Innlent

Veður hamlar umferð

kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar
Frekari viðgerðir á Djúpvegi bíða.
Frekari viðgerðir á Djúpvegi bíða. Mynd/Jón Halldórsson
Opnað var í gær fyrir umferð á Djúpvegi við Hólmavík sem var lokaður vegna vatnsskemmda.

Ræsið sem olli vatnsflaumnum í bæjarlæknum er enn stíflað en gert hefur verið við veginn til bráðabirgða og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni bíða frekari viðgerðir betra veðurs.

Nú er það aðeins vetrarfærðin sem gerir vegfarendum erfitt fyrir en ófært var í gær á Steingrímsfjarðarheiði og um Þröskulda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×