Jarðarför útibúanna á Vestfjörðum fer fram á fimmtudag Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2015 14:19 Guðlaug Rós hvetur fólk til að taka peninga sína út úr bankanum. Og mæta til að vera við útförina sem verður klukkan fjögur á fimmtudag. Megn óánægja og reiði er nú ríkjandi víða á Vestfjörðum vegna fyrirhugaðra lokana útibúa Landsbankans þar víða þar en flytja á alla starfsemi á Ísafjörð. Guðlaug Rós Hólmsteinsdóttir, íbúi í Bolungavík, hefur opnað síðu á Facebook þar sem þessi mál eru rædd og kemur þar fram mikil gremja. „Fólk er mjög ósátt við þetta. Eins og gefur að skilja, þegar verið er að skerða þjónustu,“ segir Guðlaug Rós í samtali við Vísi. Hún útskýrir að til standi að loka útibúum í Bolungavík, á Þingeyri, á Suðureyri, búnir að loka á Bíldudal og Tálknafirði, Flateyri og Súðavík. „Þetta eru sjö útibú á Vestfjörðum sem þeir hafa og eru að loka. Aríon lokaði svo á Hólmavík, en þar er útibú Strandamanna, þannig að þeir eru ekki illa staddir með að fara í bankann.“Útför með krönsum og tilheyrandi Mjög þungt er í fólki hljóðið og gremjan snýr ekki síst að sveitarstjórnum og þá ekki síður þingmönnum kjördæmisins. „Það hefur ekkert heyrst frá þingmönnunum okkar, þannig að ég veit ekki alveg með þá. Við gerum þá kröfu að þeir rísa upp á afturlappirnar og koma til hjálpar.“ segir Guðlaug. Hún ákvað að stofna til síðunnar þegar fréttir bárust af fyrirhuguðum lokunum útibúa fyrir helgi. Og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. „Við verðum með gjörning á fimmtudaginn, þegar bankinn lokar í síðasta skipti í um 100 ára sögu bankastarfsemi og við ætlum að vera með útför við bæjarbúar Bolungavíkur og ég hvet alla sem vettlingi geta valdið að mæta fyrir utan þar klukkan fjögur og sýna samhug í verki. Þetta verður útfararstíll; með blómum og krönsum og öllu tilheyrandi.“Hvetur fólk til að taka út peninga sína Guðlaug Rós segir að hún hafi alltaf átt í viðskiptum við þennan banka. „Bara síðan alltaf og ég er 36 ára, á heima í Bolungavík og mér er annt um sveitarfélagið og þetta svæði, Vestfirði. Þetta er kornið sem fyllti mælinn hjá okkur mörgum. Í störfum sem flytjast frá svæðinu. Það virðist endalaust hægt að taka og flytja burt og ekkert að koma á móti, frá ríkinu. Því Landsbankinn er banki okkar allra.“ Hún segir svartsýni ríkja vegna þessa en Guðlaugu Rós reiknast til að störf sem tapist séu um tugur. „Ég held að þetta séu fimm störf í Bolungavík, eitt á Suðureyri og fjögur á Þingeyri. Tveir sem fá flutning á Ísafjörð. En, það munar um minna. Ég hef verið að hvetja til þess að fólk taki pening sinn út úr bankanum, það er Landsbankanum, og flytja eitthvað annað. Við sendum þeim kaldar kveðjur, stjórnendum Landsbankans.“Sérlega slæmt fyrir eldra fólk Guðlaug Rós bendir á að þetta komi mjög illa niður á fólki því þarna séu ekki almenningssamgöngur. „Þetta kemur illa við þá sem ekki keyra á milli og eldra fólki sem ekki er búið að tileinka sér netviðskipti. Á Þingeyri, þar eru 50 kílómetrar til Ísafjarðar, þarft að fara yfir heiði sem Gemlufallsheiði, og fólk leggur það ekki á sig til að fara í banka og alls ekki yfir vetrartíma. Maður hefur miklar áhyggjur af þessu fólki, þessi skerðing þjónustu bitnar mest á því.“Svör Steinþórs bankastjóra Líkt og áður sagði kennir ýmissa grasa á mótmælendasíðunni á Facebook. Einn þeirra sem tekur til máls heitir Helgi Pálsson sem greinir frá því að hann hafi skrifað bankastjóra Landsbankans mótmælabréf og greinir frá því að hann vilji færa viðskipti sín annað. Steinþór Pálsson bankastjóri svarar Helga og í bréfi hans kemur meðal annars fram að Sparisjóðurinn og Landsbankinn hafi stutt dyggilega við bak ýmiss rekstrar í Bolungavík. Bréf bankastjórans er upplýsandi um afstöðu bankans, en það er svohljóðandi:Sæll HelgiLeitt að sjá að þú hyggist flytja viðskiptin yfir í annan banka og sem er ekki frekar en Landsbankinn með starfsstöð í þínu bæjarfélagi. Landsbankinn er með mikil viðskipti á Bolungarvík og var það áður en samruninn við sparisjóðinn kom til. Sparisjóðurinn og Landsbankinn voru hér á árum áður í töluverðu samstarfi og studdi bankinn við þegar sjóðurinn réð ekki við hlutina vegna smæðar sinnar. Töluverður uppgangur hefur verið á Bolungarvík á undanförnum árum og sem dæmi hefur kvóti í því byggðarlagi aukist nokkuð frá aldamótum. Þetta hefur meðal annars gerst vegna stuðnings Landsbankans við öfluga heimamenn. Þannig viljum við starfa - styðja við fólk og fyrirtæki með öflugri fjármálaþjónustu þannið að viðskiptavinir hafi ávinning af viðskiptunum - og slíkt er einungis hægt ef dregið er úr óþarfa kostnaði. Landsbankinn hefur lánað mest allra hér á landi í íbúðalán á undanförnum misserum þar sem kjör og annað hefur verið hagfellt fyrir lántakendur. Þar hafa margir nýtt sér að endurfjármagna óhagstæð eldri lán.Í nútímanum er ekki þörf á að vera með útibú a öllum stöðum. Ef rekstur bankans verður óhagkvæmur verður ekki hægt að veita öfluga fjármálaþjónustu til langframa. Landsbankinn er með víðfemasta útibúanetið á landinu. Allir bankar hafa verið að draga úr fjölda útibúa og fækka starfsfólki til að leita leiða við að hagræða. Sú fækkun hefur ekki síst átt sér stað í miðlægum einingum. Landsbankinn hefur á undanförnum árum veitt miklu fjármagni til Vestfjarða - sér í lagi eftir yfirtöku á SpKef 2011- til að styðja við heimili og atvinnulíf. Þar sem þú nefnir nýjar höfuðstöðvar bankans þá eru þær hugsaðar til að draga úr sóun og draga úr kostnaði. Nýbygging er hagkvæmur kostur fyrir bankann og er töluvert efni um það mál á heimasíðu bankans ef þú hefur áhuga á að kynna þér þau mál mánar. Þar sem þú nefnir annan banka í skeyti þínu þá er athyglisvert að hann virðist hafa uppi svipuð áform og Landsbankinn varðandi húsnæðismál vegna miðlægrar starfsemi.Óska þér alls hins besta í framtíð hvar sem þú velur að eiga þín bankaviðskipti.Með kveðju,Steinþór Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Megn óánægja og reiði er nú ríkjandi víða á Vestfjörðum vegna fyrirhugaðra lokana útibúa Landsbankans þar víða þar en flytja á alla starfsemi á Ísafjörð. Guðlaug Rós Hólmsteinsdóttir, íbúi í Bolungavík, hefur opnað síðu á Facebook þar sem þessi mál eru rædd og kemur þar fram mikil gremja. „Fólk er mjög ósátt við þetta. Eins og gefur að skilja, þegar verið er að skerða þjónustu,“ segir Guðlaug Rós í samtali við Vísi. Hún útskýrir að til standi að loka útibúum í Bolungavík, á Þingeyri, á Suðureyri, búnir að loka á Bíldudal og Tálknafirði, Flateyri og Súðavík. „Þetta eru sjö útibú á Vestfjörðum sem þeir hafa og eru að loka. Aríon lokaði svo á Hólmavík, en þar er útibú Strandamanna, þannig að þeir eru ekki illa staddir með að fara í bankann.“Útför með krönsum og tilheyrandi Mjög þungt er í fólki hljóðið og gremjan snýr ekki síst að sveitarstjórnum og þá ekki síður þingmönnum kjördæmisins. „Það hefur ekkert heyrst frá þingmönnunum okkar, þannig að ég veit ekki alveg með þá. Við gerum þá kröfu að þeir rísa upp á afturlappirnar og koma til hjálpar.“ segir Guðlaug. Hún ákvað að stofna til síðunnar þegar fréttir bárust af fyrirhuguðum lokunum útibúa fyrir helgi. Og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. „Við verðum með gjörning á fimmtudaginn, þegar bankinn lokar í síðasta skipti í um 100 ára sögu bankastarfsemi og við ætlum að vera með útför við bæjarbúar Bolungavíkur og ég hvet alla sem vettlingi geta valdið að mæta fyrir utan þar klukkan fjögur og sýna samhug í verki. Þetta verður útfararstíll; með blómum og krönsum og öllu tilheyrandi.“Hvetur fólk til að taka út peninga sína Guðlaug Rós segir að hún hafi alltaf átt í viðskiptum við þennan banka. „Bara síðan alltaf og ég er 36 ára, á heima í Bolungavík og mér er annt um sveitarfélagið og þetta svæði, Vestfirði. Þetta er kornið sem fyllti mælinn hjá okkur mörgum. Í störfum sem flytjast frá svæðinu. Það virðist endalaust hægt að taka og flytja burt og ekkert að koma á móti, frá ríkinu. Því Landsbankinn er banki okkar allra.“ Hún segir svartsýni ríkja vegna þessa en Guðlaugu Rós reiknast til að störf sem tapist séu um tugur. „Ég held að þetta séu fimm störf í Bolungavík, eitt á Suðureyri og fjögur á Þingeyri. Tveir sem fá flutning á Ísafjörð. En, það munar um minna. Ég hef verið að hvetja til þess að fólk taki pening sinn út úr bankanum, það er Landsbankanum, og flytja eitthvað annað. Við sendum þeim kaldar kveðjur, stjórnendum Landsbankans.“Sérlega slæmt fyrir eldra fólk Guðlaug Rós bendir á að þetta komi mjög illa niður á fólki því þarna séu ekki almenningssamgöngur. „Þetta kemur illa við þá sem ekki keyra á milli og eldra fólki sem ekki er búið að tileinka sér netviðskipti. Á Þingeyri, þar eru 50 kílómetrar til Ísafjarðar, þarft að fara yfir heiði sem Gemlufallsheiði, og fólk leggur það ekki á sig til að fara í banka og alls ekki yfir vetrartíma. Maður hefur miklar áhyggjur af þessu fólki, þessi skerðing þjónustu bitnar mest á því.“Svör Steinþórs bankastjóra Líkt og áður sagði kennir ýmissa grasa á mótmælendasíðunni á Facebook. Einn þeirra sem tekur til máls heitir Helgi Pálsson sem greinir frá því að hann hafi skrifað bankastjóra Landsbankans mótmælabréf og greinir frá því að hann vilji færa viðskipti sín annað. Steinþór Pálsson bankastjóri svarar Helga og í bréfi hans kemur meðal annars fram að Sparisjóðurinn og Landsbankinn hafi stutt dyggilega við bak ýmiss rekstrar í Bolungavík. Bréf bankastjórans er upplýsandi um afstöðu bankans, en það er svohljóðandi:Sæll HelgiLeitt að sjá að þú hyggist flytja viðskiptin yfir í annan banka og sem er ekki frekar en Landsbankinn með starfsstöð í þínu bæjarfélagi. Landsbankinn er með mikil viðskipti á Bolungarvík og var það áður en samruninn við sparisjóðinn kom til. Sparisjóðurinn og Landsbankinn voru hér á árum áður í töluverðu samstarfi og studdi bankinn við þegar sjóðurinn réð ekki við hlutina vegna smæðar sinnar. Töluverður uppgangur hefur verið á Bolungarvík á undanförnum árum og sem dæmi hefur kvóti í því byggðarlagi aukist nokkuð frá aldamótum. Þetta hefur meðal annars gerst vegna stuðnings Landsbankans við öfluga heimamenn. Þannig viljum við starfa - styðja við fólk og fyrirtæki með öflugri fjármálaþjónustu þannið að viðskiptavinir hafi ávinning af viðskiptunum - og slíkt er einungis hægt ef dregið er úr óþarfa kostnaði. Landsbankinn hefur lánað mest allra hér á landi í íbúðalán á undanförnum misserum þar sem kjör og annað hefur verið hagfellt fyrir lántakendur. Þar hafa margir nýtt sér að endurfjármagna óhagstæð eldri lán.Í nútímanum er ekki þörf á að vera með útibú a öllum stöðum. Ef rekstur bankans verður óhagkvæmur verður ekki hægt að veita öfluga fjármálaþjónustu til langframa. Landsbankinn er með víðfemasta útibúanetið á landinu. Allir bankar hafa verið að draga úr fjölda útibúa og fækka starfsfólki til að leita leiða við að hagræða. Sú fækkun hefur ekki síst átt sér stað í miðlægum einingum. Landsbankinn hefur á undanförnum árum veitt miklu fjármagni til Vestfjarða - sér í lagi eftir yfirtöku á SpKef 2011- til að styðja við heimili og atvinnulíf. Þar sem þú nefnir nýjar höfuðstöðvar bankans þá eru þær hugsaðar til að draga úr sóun og draga úr kostnaði. Nýbygging er hagkvæmur kostur fyrir bankann og er töluvert efni um það mál á heimasíðu bankans ef þú hefur áhuga á að kynna þér þau mál mánar. Þar sem þú nefnir annan banka í skeyti þínu þá er athyglisvert að hann virðist hafa uppi svipuð áform og Landsbankinn varðandi húsnæðismál vegna miðlægrar starfsemi.Óska þér alls hins besta í framtíð hvar sem þú velur að eiga þín bankaviðskipti.Með kveðju,Steinþór
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira