Innlent

Hundrað manns ætla að gefa sameiginlega kost á sér til ábyrgðarstarfa í Heimdalli

Gissur Sigurðsson skrifar
Stjórnarframbjóðendur hópsins.
Stjórnarframbjóðendur hópsins.
Rúmlega hundrað manns ætla að gefa sameiginlega kost á sér til ábyrgðarstarfa í Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, ásamt Herði Guðmundssyni sem býður sig fram til formanns á aðalfundi félagsins á morgun.

Í tilkynningu frá hópnum segir meðal annars að aldrei hafi jafn stór hópur gefið kost á sér til starfa fyrir Heimdall auk þess sem fjöldi ungra kvenna í hópnum veki athygli. Hópurinn ráðgerir að halda úti átta deildum með mismunandi verkefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×