Mamadou Sakho segir að honum hafi liðið eins og ljóni í búri þegar Brendan Rodgers setti hann út úr liðinu hjá Liverpool í upphafi leiktíðar.
Sakho spilaði ekki sinn fyrsta byrjunarliðsleik á tímabilinu fyrr en um miðjan september og var óánægður með að hafa verið settur út í kuldann.
„Við skulum segja að í þann skamma tíma sem ég var ekki að spila þá leið mér eins og ljóni í búri sem fékk ekkert að borða,“ sagði Sakho í viðtali við franska fjölmiðla.
„Þegar svöngu ljóni er hleypt úr búrinu þá ræðst það til atlögu,“ sagði Sakho sem lenti í útistöðum við bæði Steven Naismith og Romelu Lukaku í grannaslagnum gegn Everton um helgina. Það reyndist síðasti leikur Liverpool undir stjórn Brendan Rodgers.
Sakho er 25 ára gamall og skrifaði undir nýjan fimm ára samning við Liverpool í síðasta mánuði.
Mér leið eins og ljóni í búri
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn

Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum
Enski boltinn

Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst
Fótbolti





Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti