Innlent

Neyðarblysin reyndust kertaloftbelgur

Samúel Karl Ólason skrifar
Maður á Selfossi setti kertaloftbelg á loft og talið var að um neyðarblys væri að ræða.
Maður á Selfossi setti kertaloftbelg á loft og talið var að um neyðarblys væri að ræða. Vísir/Getty
Lögreglan á Suðurlandi og Landsbjörg tilkynntu í kvöld að tvö neyðarblys eða neyðarsólir hafi sést á Selfossi á sjöunda tímanum í dag. Talið var að þeim hefði verið skotið á loft í uppsveitum Árnessýslu og var frekari upplýsinga leitað hjá almenningi. Nú hefur komið í ljós að um var að ræða kertaloftbelg sem settur var á loft á Selfossi.

Ábendingar um það bárust til lögreglunnar fljótt eftir að lýst var eftir frekari upplýsingum. Lögreglan hafði samband við manninn og staðfesti að um loftbelg var að ræða. Málið telst upplýst.

Talandi um að nýta tengslanetið, fengum við þær upplýsingar frá íbúa á Selfossi að nágranni hafi verið að setja í loftið...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Wednesday, November 11, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×