Innlent

Kokkurinn hjá Vodafone komst í úrslit

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Dómnefndin að störfum. Fréttablaðið/Pjetur
Dómnefndin að störfum. Fréttablaðið/Pjetur
Fjórir keppendur af tíu komust áfram úr undanúrslitum í keppninni um matreiðslumann ársins í gær.

Keppendum var gert að elda úr íslenskum þorski og munu þeir Atli Erlendsson frá Grillinu á Hótel Sögu, Axel Clausen frá Fiskmarkaðnum, Kristófer H. Lord frá Lava Bláa lóninu og Steinn Óskar Sigurðsson frá Vodafone keppa til úrslita 1. mars næstkomandi.

Keppnin í ár er haldin með nýju sniði og höfðu allir faglærðir matreiðslumenn möguleika á að senda eina nafnlausa uppskrift og bárust 17 uppskriftir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×