Varnaðarorðin voru hunsuð Svavar Hávarðsson skrifar 25. apríl 2015 12:00 Mikill vatnsflaumur rennur nú út í Fnjóskadal um munna Vaðlaheiðaganga að austan. Mynd/Auðunn Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. Pálmi Kristinsson verkfræðingur var einn þeirra sem báðu menn að fara sér hægt, og birti ítarlega og sjálfstæða úttekt á forsendum ganganna í árslok 2011. Pálmi taldi að framkvæmdin yrði mun dýrari en þá var gert ráð fyrir og að milljarða kostnaður myndi að lokum falla á ríkissjóð. Eitt af því sem Pálmi varaði við var að forsendur stjórnar Vaðlaheiðarganga hf. (VHG), um áætlaðan umframkostnað á framkvæmdatíma væri vanáætlaður, en VHG gerði ráð fyrir að hann yrði 7 prósent.Pálmi taldi að þessi kostnaður yrði um 15 prósent miðað við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar frá nóvember 2011. Hafði hann til hliðsjónar að umframkostnaðurinn við Héðinsfjarðargöng nam 2,1 milljarði eða um 17 prósent, eins og Fréttablaðið fjallaði um á fimmtudag. Þar varð vatnsagi til óþurftar rétt eins og ítrekað í Vaðlaheiðargöngum þar sem framkvæmdir hafa þegar tafist um fimm mánuði hið minnsta, og liggja að hluta til niðri vegna nýjasta lekans sem hefur fyllt göngin af vatni að hluta. Pálmi segir að því miður virðist hann hafa verið réttspár, en vandinn sé meiri en hann gerði ráð fyrir.Sjá einnig: Lekinn mun kosta milljarða „Því miður virðist þetta ætla að verða dekkra dæmi en ég sá fyrir. Það er deginum ljósara nú þegar, að þetta er alvarlegra dæmi en ég gerði ráð fyrir,“ segir Pálmi og bætir við að litlum vafa sé undirorpið að aukinn kostnaður við Vaðlaheiðargöng fellur á ríkissjóð, nema sérstaklega hafi verið gert ráð fyrir öðru í verksamningum. Hins vegar séu fjölmörg dæmi um það hérlendis að verktakar beinlínis hagnist af vandamálum sem koma upp á framkvæmdatíma, þó það þurfi ekki að eiga við hér. Í upphaflegri skýrslu sinni taldi Pálmi útilokað að veggjöld myndu standa undir kostnaði við gerð og rekstur Vaðlaheiðarganga, en athugasemdir sínar um forsendur verksins setti hann fram í 27 sjálfstæðum liðum. Hann segir að staða verksins í dag styrki efasemdir sínar um að tekjur af veggjöldum muni ná að standa undir öllum kostnaði. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. Pálmi Kristinsson verkfræðingur var einn þeirra sem báðu menn að fara sér hægt, og birti ítarlega og sjálfstæða úttekt á forsendum ganganna í árslok 2011. Pálmi taldi að framkvæmdin yrði mun dýrari en þá var gert ráð fyrir og að milljarða kostnaður myndi að lokum falla á ríkissjóð. Eitt af því sem Pálmi varaði við var að forsendur stjórnar Vaðlaheiðarganga hf. (VHG), um áætlaðan umframkostnað á framkvæmdatíma væri vanáætlaður, en VHG gerði ráð fyrir að hann yrði 7 prósent.Pálmi taldi að þessi kostnaður yrði um 15 prósent miðað við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar frá nóvember 2011. Hafði hann til hliðsjónar að umframkostnaðurinn við Héðinsfjarðargöng nam 2,1 milljarði eða um 17 prósent, eins og Fréttablaðið fjallaði um á fimmtudag. Þar varð vatnsagi til óþurftar rétt eins og ítrekað í Vaðlaheiðargöngum þar sem framkvæmdir hafa þegar tafist um fimm mánuði hið minnsta, og liggja að hluta til niðri vegna nýjasta lekans sem hefur fyllt göngin af vatni að hluta. Pálmi segir að því miður virðist hann hafa verið réttspár, en vandinn sé meiri en hann gerði ráð fyrir.Sjá einnig: Lekinn mun kosta milljarða „Því miður virðist þetta ætla að verða dekkra dæmi en ég sá fyrir. Það er deginum ljósara nú þegar, að þetta er alvarlegra dæmi en ég gerði ráð fyrir,“ segir Pálmi og bætir við að litlum vafa sé undirorpið að aukinn kostnaður við Vaðlaheiðargöng fellur á ríkissjóð, nema sérstaklega hafi verið gert ráð fyrir öðru í verksamningum. Hins vegar séu fjölmörg dæmi um það hérlendis að verktakar beinlínis hagnist af vandamálum sem koma upp á framkvæmdatíma, þó það þurfi ekki að eiga við hér. Í upphaflegri skýrslu sinni taldi Pálmi útilokað að veggjöld myndu standa undir kostnaði við gerð og rekstur Vaðlaheiðarganga, en athugasemdir sínar um forsendur verksins setti hann fram í 27 sjálfstæðum liðum. Hann segir að staða verksins í dag styrki efasemdir sínar um að tekjur af veggjöldum muni ná að standa undir öllum kostnaði.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira