Myndi helst sakna roksins ef hún færi frá Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2015 11:23 Sari Peltonen segir Íslendinga ekki alltaf fatta svarta finnska húmorinn sinn. Sari Peltonen frá Finnlandi, Tomoko Daimaru frá Japan og Nura A. Rashid frá Singapore kunna vel við sig á Íslandi. Tomoko Daimaru segist eiginlega hafa komið óvart til Íslands. Hún hafi verið að læra ensku í háskóla og velt fyrir sér að fara til Bretlands. Hún hafi hins vegar sótt um styrk hér á landi, fengið og komið hingað. Hún lýsir því hvernig plássið sé allt annað hérna en í Tókíó. Íslendingar séu nokkuð feimnir fyrst en mjög hjálplegir og almennilegir. Hennar uppáhaldsmatur á Íslandi er purusteik og lambakjöt. Hún saknar fjölskyldunnar mest um áramótin sem eru á pari við jólin á Íslandi. Fjölskyldan hittist, borði saman og eigi gleðilega stund. Vissuð þið að kvenkyns nöfn í japan enda mjög oft á -ko sem þýðir barn?Tomoko Daimaru frá Japan kom óvart til Íslands á sínum tíma, fáum að heyra í henni og hennar dásamlegu dóttur. #viðöllPosted by PIPAR\TBWA on Saturday, December 5, 2015 Nura A. Rashid frá Singapore er leikskólakennari sem býr í Kópavogi. Eftir námsdvöl í Bandaríkjunum hélt hún til Íslands um tvítugt. Hún segir æskuna í Singapore snúast mikið um lærdóm en ekki leik öfugt við á Íslandi þar sem krakkar læra mikið í gegnum leiki. „Þegar ég kom hingað var enginn að brosa að ókunnu fólki,“ segir Nura en það hafi breyst rosalega mikið. Fólk sé bara brosandi á Íslandi. Hún segir mikilvægt fyrir sig að vera hamingjusöm í lífinu. Hún hafi sigrast á brjóstakrabbameini og minnir á mikilvægi þess að vera hamingjusöm. Það er 4. desember og því komið að fjórða viðtalinu. Að þessu sinni er það hún Nura A. Rashid frá Singapore. #viðöll #hamingjanPosted by PIPAR\TBWA on Friday, December 4, 2015 Sari Peltonen frá Finnlandi hefur búið í Reykjavík í átta ár og starfar hjá Hönnunarmiðstöð Íslands. Böð og saunur eru á allt öðru stigi í Finnlandi en heima á Íslandi. Sari segist keyra háfltíma í Mosfellsbæ til að komast í bestu saununa. Almennt séð séu böðin og saunur hér á landi ekki nógu heitar. Fyrstu kynni af Íslandi hafi verið nokkuð erfið en í dag líði henni vel. Þá fatti Íslendingar ekki alltaf finnska húmorin hennar og mögulega sé hann of svartur. „Finnar borða meira skyr heldur en Íslendingur held ég,“ segir Sari Peltonen. Svo grínast hún með að hún myndi sakna roksins mest af öllu á Íslandi og vísar í svartan finnskan húmor. Sari Peltonen, Tomoko Daimaruog Nura A. Rashid taka þátt í verkefni PIPAR/TBWA undir merkinu #viðöll. Sari Peltonen frá Finnlandi myndi helst sakna roksins færi hún frá Íslandi! #viðöll #finnskaldhæðiniPosted by PIPAR\TBWA on Sunday, December 6, 2015 Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Saga jarðaði alla við borðið Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Sari Peltonen frá Finnlandi, Tomoko Daimaru frá Japan og Nura A. Rashid frá Singapore kunna vel við sig á Íslandi. Tomoko Daimaru segist eiginlega hafa komið óvart til Íslands. Hún hafi verið að læra ensku í háskóla og velt fyrir sér að fara til Bretlands. Hún hafi hins vegar sótt um styrk hér á landi, fengið og komið hingað. Hún lýsir því hvernig plássið sé allt annað hérna en í Tókíó. Íslendingar séu nokkuð feimnir fyrst en mjög hjálplegir og almennilegir. Hennar uppáhaldsmatur á Íslandi er purusteik og lambakjöt. Hún saknar fjölskyldunnar mest um áramótin sem eru á pari við jólin á Íslandi. Fjölskyldan hittist, borði saman og eigi gleðilega stund. Vissuð þið að kvenkyns nöfn í japan enda mjög oft á -ko sem þýðir barn?Tomoko Daimaru frá Japan kom óvart til Íslands á sínum tíma, fáum að heyra í henni og hennar dásamlegu dóttur. #viðöllPosted by PIPAR\TBWA on Saturday, December 5, 2015 Nura A. Rashid frá Singapore er leikskólakennari sem býr í Kópavogi. Eftir námsdvöl í Bandaríkjunum hélt hún til Íslands um tvítugt. Hún segir æskuna í Singapore snúast mikið um lærdóm en ekki leik öfugt við á Íslandi þar sem krakkar læra mikið í gegnum leiki. „Þegar ég kom hingað var enginn að brosa að ókunnu fólki,“ segir Nura en það hafi breyst rosalega mikið. Fólk sé bara brosandi á Íslandi. Hún segir mikilvægt fyrir sig að vera hamingjusöm í lífinu. Hún hafi sigrast á brjóstakrabbameini og minnir á mikilvægi þess að vera hamingjusöm. Það er 4. desember og því komið að fjórða viðtalinu. Að þessu sinni er það hún Nura A. Rashid frá Singapore. #viðöll #hamingjanPosted by PIPAR\TBWA on Friday, December 4, 2015 Sari Peltonen frá Finnlandi hefur búið í Reykjavík í átta ár og starfar hjá Hönnunarmiðstöð Íslands. Böð og saunur eru á allt öðru stigi í Finnlandi en heima á Íslandi. Sari segist keyra háfltíma í Mosfellsbæ til að komast í bestu saununa. Almennt séð séu böðin og saunur hér á landi ekki nógu heitar. Fyrstu kynni af Íslandi hafi verið nokkuð erfið en í dag líði henni vel. Þá fatti Íslendingar ekki alltaf finnska húmorin hennar og mögulega sé hann of svartur. „Finnar borða meira skyr heldur en Íslendingur held ég,“ segir Sari Peltonen. Svo grínast hún með að hún myndi sakna roksins mest af öllu á Íslandi og vísar í svartan finnskan húmor. Sari Peltonen, Tomoko Daimaruog Nura A. Rashid taka þátt í verkefni PIPAR/TBWA undir merkinu #viðöll. Sari Peltonen frá Finnlandi myndi helst sakna roksins færi hún frá Íslandi! #viðöll #finnskaldhæðiniPosted by PIPAR\TBWA on Sunday, December 6, 2015
Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Saga jarðaði alla við borðið Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira