Vestfirðingar fá húsnæði undir starf þolenda kynferðisofbeldis eftir himnasendingu frá Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2015 15:55 Gunnhildur Elíasdóttir, formaður félagsmálanefndar hjá Ísafirði, og Harpa Oddbjörnsdóttir hjá Sólstöfum. Vísir Sólstafir á Ísafirði, sem vinna með þolendum kynferðisofbeldis og eru systrasamtök Stígamóta, fengu afar veglegan styrk frá deildinni Markaðir og fjárstýringar í Íslandsbanka á dögunum. Bolvíkingurinn Guðmundur Magnús Daðason hafði heyrt að erfiðlega gengi hjá Sólstöfum að fá styrk hjá Ísafjarðarbæ til að geta haldið úti rekstri á næsta ári. Áður en yfir lauk hafði safnast rúm milljón með aðstoð um tuttugu fyrirtækja. Um árlega söfnun deildarinnar hjá Íslandsbanka er að ræða og var ákveðið að styrkja Sólstafi í ár. „Þetta er algjör himnasending og tryggir reksturinn okkar út næsta ár,“ segir Harpa Oddbjörnsdóttir hjá Sólfstöfum í samtali við Vísi. Óskað hafði verið eftir rúmlega 700 þúsund króna styrk frá félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar til að geta rekið eigið húsnæði árið 2016. Úr varð að samtökin fengu 300 þúsund króna styrk frá bænum.Gagnrýna formann nefndarinnarÁ vefsíðunni Knúz.is er því haldið fram í nafnlausri frétt að undirtektirnar hjá Gunnhildi Elíasdóttur, formanni nefndarinnar, hafi verið dræmar. Er vera hennar í nefndinni gagnrýnd og sömuleiðis sú staðreynd að hún hafi ekki vikið af fundi nefndarinnar þegar styrkbeiðnin var tekin fyrir. Ástæða gagnrýninnar er sú að fyrrverandi eiginmaður hennar, Líni Hannes Sigurðsson, hefur verið sakaður um kynferðisbrot gagnvart konum fyrir vestan. Ekki var ákært í neinu málanna. Hann var svo dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í ár fyrir vörslu á afar miklu magni af barnaklámi.Tryggvi Björn, Harpa og Guðmundur Magnús við afhendingu fjárins sem safnaðist.Geta ekki allir fengið allt sem þeir viljaGunnhildur segir í samtali við Vísi að það liggi í augum uppi að þegar fólk sækir um styrk, hvort sem er til sveitarfélags eða annars staðar, þá fá ekki allir umbeðinn styrk. „Við styrkjum allt mögulegt og við reynum að styrkja alla eitthvað. En auðvitað fá ekki allir allt sem þeir vilja,“ segir Gunnhildur. Samtökin hafi fengið 300 þúsund króna styrk fyrir árið 2016. Henni þykir sárt að sitja undir ásökunum í fyrrnefndum pistli þar sem meðal annars er fullyrt að hún hafi gengið hart fram gegn konunum sem stigu fram og sögðu frá meintu kynferðisofbeldi af hendi Lína, fyrrverandi eiginmanns hennar. Hvað þá að hún hafi eitthvað á móti samtökum á borð við Sólstafi. „Ég hef aldrei verið á móti þessum félagsskap, hvorki á þessum fundi né annars staðar. Allir sem hafa orðið fyrir ofbeldi, af hvaða tagi sem er, eiga alla mína samúð.“Vonast til að fjölga starfsmönnum Harpa segir um fundinn, þar sem styrkbeiðni Sólstafa var tekin fyrir, að Gunnhildur hafi virkað neikvæð á sig. Hún hafi haft efasemdir um að samtökin ættu að fá styrk frá bænum. „Að okkar mati hefði hún átt að víkja við afgreiðslu málsins. Í svona litlum bæjarfélögum, þegar kom upp tengsl, þá verður að passa að stjórnsýslan sé með allt á hreinu. Eftir stendur að Sólstafir hafa úr rúmlega 1,3 milljónum króna fyrir næsta ár. Kærkomin jólagjöf fyrir samtökin sem voru formlega stofnuð árið 2007. Til þessa hafa ekki verið fastir opnunartímar hjá Sólstöfum en fólk hefur getað hringt og fundinn hefur verið tími fyrir viðtal. Hingað til hafi verið notast við húsnæði hér og þar, yfirleitt á kvöldin eftir að annarri starfsemi lauk en nú verður aðsetur í Aðalstræti 24. „Við erum vonandi að fara að ráða starfsmann eða starfsmenn í hlutastörf svo það verður einhver við á ákveðnum tímum og svo verður síminn áfram opinn.“Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði.Uppfært klukkan 16:22Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur komið Gunnhildi til varnar á Facebook. Er hann afar harðorður í garð umfjöllunar Knúz.is um vinnu félagsmálanefndar. Athugasemd bæjarstjórans má lesa í heild hér að neðan.Þetta er ákaflega ósmekkleg grein. Reynt er með dylgjum og aðdróttunum að draga Gunnhildi ofan í svað sem aðrir hafa búið til. Tíminn sem valinn er til verksins eru dagarnir fyrir jól.Gunnhildur hefur fyrir löngu skilið við eiginmann sinn og getur ekki borið ábyrgð á gjörðum hans. Hún er sökuð um að hafa „gengið hart fram gegn meintum brotaþolum“, en þau orð ekki rökstudd á nokkurn hátt. Að undirtektir hafi einkum þótt dræmar hjá formanni nefndarinnar er tómt bull og ekki kemur fram hverjum þótti það. Afgreiðsla nefndarinnar á umsókn Sólstafa hefur verið vel rökstudd af starfsmönnum Ísafjarðarbæjar í mín eyru og full samstaða var í nefndinni um afgreiðslu málsins, þar átti formaðurinn ekkert sérstakt frumkvæði.Jafnframt er Ísafjarðarbær sakaður um að hafa ekki skilning á starfi Sólstafa, sem er fjarri öllum sanni. Ísafjarðarbær hefur stutt Sólstafi í orði og á borði og nú með rúmlega 300 þúsund króna fjárstyrk. Bærinn leggur auðvitað til miklu meiri aðstoð og fé í slík mál eftir eigin faglegu leiðum, en félagsmálanefnd taldi starf Sólstafa engu að síður verðskulda styrk. Ég hef hvergi annarsstaðar séð haft eftir starfsfólki Íslandsbanka að þeim hafi þótt skammarlegt að Ísafjarðarbær styrkti Sólstafi um þetta fé og efast raunar um að það hafi gert það. Tengdar fréttir „Þeir sem leggjast á börn hætta ekkert endilega eftir eitt barn“ Í upphafi ársins 2013 kærðu sex konur mann á Þingeyri fyrir kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað yfir langt tímabil. Rætt er við tvær þeirra í Íslandi í dag en þær segja mikilvægt að segja frá hafi maður orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, jafnvel þó brotin séu fyrnd. 28. október 2014 20:00 Ætlaði að vernda dæturnar fyrir helvíti Kristín Auður Elíasdóttir var beitt kynferðisofbeldi af manni innan fjölskyldunnar þegar hún var barn. Það var henni mikið áfall að komast að því að þrjár dætur hennar höfðu lent í því sama. 8. nóvember 2014 08:00 Vestfirðingur á sjötugsaldri þarf að sitja inni í þrjá mánuði fyrir vörslu á barnaklámi Líni Hannes Sigurðsson fékk dóm fyrir vörslu á íslensku sem erlendu efni. 17. desember 2015 16:38 Segir orðróm um kynferðisbrot á allra vörum Í upphafi ársins 2013 kærðu sex konur mann á Þingeyri fyrir kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað yfir langt tímabil. 28. október 2014 16:14 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Sólstafir á Ísafirði, sem vinna með þolendum kynferðisofbeldis og eru systrasamtök Stígamóta, fengu afar veglegan styrk frá deildinni Markaðir og fjárstýringar í Íslandsbanka á dögunum. Bolvíkingurinn Guðmundur Magnús Daðason hafði heyrt að erfiðlega gengi hjá Sólstöfum að fá styrk hjá Ísafjarðarbæ til að geta haldið úti rekstri á næsta ári. Áður en yfir lauk hafði safnast rúm milljón með aðstoð um tuttugu fyrirtækja. Um árlega söfnun deildarinnar hjá Íslandsbanka er að ræða og var ákveðið að styrkja Sólstafi í ár. „Þetta er algjör himnasending og tryggir reksturinn okkar út næsta ár,“ segir Harpa Oddbjörnsdóttir hjá Sólfstöfum í samtali við Vísi. Óskað hafði verið eftir rúmlega 700 þúsund króna styrk frá félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar til að geta rekið eigið húsnæði árið 2016. Úr varð að samtökin fengu 300 þúsund króna styrk frá bænum.Gagnrýna formann nefndarinnarÁ vefsíðunni Knúz.is er því haldið fram í nafnlausri frétt að undirtektirnar hjá Gunnhildi Elíasdóttur, formanni nefndarinnar, hafi verið dræmar. Er vera hennar í nefndinni gagnrýnd og sömuleiðis sú staðreynd að hún hafi ekki vikið af fundi nefndarinnar þegar styrkbeiðnin var tekin fyrir. Ástæða gagnrýninnar er sú að fyrrverandi eiginmaður hennar, Líni Hannes Sigurðsson, hefur verið sakaður um kynferðisbrot gagnvart konum fyrir vestan. Ekki var ákært í neinu málanna. Hann var svo dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í ár fyrir vörslu á afar miklu magni af barnaklámi.Tryggvi Björn, Harpa og Guðmundur Magnús við afhendingu fjárins sem safnaðist.Geta ekki allir fengið allt sem þeir viljaGunnhildur segir í samtali við Vísi að það liggi í augum uppi að þegar fólk sækir um styrk, hvort sem er til sveitarfélags eða annars staðar, þá fá ekki allir umbeðinn styrk. „Við styrkjum allt mögulegt og við reynum að styrkja alla eitthvað. En auðvitað fá ekki allir allt sem þeir vilja,“ segir Gunnhildur. Samtökin hafi fengið 300 þúsund króna styrk fyrir árið 2016. Henni þykir sárt að sitja undir ásökunum í fyrrnefndum pistli þar sem meðal annars er fullyrt að hún hafi gengið hart fram gegn konunum sem stigu fram og sögðu frá meintu kynferðisofbeldi af hendi Lína, fyrrverandi eiginmanns hennar. Hvað þá að hún hafi eitthvað á móti samtökum á borð við Sólstafi. „Ég hef aldrei verið á móti þessum félagsskap, hvorki á þessum fundi né annars staðar. Allir sem hafa orðið fyrir ofbeldi, af hvaða tagi sem er, eiga alla mína samúð.“Vonast til að fjölga starfsmönnum Harpa segir um fundinn, þar sem styrkbeiðni Sólstafa var tekin fyrir, að Gunnhildur hafi virkað neikvæð á sig. Hún hafi haft efasemdir um að samtökin ættu að fá styrk frá bænum. „Að okkar mati hefði hún átt að víkja við afgreiðslu málsins. Í svona litlum bæjarfélögum, þegar kom upp tengsl, þá verður að passa að stjórnsýslan sé með allt á hreinu. Eftir stendur að Sólstafir hafa úr rúmlega 1,3 milljónum króna fyrir næsta ár. Kærkomin jólagjöf fyrir samtökin sem voru formlega stofnuð árið 2007. Til þessa hafa ekki verið fastir opnunartímar hjá Sólstöfum en fólk hefur getað hringt og fundinn hefur verið tími fyrir viðtal. Hingað til hafi verið notast við húsnæði hér og þar, yfirleitt á kvöldin eftir að annarri starfsemi lauk en nú verður aðsetur í Aðalstræti 24. „Við erum vonandi að fara að ráða starfsmann eða starfsmenn í hlutastörf svo það verður einhver við á ákveðnum tímum og svo verður síminn áfram opinn.“Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði.Uppfært klukkan 16:22Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur komið Gunnhildi til varnar á Facebook. Er hann afar harðorður í garð umfjöllunar Knúz.is um vinnu félagsmálanefndar. Athugasemd bæjarstjórans má lesa í heild hér að neðan.Þetta er ákaflega ósmekkleg grein. Reynt er með dylgjum og aðdróttunum að draga Gunnhildi ofan í svað sem aðrir hafa búið til. Tíminn sem valinn er til verksins eru dagarnir fyrir jól.Gunnhildur hefur fyrir löngu skilið við eiginmann sinn og getur ekki borið ábyrgð á gjörðum hans. Hún er sökuð um að hafa „gengið hart fram gegn meintum brotaþolum“, en þau orð ekki rökstudd á nokkurn hátt. Að undirtektir hafi einkum þótt dræmar hjá formanni nefndarinnar er tómt bull og ekki kemur fram hverjum þótti það. Afgreiðsla nefndarinnar á umsókn Sólstafa hefur verið vel rökstudd af starfsmönnum Ísafjarðarbæjar í mín eyru og full samstaða var í nefndinni um afgreiðslu málsins, þar átti formaðurinn ekkert sérstakt frumkvæði.Jafnframt er Ísafjarðarbær sakaður um að hafa ekki skilning á starfi Sólstafa, sem er fjarri öllum sanni. Ísafjarðarbær hefur stutt Sólstafi í orði og á borði og nú með rúmlega 300 þúsund króna fjárstyrk. Bærinn leggur auðvitað til miklu meiri aðstoð og fé í slík mál eftir eigin faglegu leiðum, en félagsmálanefnd taldi starf Sólstafa engu að síður verðskulda styrk. Ég hef hvergi annarsstaðar séð haft eftir starfsfólki Íslandsbanka að þeim hafi þótt skammarlegt að Ísafjarðarbær styrkti Sólstafi um þetta fé og efast raunar um að það hafi gert það.
Tengdar fréttir „Þeir sem leggjast á börn hætta ekkert endilega eftir eitt barn“ Í upphafi ársins 2013 kærðu sex konur mann á Þingeyri fyrir kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað yfir langt tímabil. Rætt er við tvær þeirra í Íslandi í dag en þær segja mikilvægt að segja frá hafi maður orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, jafnvel þó brotin séu fyrnd. 28. október 2014 20:00 Ætlaði að vernda dæturnar fyrir helvíti Kristín Auður Elíasdóttir var beitt kynferðisofbeldi af manni innan fjölskyldunnar þegar hún var barn. Það var henni mikið áfall að komast að því að þrjár dætur hennar höfðu lent í því sama. 8. nóvember 2014 08:00 Vestfirðingur á sjötugsaldri þarf að sitja inni í þrjá mánuði fyrir vörslu á barnaklámi Líni Hannes Sigurðsson fékk dóm fyrir vörslu á íslensku sem erlendu efni. 17. desember 2015 16:38 Segir orðróm um kynferðisbrot á allra vörum Í upphafi ársins 2013 kærðu sex konur mann á Þingeyri fyrir kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað yfir langt tímabil. 28. október 2014 16:14 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
„Þeir sem leggjast á börn hætta ekkert endilega eftir eitt barn“ Í upphafi ársins 2013 kærðu sex konur mann á Þingeyri fyrir kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað yfir langt tímabil. Rætt er við tvær þeirra í Íslandi í dag en þær segja mikilvægt að segja frá hafi maður orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, jafnvel þó brotin séu fyrnd. 28. október 2014 20:00
Ætlaði að vernda dæturnar fyrir helvíti Kristín Auður Elíasdóttir var beitt kynferðisofbeldi af manni innan fjölskyldunnar þegar hún var barn. Það var henni mikið áfall að komast að því að þrjár dætur hennar höfðu lent í því sama. 8. nóvember 2014 08:00
Vestfirðingur á sjötugsaldri þarf að sitja inni í þrjá mánuði fyrir vörslu á barnaklámi Líni Hannes Sigurðsson fékk dóm fyrir vörslu á íslensku sem erlendu efni. 17. desember 2015 16:38
Segir orðróm um kynferðisbrot á allra vörum Í upphafi ársins 2013 kærðu sex konur mann á Þingeyri fyrir kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað yfir langt tímabil. 28. október 2014 16:14