Viðskipti innlent

Kvóti undir meðaltali

jón hákon halldórsson skrifar
Heimilt er að veiða 580 þúsund tonn á fiskveiðiárinu.
Heimilt er að veiða 580 þúsund tonn á fiskveiðiárinu. fréttablaðið/Óskar
Heildarkvótinn sem gefinn hefur verið út í loðnu fyrir fiskveiðiárið 2014-2015 er 55 þúsund tonnum minni en meðaltal heildarkvóta síðustu 20 árin. Þetta má lesa úr gögnum sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa tekið saman.

Meðaltal 20 ára er rúm 635 þúsund tonn en leyfileg veiði þetta fiskveiðiár er 580 þúsund tonn. Meðaltal síðustu tíu ára er öllu lægra eða tæp 311 þúsund tonn. „Það þarf að ganga mjög vel til að við náum að veiða okkar hlut. En ef við náum að veiða allan okkar hlut sem er 405 þúsund tonn þá eru áætluð veiðigjöld 1,6 milljarðar af þeim tonnum. En það þarf einmitt allt að ganga vel, veðrið og loðnan þarf að vinna með okkur svo við náum að veiða allt,“ segir Hallveig Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá SFS.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×