Innlent

Flotinn í moki við Suðurlandið

Svavar Hávarðsson skrifar
í Norðfjarðarhöfn. Skipin koma eitt af öðru til hafnar með góðan afla.
í Norðfjarðarhöfn. Skipin koma eitt af öðru til hafnar með góðan afla. mynd/kristín svanhvít
Loðnan gengur nú hratt vestur með suðurströnd landsins og er nú komin vestur fyrir Vestmannaeyjar. Afar góð veiði var á miðunum á mánudag og fylla skipin sig á skömmum tíma.

Í frétt Síldarvinnslunnar segir frá því að í gær voru Polar Amaroq og Vilhelm Þorsteinsson á sama tíma á leið til Helguvíkur með fullfermi auk þess sem Birtingur var sneisafullur á leið til Seyðisfjarðar. Eins var Beitir NK á leið til Neskaupstaðar með fullfermi og Bjarni Ólafsson kom til hafnar síðdegis.

Byrjað var að frysta loðnu úr Bjarna Ólafssyni um leið og hann kom til hafnar og er gert ráð fyrir að enn sé mögulegt að framleiða á Japansmarkað. Hrognafylling loðnunnar er um og yfir 20% um þessar mundir og því er þess ekki langt að bíða að hrognavinnsla hefjist.

Aflastöðulisti Fiskistofu sýnir að 41% íslenska kvótans er komið á land eða um 160.000 tonn af 390.000 tonna aflamarki.


Tengdar fréttir

Kvóti undir meðaltali

Heildarkvótinn sem gefinn hefur verið út í loðnu fyrir fiskveiðiárið 2014-2015 er 55 þúsund tonnum minni en meðaltal heildarkvóta síðustu 20 árin.

Loðnuvertíðin í voða

Loðnan gengur ekki austur fyrir land. Fiskifræðingar vita ekki hvað veldur. Eyjamenn gætu orðið af hundruðum milljóna.

Ekki fé til að rannsaka undarlega hegðun loðnunnar

Sjómenn jafnt og vísindamenn Hafrannsóknastofnunar velta fyrir sér breyttu göngumynstri loðnu við landið. Helsti loðnusérfræðingur Hafró segir það óforsvaranlegt að vera ekki á svæðinu við rannsóknir. Forstjóri Hafró tekur undir það en fjármagn sé ekki fyrir hendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×