sem er nýútskrifuð sem læknir hér á landi. Hún ætlar auk þess að athuga hvort það sé möguleiki á að fá að fylgjast með á einhverri deild spítalans í nokkra daga til þess að læra á kerfið þar sem það er orðið nokkuð langt síðan hún starfaði sem læknir. „Ég ætla að prófa taka prófið í maí. Aðallega til að sjá hvernig það er og ef ég næ því ekki þá tek ég það bara aftur,“ segir hún vongóð. Liana vonast til þess að hennar mál setji fordæmi fyrir aðra innflytjendur sem reyna að fá menntun sína metna hérlendis. „Það væri mjög gott, ég skil ekki af hverju ég gat ekki fengið þessa möguleika fyrr en ég er ánægð með að það sé loksins eitthvað að gerast.“ Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs og hörð lending í Malmö Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
„Það er mjög gott að fá þessa möguleika,“ segir kvensjúkdómalæknirinn Liana Belinska, sem hefur lengi átt sér þann draum að fá að starfa sem læknir hérlendis. Nú eru meiri líkur en áður á að draumurinn verði að veruleika.Fréttablaðið sagði sögu Liönu í nóvember síðastliðnum en hún er menntaður kvensjúkdómalæknir frá heimalandi sínu, Úkraínu en eftir að hún kom hingað til lands hefur hún ekki fengið menntun sína metna, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess. Eftir umfjöllunina hefur hins vegar þokast til í málum Liönu. Fréttablaðið sagði frá því í janúar að Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefði ákveðið að kanna málið og farið á fund forseta læknadeildar Háskóla Íslands. Áður hafði Liana fengið vilyrði fyrir því að komast inn í læknadeildina og taka síðustu þrjú ár læknanámsins gegn því að standast inntökupróf inn í deildina. Það vildi hún hins vegar ekki þar sem inntökuprófið miðar að einhverju leyti að almennri þekkingu Íslendinga sem hún taldi sig ekki búa yfir þar sem hún hefði lært erlendis. Liana fór svo á fund læknadeildar Háskóla Íslands í lok janúar og fékk þá uppgefna nokkra kosti til þess að geta komist inn í námið. „Þeir sögðu að ég gæti farið í mastersnám í lýðheilsu, ég skoðaði það en það er meiri svona rannsóknarvinna og litlir atvinnumöguleikar þannig að ég vil ekki gera það,“ segir hún. „Önnur leiðin sem þeir buðu mér var að taka inntökupróf og endurtaka þrjú ár. Þeir ætla að undirbúa öðruvísi próf fyrir mig sem tengist meira því sem ég var að læra á fyrstu þremur árunum í náminu. Ég má síðan taka amerískt próf sem allir stúdentar taka áður en þeir fara á kandídatsár. Ef ég næ 50% af prófinu þá get ég farið beint í þjálfun í fimm mánuði og svo á kandídatsár, ef ég næ 70% eða meira þá fer ég beint á kandídatsár,“ segir Liana. Hún býr sig nú undir að taka prófið líklega í maí og fær hjálp frá konu sem er nýútskrifuð sem læknir hér á landi. Hún ætlar auk þess að athuga hvort það sé möguleiki á að fá að fylgjast með á einhverri deild spítalans í nokkra daga til þess að læra á kerfið þar sem það er orðið nokkuð langt síðan hún starfaði sem læknir. „Ég ætla að prófa taka prófið í maí. Aðallega til að sjá hvernig það er og ef ég næ því ekki þá tek ég það bara aftur,“ segir hún vongóð. Liana vonast til þess að hennar mál setji fordæmi fyrir aðra innflytjendur sem reyna að fá menntun sína metna hérlendis. „Það væri mjög gott, ég skil ekki af hverju ég gat ekki fengið þessa möguleika fyrr en ég er ánægð með að það sé loksins eitthvað að gerast.“
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs og hörð lending í Malmö Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira