„Við öll - tölum saman, skiljum hvert annað“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2015 11:39 Gestir á Kalda bar eru áskrifendur að brosinu hans Georgs Leite. Brasilíumaðurinn Georg Leite sem rekur Kalda bar á Klapparstíg hefur búið á Íslandi í átján ár. Hingað ákvað hann að koma frá Brasilíu af því hann langaði að komast eins langt í burtu og mögulegt er sem skiptinemi. Georg er einn tuttugu og fjögurra íbúa á Íslandi af erlendum uppruna sem tekur þátt í átaki PIPAR/TBWA undir yfirskriftinni „Við öll - tölum saman, skiljum hvert annað.“ Ástæðan fyrir átakinu og því að starfsfólk PIPAR\TBWA vill blanda sér í umræðuna er sú að svo virðist sem mál innflytjenda, flóttafólks og hryðjuverkamanna séu orðin að einu og sama málinu sem er hvorki rétt né ekki gott að sögn framkvæmdastjórans Valgeirs Magnússonar. „Við munum því birta eitt myndband á dag næstu 24 daga þar sem við kynnumst fólki af erlendu bergi brotið sem hér býr og starfar og tekur þátt í því að auðga okkar samfélag.“ Segja má að um jóladagatal sé að ræða en fyrsta myndbandið var birt á Facebook-síðu PIPARS/TBWA í gær. Þar er einmitt rætt við Georg sem ótrúlegt en satt spilar ekki fótbolta. Hann segir það hafa komið mörgum í opna skjöldu þegar þeir heyrðu að hann væri frá Brasilíu. Georg segist enn vera að venjast íslenskum mat. Munurinn á Brasilíu og Íslandi sé eins og svart og hvítt, heitt og kalt. Svo hægt sé að skilja annað fólk er nauðsynlegt að setja sig í þeirra spor. Einfaldasta leiðin til þess en jafnframt sú árangursríkasta er að ræða saman og því munum við fram að jólum birta stutt viðtöl við fólk af erlendu bergi brotið sem á það sameiginlegt að hafa flust frá sínum heimahögum hingað til lands. Þetta fólk er nú orðið hluti af íslenskri menningu sem þýðir að þau eru ekki lengur þau, heldur við öll. #viðöllPosted by PIPAR\TBWA on Tuesday, December 1, 2015Landsmenn verða vafalítið varir við myndböndin sem munu birtast á á Vísi og í sjónvarpinu hjá RÚV auk Facebook-síðu PIPARS/TBWA þar sem það verður frumsýnt.Valgeir segir PIPAR\TBWA hafa ákveðið að gera þetta af því að auglýsingastofan hafi kunnáttu til að ná til fólks og beina athyglinni á rétta staði og hví ekki að nýta það? „Þessi umræða snertir okkur öll,“ segir framkvæmdastjórinn um átakið. „Svo hægt sé að skilja annað fólk er nauðsynlegt að setja sig í þeirra spor. Einfaldasta leiðin til þess en jafnframt sú árangursríkasta er að ræða saman. Vinnunni fylgir mikil gleði. Hér eru allir að hjálpast að við að finna fólk, taka upp mynd og hljóð, klippa, velta fyrir sér spurningum, vinna með grafík og allt sem til fellur í verkefni á borð við þetta. Við erum öll að gera þetta með hjartanu enda erum við með þessu bara að tjá okkar sýn og hvernig við teljum að heimurinn geti orðið betri ef við kynnumst hvort öðru og tölum saman. Þess vegna köllum við átakið: Við öll - tölum saman, skiljum hvert annað.“ Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Brasilíumaðurinn Georg Leite sem rekur Kalda bar á Klapparstíg hefur búið á Íslandi í átján ár. Hingað ákvað hann að koma frá Brasilíu af því hann langaði að komast eins langt í burtu og mögulegt er sem skiptinemi. Georg er einn tuttugu og fjögurra íbúa á Íslandi af erlendum uppruna sem tekur þátt í átaki PIPAR/TBWA undir yfirskriftinni „Við öll - tölum saman, skiljum hvert annað.“ Ástæðan fyrir átakinu og því að starfsfólk PIPAR\TBWA vill blanda sér í umræðuna er sú að svo virðist sem mál innflytjenda, flóttafólks og hryðjuverkamanna séu orðin að einu og sama málinu sem er hvorki rétt né ekki gott að sögn framkvæmdastjórans Valgeirs Magnússonar. „Við munum því birta eitt myndband á dag næstu 24 daga þar sem við kynnumst fólki af erlendu bergi brotið sem hér býr og starfar og tekur þátt í því að auðga okkar samfélag.“ Segja má að um jóladagatal sé að ræða en fyrsta myndbandið var birt á Facebook-síðu PIPARS/TBWA í gær. Þar er einmitt rætt við Georg sem ótrúlegt en satt spilar ekki fótbolta. Hann segir það hafa komið mörgum í opna skjöldu þegar þeir heyrðu að hann væri frá Brasilíu. Georg segist enn vera að venjast íslenskum mat. Munurinn á Brasilíu og Íslandi sé eins og svart og hvítt, heitt og kalt. Svo hægt sé að skilja annað fólk er nauðsynlegt að setja sig í þeirra spor. Einfaldasta leiðin til þess en jafnframt sú árangursríkasta er að ræða saman og því munum við fram að jólum birta stutt viðtöl við fólk af erlendu bergi brotið sem á það sameiginlegt að hafa flust frá sínum heimahögum hingað til lands. Þetta fólk er nú orðið hluti af íslenskri menningu sem þýðir að þau eru ekki lengur þau, heldur við öll. #viðöllPosted by PIPAR\TBWA on Tuesday, December 1, 2015Landsmenn verða vafalítið varir við myndböndin sem munu birtast á á Vísi og í sjónvarpinu hjá RÚV auk Facebook-síðu PIPARS/TBWA þar sem það verður frumsýnt.Valgeir segir PIPAR\TBWA hafa ákveðið að gera þetta af því að auglýsingastofan hafi kunnáttu til að ná til fólks og beina athyglinni á rétta staði og hví ekki að nýta það? „Þessi umræða snertir okkur öll,“ segir framkvæmdastjórinn um átakið. „Svo hægt sé að skilja annað fólk er nauðsynlegt að setja sig í þeirra spor. Einfaldasta leiðin til þess en jafnframt sú árangursríkasta er að ræða saman. Vinnunni fylgir mikil gleði. Hér eru allir að hjálpast að við að finna fólk, taka upp mynd og hljóð, klippa, velta fyrir sér spurningum, vinna með grafík og allt sem til fellur í verkefni á borð við þetta. Við erum öll að gera þetta með hjartanu enda erum við með þessu bara að tjá okkar sýn og hvernig við teljum að heimurinn geti orðið betri ef við kynnumst hvort öðru og tölum saman. Þess vegna köllum við átakið: Við öll - tölum saman, skiljum hvert annað.“
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira