Strætó fyrirhugar að hækka gjaldskrá Sveinn Arnarsson skrifar 12. febrúar 2015 07:00 Engin umræða um gjaldskrárhækkanir hefur farið fram innan sveitarfélaganna. Minnihlutamenn vissu ekki af væntanlegum gjaldskrárhækkunum. Fréttablaðið/GVA Stjórn Strætó bs. mun taka ákvörðun á stjórnarfundi á morgun um að hækka gjald í strætó um nærri 15 prósent. Gert er ráð fyrir að hækka gjald fyrir fullorðinn úr 350 krónum í 400 krónur og hefur verið unnið að því innan fyrirtækisins í nokkurn tíma. „Endanleg ákvörðun mun liggja fyrir á næsta stjórnarfundi,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Lítið hefur verið fjallað um gjaldskrárhækkanirnar innan stjórnar fyrirtækisins, ef marka má fundargerðir. Síðast var fundað um gjaldskrármál innan stjórnar þann 5. nóvember og tekin sú ákvörðun að tillögu að nýrri gjaldskrá yrði vísað til stjórnenda fyrirtækisins til útfærslu. Jóhannes segir að verið sé að skoða gjaldskrána í heild sinni. „Það er hugmyndin að hækka fargjaldið upp í 400 krónur en á móti munum við bjóða upp á ný ungmennakort og veita þeim afslátt þannig. Stefnt er að því að ný gjaldskrá taki gildi þann 1. mars næstkomandi.“Halldór Halldórsson Oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík.Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borginni er ósáttur við þann lýðræðishalla sem birtist í gjörðum byggðasamlagsins Strætó bs. „Ég fæ þessar fréttir frá þér. Hef séð hvað er bókað 31. október og 5. nóvember en hef ekki frekari upplýsingar. Fundargerðirnar eru lagðar fram í borgarráði en ekkert bókað undir þeim liðum. Það er hugsanlegt að sagt hafi verið frá þessu í borgarráði en mig rekur alls ekki minni til þess. Þetta undirstrikar það sem ég hef áður sagt að það er ákveðinn lýðræðishalli varðandi byggðasamlögin. Borgarfulltrúar eru frekar langt frá þeim, ekki síst minnihlutinn því enginn minnihlutafulltrúi á sæti í stjórnum byggðasamlaga,“ segir Halldór. Gunnar Axel Axelsson Oddviti Samfylkingar í Hafnarfirði.Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Hafnarfirði, undrast þessa tilhögun Strætó bs. „Þessi ákvörðun kemur mér mjög á óvart, enda hefur engin umræða farið fram um málið í sveitarstjórnum þeirra sveitarfélaga sem eiga aðild að Strætó bs. Ég skil ekki þessa ákvörðun og tel hana vanhugsaða,“ segir Gunnar Axel. Bryndís Haraldsdóttir, formaður stjórnar Strætó, vildi ekki tjá sig um fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir þegar eftir því var leitað. Taldi hún óráðlegt að ræða við blaðamann um málið áður en stjórn hefði tekið afstöðu til gjaldskrárhækkana. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Stjórn Strætó bs. mun taka ákvörðun á stjórnarfundi á morgun um að hækka gjald í strætó um nærri 15 prósent. Gert er ráð fyrir að hækka gjald fyrir fullorðinn úr 350 krónum í 400 krónur og hefur verið unnið að því innan fyrirtækisins í nokkurn tíma. „Endanleg ákvörðun mun liggja fyrir á næsta stjórnarfundi,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Lítið hefur verið fjallað um gjaldskrárhækkanirnar innan stjórnar fyrirtækisins, ef marka má fundargerðir. Síðast var fundað um gjaldskrármál innan stjórnar þann 5. nóvember og tekin sú ákvörðun að tillögu að nýrri gjaldskrá yrði vísað til stjórnenda fyrirtækisins til útfærslu. Jóhannes segir að verið sé að skoða gjaldskrána í heild sinni. „Það er hugmyndin að hækka fargjaldið upp í 400 krónur en á móti munum við bjóða upp á ný ungmennakort og veita þeim afslátt þannig. Stefnt er að því að ný gjaldskrá taki gildi þann 1. mars næstkomandi.“Halldór Halldórsson Oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík.Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borginni er ósáttur við þann lýðræðishalla sem birtist í gjörðum byggðasamlagsins Strætó bs. „Ég fæ þessar fréttir frá þér. Hef séð hvað er bókað 31. október og 5. nóvember en hef ekki frekari upplýsingar. Fundargerðirnar eru lagðar fram í borgarráði en ekkert bókað undir þeim liðum. Það er hugsanlegt að sagt hafi verið frá þessu í borgarráði en mig rekur alls ekki minni til þess. Þetta undirstrikar það sem ég hef áður sagt að það er ákveðinn lýðræðishalli varðandi byggðasamlögin. Borgarfulltrúar eru frekar langt frá þeim, ekki síst minnihlutinn því enginn minnihlutafulltrúi á sæti í stjórnum byggðasamlaga,“ segir Halldór. Gunnar Axel Axelsson Oddviti Samfylkingar í Hafnarfirði.Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Hafnarfirði, undrast þessa tilhögun Strætó bs. „Þessi ákvörðun kemur mér mjög á óvart, enda hefur engin umræða farið fram um málið í sveitarstjórnum þeirra sveitarfélaga sem eiga aðild að Strætó bs. Ég skil ekki þessa ákvörðun og tel hana vanhugsaða,“ segir Gunnar Axel. Bryndís Haraldsdóttir, formaður stjórnar Strætó, vildi ekki tjá sig um fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir þegar eftir því var leitað. Taldi hún óráðlegt að ræða við blaðamann um málið áður en stjórn hefði tekið afstöðu til gjaldskrárhækkana.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira