Enski boltinn

Lucas: Við stöndum allir við bakið á Rodgers

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lucas Leiva, leikmaður Liverpool.
Lucas Leiva, leikmaður Liverpool. vísir/getty
Lucas Leiva, leikmaður Liverpool, segir að leikmenn liðsins standi þétt við bakið á Brendan Rodgers knattspyrnustjóra liðsins.

Liverpool vann mikilvægan sigur á Aston Villa, 3-2 í gær. Rodgers hefur verið harðlega gagnrýndur á tímabilinu og vilja sumar meina að starf hans sé einfaldlega í hættu.

„Við vildum vinna fyrir stjórann,“ sagði Lucas eftir leikinn í gær.

„Það hefur margt verið sagt um hann en við sýndum í dag að allir leikmenn standa við bakið á stjóranum. Pressan er vissulega mest á honum, en við viljum spila eins og hann leggur leikina upp.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×