Vinnum hratt ef allir ná saman Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 14. febrúar 2015 13:00 Í máli Eyglóar kemur fram að stjórnarflokkarnir séu báðir meðvitaðir um að öflugt húsnæðiskerfi sé undistaða stöðugleika. Fréttablaðið/Ernir Frumvörp um breytingar á húsnæðiskerfinu hafa verið í vinnslu nokkuð lengi í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. Spurð að því hvort umfangið við frumvarpsgerðina og biðin eftir því að vinnan kláraðist hefði komið ráðherranum á óvart segir hún: „Þegar ég var þingmaður áttaði ég mig kannski ekki nógu vel á því hvað frumvörp sem koma frá ráðuneytum eru miklu flóknari, enda eru talsvert meiri líkur á því að slík frumvörp verði að lögum og að í þeim séu reglur sem við ætlum að starfa eftir. Þingmenn geta fengið hugmynd að morgni og nánast verið komnir með frumvarp síðar um daginn, sem er svo dreift tveimur dögum síðar.“ Í maí á síðasta ári skilaði verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála tillögum til Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Frumvörp byggð á tillögum verkefnastjórnarinnar eru nú í vinnslu hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og væntir ráðherra þess að þau verði lögð fram á þingi í lok mars.Lausn í kjarasamningumÞað stefnir í hörð átök á vinnumarkaði, telur þú að útspil í kjarasamningum varðandi húsnæðismál geti orðið til þess að liðka fyrir að aðilar nái saman? „Ég held að menn geri sér betur grein fyrir því hvað húsnæðisvandi er orðinn stór hjá mörgum félagsmönnum þeirra, ekki síst hjá þeim sem lægstar hafa tekjurnar, því sá hópur greiðir hlutfallslega mest af sínum ráðstöfunartekjum í húsnæði. Ég hef verið að benda á að með auknum stuðningi í gegnum húsnæðisbætur getum við stýrt mjög vel hvert þeir fjármunir eru að fara með tekju- og eignarmörkum. Það að við tökum höndum saman um að fjármagna húsnæðisbætur og uppbyggingu húsnæðis, hið opinbera, lífeyrissjóðir, atvinnurekendur, verkalýðsfélög og sveitarfélög, myndi það gera það að verkum að fólk gæti búið við meira öryggi í húsnæðismálum.“Orlofshús ákveðin fyrirmynd „Við höfum séð ákveðnar fyrirmyndir í því hvernig atvinnurekendur hafa komið að því að byggja upp sjóði hjá verkalýðshreyfingunni, til dæmis orlofssjóði. Verkalýðshreyfingin hefur þannig margra áratuga reynslu af því að tryggja fólki húsnæði í sumarfríum, af hverju ætti hún ekki að tryggja því húsnæði þegar það er í vinnu?“ Eygló segist vilja leggja áherslu á hugmyndafræðina að baki því hverjir koma að því að leysa mjög erfiða stöðu á vinnumarkaði og líka þrönga stöðu á húsnæðismarkaði, sem endurspeglast í óróa á vinnumarkaði. „Hin svokölluðu „milljónaverkefni í Svíþjóð eru góð fyrirmynd að uppbyggingu á húsnæðiskerfi. Þar komu lífeyrissjóðir, verkalýðshreyfingin, atvinnurekendur, sveitarfélög og ríkið að. Allir lögðu eitthvað fram og ég held að það sé sannarlega tækifæri núna vegna þess að tillögurnar sem við erum með á borðinu núna þær kosta umtalsverða peninga.“ Hún bendir á að lífeyrissjóðirnir hér hafa verið þeir helstu sem hafa fjármagnað Íbúðalánasjóð, „þannig að þeir hafa verið stærstir í að fjármagna íbúðarkaup og það er ekki langt síðan við veittum lagaheimild fyrir því að þeir geta átt húsnæði beint, þar er svo sannarlega eigið fé og þeir eru með ákveðna lágmarksávöxtunarkröfu og ég held að það sé alveg öruggt að fólk getur staðið undir þeirri ávöxtunarkröfu og jafnvel einhverju til viðbótar, ekki síst ef fólk þarf ekki að vera að endurgreiða höfuðstólinn líka, eigið fé hjá lífeyrissjóðunum, sem er ekki krafa sem lífeyrissjóðirnir gera gagnvart öðrum fjárfestingum hjá sér.“Er samstaða um máliðHeldur þú að samstarfsflokkur þinn í ríkisstjórn sé jafn hrifinn af þessari aðferðafræði og þú? „Báðum flokkunum er mjög annt um að tryggja stöðugleika, og öflugt húsnæðiskerfi er undirstaða þess að við náum því fram. Það er enginn ágreiningur um það milli okkar.“Hversu hratt telur þú að þetta gæti komið til framkvæmda? „Við höfum ítrekað sýnt það að þegar við náum saman getum við unnið mjög hratt, en ef við gerum það ekki þá gerast hlutirnir mjög hægt.“ Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Frumvörp um breytingar á húsnæðiskerfinu hafa verið í vinnslu nokkuð lengi í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. Spurð að því hvort umfangið við frumvarpsgerðina og biðin eftir því að vinnan kláraðist hefði komið ráðherranum á óvart segir hún: „Þegar ég var þingmaður áttaði ég mig kannski ekki nógu vel á því hvað frumvörp sem koma frá ráðuneytum eru miklu flóknari, enda eru talsvert meiri líkur á því að slík frumvörp verði að lögum og að í þeim séu reglur sem við ætlum að starfa eftir. Þingmenn geta fengið hugmynd að morgni og nánast verið komnir með frumvarp síðar um daginn, sem er svo dreift tveimur dögum síðar.“ Í maí á síðasta ári skilaði verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála tillögum til Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Frumvörp byggð á tillögum verkefnastjórnarinnar eru nú í vinnslu hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og væntir ráðherra þess að þau verði lögð fram á þingi í lok mars.Lausn í kjarasamningumÞað stefnir í hörð átök á vinnumarkaði, telur þú að útspil í kjarasamningum varðandi húsnæðismál geti orðið til þess að liðka fyrir að aðilar nái saman? „Ég held að menn geri sér betur grein fyrir því hvað húsnæðisvandi er orðinn stór hjá mörgum félagsmönnum þeirra, ekki síst hjá þeim sem lægstar hafa tekjurnar, því sá hópur greiðir hlutfallslega mest af sínum ráðstöfunartekjum í húsnæði. Ég hef verið að benda á að með auknum stuðningi í gegnum húsnæðisbætur getum við stýrt mjög vel hvert þeir fjármunir eru að fara með tekju- og eignarmörkum. Það að við tökum höndum saman um að fjármagna húsnæðisbætur og uppbyggingu húsnæðis, hið opinbera, lífeyrissjóðir, atvinnurekendur, verkalýðsfélög og sveitarfélög, myndi það gera það að verkum að fólk gæti búið við meira öryggi í húsnæðismálum.“Orlofshús ákveðin fyrirmynd „Við höfum séð ákveðnar fyrirmyndir í því hvernig atvinnurekendur hafa komið að því að byggja upp sjóði hjá verkalýðshreyfingunni, til dæmis orlofssjóði. Verkalýðshreyfingin hefur þannig margra áratuga reynslu af því að tryggja fólki húsnæði í sumarfríum, af hverju ætti hún ekki að tryggja því húsnæði þegar það er í vinnu?“ Eygló segist vilja leggja áherslu á hugmyndafræðina að baki því hverjir koma að því að leysa mjög erfiða stöðu á vinnumarkaði og líka þrönga stöðu á húsnæðismarkaði, sem endurspeglast í óróa á vinnumarkaði. „Hin svokölluðu „milljónaverkefni í Svíþjóð eru góð fyrirmynd að uppbyggingu á húsnæðiskerfi. Þar komu lífeyrissjóðir, verkalýðshreyfingin, atvinnurekendur, sveitarfélög og ríkið að. Allir lögðu eitthvað fram og ég held að það sé sannarlega tækifæri núna vegna þess að tillögurnar sem við erum með á borðinu núna þær kosta umtalsverða peninga.“ Hún bendir á að lífeyrissjóðirnir hér hafa verið þeir helstu sem hafa fjármagnað Íbúðalánasjóð, „þannig að þeir hafa verið stærstir í að fjármagna íbúðarkaup og það er ekki langt síðan við veittum lagaheimild fyrir því að þeir geta átt húsnæði beint, þar er svo sannarlega eigið fé og þeir eru með ákveðna lágmarksávöxtunarkröfu og ég held að það sé alveg öruggt að fólk getur staðið undir þeirri ávöxtunarkröfu og jafnvel einhverju til viðbótar, ekki síst ef fólk þarf ekki að vera að endurgreiða höfuðstólinn líka, eigið fé hjá lífeyrissjóðunum, sem er ekki krafa sem lífeyrissjóðirnir gera gagnvart öðrum fjárfestingum hjá sér.“Er samstaða um máliðHeldur þú að samstarfsflokkur þinn í ríkisstjórn sé jafn hrifinn af þessari aðferðafræði og þú? „Báðum flokkunum er mjög annt um að tryggja stöðugleika, og öflugt húsnæðiskerfi er undirstaða þess að við náum því fram. Það er enginn ágreiningur um það milli okkar.“Hversu hratt telur þú að þetta gæti komið til framkvæmda? „Við höfum ítrekað sýnt það að þegar við náum saman getum við unnið mjög hratt, en ef við gerum það ekki þá gerast hlutirnir mjög hægt.“
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira