Mánaðarskammtur af rislyfjum á 40 þúsund Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 10. janúar 2015 09:00 Karlar ræða almennt ekki um risvandamál við félagsráðgjafa Krabbameinsfélagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hannes Ívarsson, sem fékk krabbamein í blöðruhálskirtil fyrir rúmum tveimur árum, hefur glímt við risvandamál í kjölfar aðgerðar vegna krabbameinsins. Hann hefur hins vegar ekki efni á sérstökum stinningarlyfjum sem gætu gagnast honum. „Mánaðarskammtur af lyfjunum kostar um 20 til 40 þúsund krónur. Læknar benda á ódýrari samheitalyf en þau virka ekki,“ segir Hannes sem skrifar um þessi mál í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Hann kveðst hafa þurft að greiða að fullu fyrir sérstaka pumpu sem ráðlagt er að nota til að auka blóðstreymi að getnaðarlimnum. „Hún kostar um 40 þúsund krónur. Ég sótti um niðurgreiðslu á þessum búnaði og einnig lyfjum en fékk synjun. Konur sem veikjast af brjóstakrabbameini fá nauðsynleg hormónalyf niðurgreidd. Þær bera bara hluta kostnaðar við búnað sem þeim er nauðsynlegur eftir brjóstnám. Þarna virðist vera um mismunun að ræða.“ Að sögn Hannesar ræða karlar þessi vandamál í sínum hópi, til dæmis í Ljósinu, en ekki sé algengt að þeir ræði þau opinberlega þar sem risvandamál séu alltaf feimnismál hjá körlum. Gunnjóna Una Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi hjá Krabbameinsfélagi Íslands, segir karla almennt ekki ræða um risvandamál í viðtölum þar. Þeir ræði hins vegar um mikinn kostnað vegna læknisþjónustunnar. „Mér finnst afar óréttlátt að karlar þurfi að greiða að fullu fyrir lyf og tæki sem gagnast þeim. Þetta skiptir miklu máli fyrir vellíðan þeirra.“ Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir Lyfjagreiðslunefnd ákvarða niðurgreiðslu á stinningarlyfjum. Ráðherra geti ekki hlutast til um það. „Synji lyfjagreiðslunefnd umsókn um greiðsluþátttöku hefur umsækjandi heimild til að bera þá ákvörðun undir dómstóla samkvæmt almennum reglum. Ákvarðanir nefndarinnar sæta hins vegar ekki endurskoðun ráðherra.“ Heilbrigðisráðherra segir greiðsluþátttöku hjálpartækja í sífelldri skoðun. „Það er hins vegar rétt að benda á að sá liður Sjúkratrygginga var rekinn í halla á síðasta ári og svigrúmið þar því lítið. Það er þó alltaf til athugunar hvort unnt sé að bæta við fleiri flokkum hjálpartækja sem hljóti niðurgreiðslu.“ Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Hannes Ívarsson, sem fékk krabbamein í blöðruhálskirtil fyrir rúmum tveimur árum, hefur glímt við risvandamál í kjölfar aðgerðar vegna krabbameinsins. Hann hefur hins vegar ekki efni á sérstökum stinningarlyfjum sem gætu gagnast honum. „Mánaðarskammtur af lyfjunum kostar um 20 til 40 þúsund krónur. Læknar benda á ódýrari samheitalyf en þau virka ekki,“ segir Hannes sem skrifar um þessi mál í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Hann kveðst hafa þurft að greiða að fullu fyrir sérstaka pumpu sem ráðlagt er að nota til að auka blóðstreymi að getnaðarlimnum. „Hún kostar um 40 þúsund krónur. Ég sótti um niðurgreiðslu á þessum búnaði og einnig lyfjum en fékk synjun. Konur sem veikjast af brjóstakrabbameini fá nauðsynleg hormónalyf niðurgreidd. Þær bera bara hluta kostnaðar við búnað sem þeim er nauðsynlegur eftir brjóstnám. Þarna virðist vera um mismunun að ræða.“ Að sögn Hannesar ræða karlar þessi vandamál í sínum hópi, til dæmis í Ljósinu, en ekki sé algengt að þeir ræði þau opinberlega þar sem risvandamál séu alltaf feimnismál hjá körlum. Gunnjóna Una Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi hjá Krabbameinsfélagi Íslands, segir karla almennt ekki ræða um risvandamál í viðtölum þar. Þeir ræði hins vegar um mikinn kostnað vegna læknisþjónustunnar. „Mér finnst afar óréttlátt að karlar þurfi að greiða að fullu fyrir lyf og tæki sem gagnast þeim. Þetta skiptir miklu máli fyrir vellíðan þeirra.“ Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir Lyfjagreiðslunefnd ákvarða niðurgreiðslu á stinningarlyfjum. Ráðherra geti ekki hlutast til um það. „Synji lyfjagreiðslunefnd umsókn um greiðsluþátttöku hefur umsækjandi heimild til að bera þá ákvörðun undir dómstóla samkvæmt almennum reglum. Ákvarðanir nefndarinnar sæta hins vegar ekki endurskoðun ráðherra.“ Heilbrigðisráðherra segir greiðsluþátttöku hjálpartækja í sífelldri skoðun. „Það er hins vegar rétt að benda á að sá liður Sjúkratrygginga var rekinn í halla á síðasta ári og svigrúmið þar því lítið. Það er þó alltaf til athugunar hvort unnt sé að bæta við fleiri flokkum hjálpartækja sem hljóti niðurgreiðslu.“
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira