Anna Kristjáns tvítug: „Það sem gildir umfram allt er að vera jákvæð“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. apríl 2015 18:33 Anna fyrr og nú. Tuttugu ár eru síðan Anna Kristjánsdóttir fór í kynleiðréttingaraðgerð í Stokkhólmi. Hún er samkvæmt opinberum tölum annar Íslendingurinn sem hefur farið í slíka aðgerð og var sú fyrsta til þess að tjá sig um málið opinberlega. Anna skrifaði pistil á vef Kvennablaðsins í gær þar sem hún fagnar áfanganum. „Vissulega lauk erfiðleikunum ekki með aðgerðinni, þvert á móti jukust þeir vegna fordóma einstaklinga sem töldu mig betur dauða en lifandi, þar sem örfáir hafa fundið ástæðu til að lumbra á mér eða að niðurlægja mig á annan hátt, en sem betur fer eru þeir margfalt fleiri sem studdu mig og standa enn með mér og öðrum þeim sem ganga í gegnum aðgerðarferli til leiðréttingar,“ skrifar Anna í pistlinum. Hún segist þó aldrei hafa séð eftir ákvörðun sinni enda sé hún það jákvæðasta sem hafi komið fyrir hana á lífsleiðinni. Allt hafi verið á niðurleið hjá henni árin áður en hún fékk samþykki fyrir því að hefja aðgerðarferlið. „Því hafa seinni tíma erfiðleikar verið léttvægir í samanburði við nánast ókleyfa erfiðleikana sem blöstu við mér áður en Gunnar Hambert prófessor og yfirlæknir við sjúkrahúsið í Uppsölum opnaði dyrnar fyrir mér í Svíþjóð.“ Anna gekkst undir aðgerðina 24. apríl árið 1995 á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. „Ég lá á spítalanum í ellefu daga eftir aðgerðina en var frá vinnu í tvo mánuði á eftir.“ Anna starfaði lengi á sjó en nú starfar hún hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hún er vélfræðingur að mennt. Hún ákvað frá upphafi að hún ætlaði að reyna að beita húmornum og taka létt á hlutunum „og hefur það gengið misjafnlega, oft valdið misskilingi og jafnvel vinslitum á Facebook, en síður í raunheimum, þó einhverjum.“ Anna segist nú orðin nógu gömul til þess að fara í Ríkið. „Það sem gildir umfram allt er að vera jákvæð.“ Pistil Önnu má lesa hér.Anna hefur barist ötullega fyrir réttindum transfólks á Íslandi.Vísir/Valgarður Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira
Tuttugu ár eru síðan Anna Kristjánsdóttir fór í kynleiðréttingaraðgerð í Stokkhólmi. Hún er samkvæmt opinberum tölum annar Íslendingurinn sem hefur farið í slíka aðgerð og var sú fyrsta til þess að tjá sig um málið opinberlega. Anna skrifaði pistil á vef Kvennablaðsins í gær þar sem hún fagnar áfanganum. „Vissulega lauk erfiðleikunum ekki með aðgerðinni, þvert á móti jukust þeir vegna fordóma einstaklinga sem töldu mig betur dauða en lifandi, þar sem örfáir hafa fundið ástæðu til að lumbra á mér eða að niðurlægja mig á annan hátt, en sem betur fer eru þeir margfalt fleiri sem studdu mig og standa enn með mér og öðrum þeim sem ganga í gegnum aðgerðarferli til leiðréttingar,“ skrifar Anna í pistlinum. Hún segist þó aldrei hafa séð eftir ákvörðun sinni enda sé hún það jákvæðasta sem hafi komið fyrir hana á lífsleiðinni. Allt hafi verið á niðurleið hjá henni árin áður en hún fékk samþykki fyrir því að hefja aðgerðarferlið. „Því hafa seinni tíma erfiðleikar verið léttvægir í samanburði við nánast ókleyfa erfiðleikana sem blöstu við mér áður en Gunnar Hambert prófessor og yfirlæknir við sjúkrahúsið í Uppsölum opnaði dyrnar fyrir mér í Svíþjóð.“ Anna gekkst undir aðgerðina 24. apríl árið 1995 á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. „Ég lá á spítalanum í ellefu daga eftir aðgerðina en var frá vinnu í tvo mánuði á eftir.“ Anna starfaði lengi á sjó en nú starfar hún hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hún er vélfræðingur að mennt. Hún ákvað frá upphafi að hún ætlaði að reyna að beita húmornum og taka létt á hlutunum „og hefur það gengið misjafnlega, oft valdið misskilingi og jafnvel vinslitum á Facebook, en síður í raunheimum, þó einhverjum.“ Anna segist nú orðin nógu gömul til þess að fara í Ríkið. „Það sem gildir umfram allt er að vera jákvæð.“ Pistil Önnu má lesa hér.Anna hefur barist ötullega fyrir réttindum transfólks á Íslandi.Vísir/Valgarður
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira