Orð Sigrúnar vekja hörð viðbrögð Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 17. febrúar 2015 00:01 Orð Sigrúnar Magnúsdóttur um að hún hefði rætt við starfsfólk umhverfisráðuneytisins um það hvort ekki væri stundum hægt að nota mildari orð í þýðingum á EES-tilskipunum hafa vakið hörð viðbrögð. Bandalag þýðenda og túlka segir umhverfisráðherra vega „að heiðri og fagmennsku þeirra þýðenda sem starfa fyrir Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins, jafnt fastráðinna starfsmanna sem verktaka“. Kveikjan að yfirlýsingunni eru vangaveltur umhverfisráðherra í Fréttablaðinu í gær, um hvort ekki væri hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana. „Stjórn Bandalags þýðenda og túlka harmar það vanmat á störfum þýðenda sem kemur fram í orðum ráðherrans og lýsir yfir fullum stuðningi við Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins og starfsfólk hennar,“ segir í yfirlýsingunni.katrín jakobsdóttirKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir erfitt að átta sig á því hvað ráðherra í raun meini. Allt tal um mildara orðalag sé fráleitt. „Þetta er mjög einkennileg sýn á það að vera þátttakandi í því samstarfi. Ef við ætlum að vera þar af heilum huga getum við ekki verið þar vafin inn í bómull. Við verðum að ætlast til þess að þýðingarnar skili efni tilskipananna. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þýðingardeildin fari að setja einhverjar krúsidúllur á textann.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir það eins og hverja aðra fásinnu að ætla sér að milda orðalag þýðinga. „Það er ekki þannig að menn geti leitað að sveigjanleika í þýðingum til að koma sér undan samningsskyldum. Veikleikinn í kerfinu hefur alltaf verið sá að við komum of seint að ákvörðunum til að laga þær að íslenskum þörfum. Eina leiðin til að laga það er að við fáum sæti við borðið með fullri aðild.“birgir ármannssonBirgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, segir mikilvægt að gera greinarmun á tilskipunum og reglugerðum frá ESB. Innleiðing tilskipana gefi oft svigrúm til útfærslu í einstökum ríkjum. „Þetta þýðir auðvitað það að þegar efni tilskipana er fært inn í íslenska löggjöf, geta menn oft varðandi ákveðin atriði valið meira íþyngjandi eða minna íþyngjandi aðferðir.“ Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir óljóst hvað ráðherra eigi við. Reynslan af EES-samstarfinu sé farsæl. „Björt framtíð hefur þó bent á það að betra sé upp á fullveldið og lýðræðið að vera aðilar að ESB, í staðinn fyrir að vera áhrifalausir þiggjendur að tilskipunum og Evrópulöggjöf.“ Tengdar fréttir „Barnaskapur og óskhyggja“ Fyrrverandi utanríkisráðherra segir umhverfisráðherra í raun leggja til að svindla á innleiðingu tilskipana frá Evrópusambandinu með því að vilja "milda orðalag þeirra“. 16. febrúar 2015 13:26 Þýðendur ósáttir við Sigrúnu: „Vegið að heiðri og fagmennsku “ "Þýðing á tilskipunum, reglugerðum og reyndar öllum texta sem hefur lagalegt gildi er gríðarleg nákvæmnisvinna þar sem frjálsleg túlkun á ekkert erindi.“ 16. febrúar 2015 13:12 Vill milda tilskipanir EES Umhverfisráðherra vill mildara orðalag í þýðingum á Evróputilskipunum. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar vill endurmeta EES-samstarfið og skoða Schengen-aðild. Vaxandi pirrings gætir hjá Framsóknarflokki. 16. febrúar 2015 08:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Bandalag þýðenda og túlka segir umhverfisráðherra vega „að heiðri og fagmennsku þeirra þýðenda sem starfa fyrir Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins, jafnt fastráðinna starfsmanna sem verktaka“. Kveikjan að yfirlýsingunni eru vangaveltur umhverfisráðherra í Fréttablaðinu í gær, um hvort ekki væri hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana. „Stjórn Bandalags þýðenda og túlka harmar það vanmat á störfum þýðenda sem kemur fram í orðum ráðherrans og lýsir yfir fullum stuðningi við Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins og starfsfólk hennar,“ segir í yfirlýsingunni.katrín jakobsdóttirKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir erfitt að átta sig á því hvað ráðherra í raun meini. Allt tal um mildara orðalag sé fráleitt. „Þetta er mjög einkennileg sýn á það að vera þátttakandi í því samstarfi. Ef við ætlum að vera þar af heilum huga getum við ekki verið þar vafin inn í bómull. Við verðum að ætlast til þess að þýðingarnar skili efni tilskipananna. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þýðingardeildin fari að setja einhverjar krúsidúllur á textann.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir það eins og hverja aðra fásinnu að ætla sér að milda orðalag þýðinga. „Það er ekki þannig að menn geti leitað að sveigjanleika í þýðingum til að koma sér undan samningsskyldum. Veikleikinn í kerfinu hefur alltaf verið sá að við komum of seint að ákvörðunum til að laga þær að íslenskum þörfum. Eina leiðin til að laga það er að við fáum sæti við borðið með fullri aðild.“birgir ármannssonBirgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, segir mikilvægt að gera greinarmun á tilskipunum og reglugerðum frá ESB. Innleiðing tilskipana gefi oft svigrúm til útfærslu í einstökum ríkjum. „Þetta þýðir auðvitað það að þegar efni tilskipana er fært inn í íslenska löggjöf, geta menn oft varðandi ákveðin atriði valið meira íþyngjandi eða minna íþyngjandi aðferðir.“ Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir óljóst hvað ráðherra eigi við. Reynslan af EES-samstarfinu sé farsæl. „Björt framtíð hefur þó bent á það að betra sé upp á fullveldið og lýðræðið að vera aðilar að ESB, í staðinn fyrir að vera áhrifalausir þiggjendur að tilskipunum og Evrópulöggjöf.“
Tengdar fréttir „Barnaskapur og óskhyggja“ Fyrrverandi utanríkisráðherra segir umhverfisráðherra í raun leggja til að svindla á innleiðingu tilskipana frá Evrópusambandinu með því að vilja "milda orðalag þeirra“. 16. febrúar 2015 13:26 Þýðendur ósáttir við Sigrúnu: „Vegið að heiðri og fagmennsku “ "Þýðing á tilskipunum, reglugerðum og reyndar öllum texta sem hefur lagalegt gildi er gríðarleg nákvæmnisvinna þar sem frjálsleg túlkun á ekkert erindi.“ 16. febrúar 2015 13:12 Vill milda tilskipanir EES Umhverfisráðherra vill mildara orðalag í þýðingum á Evróputilskipunum. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar vill endurmeta EES-samstarfið og skoða Schengen-aðild. Vaxandi pirrings gætir hjá Framsóknarflokki. 16. febrúar 2015 08:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
„Barnaskapur og óskhyggja“ Fyrrverandi utanríkisráðherra segir umhverfisráðherra í raun leggja til að svindla á innleiðingu tilskipana frá Evrópusambandinu með því að vilja "milda orðalag þeirra“. 16. febrúar 2015 13:26
Þýðendur ósáttir við Sigrúnu: „Vegið að heiðri og fagmennsku “ "Þýðing á tilskipunum, reglugerðum og reyndar öllum texta sem hefur lagalegt gildi er gríðarleg nákvæmnisvinna þar sem frjálsleg túlkun á ekkert erindi.“ 16. febrúar 2015 13:12
Vill milda tilskipanir EES Umhverfisráðherra vill mildara orðalag í þýðingum á Evróputilskipunum. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar vill endurmeta EES-samstarfið og skoða Schengen-aðild. Vaxandi pirrings gætir hjá Framsóknarflokki. 16. febrúar 2015 08:00