
„Ég kann þetta ekkert á íslensku“
Sé þeim boðið að nefna hlutinn á ensku lætur svarið ekki á sér standa. Hvernig má þetta vera? Hvernig geta börn og unglingar sem eiga íslenska foreldra, eru fædd og uppalin hér og hafa alla tíð gengið í íslenska skóla ekki búið yfir íslenskum grunnorðaforða? Sé ekki um eiginlega málþroskaröskun að ræða er svarið við þessum spurningum einfalt: Tölvur og tækni. Nú fylgir tæknin móðurmjólkinni og börn og unglingar lifa og hrærast í heimi rafrænna samskipta sem fara nánast öll fram á ensku. Tölvur og símar „tala“ mjög takmarkaða íslensku og til hvers að brúka móðurmál skitinna 320.000 hræða þegar enskan opnar dyr allra samskipta upp á gátt?
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, hefur löngum verið ötull talsmaður íslenskrar máltækni og mikilvægis uppbyggingar hennar fyrir íslenska tungu. Í þættinum Orðbragð, sem RÚV hefur haft til sýninga, lýsti Eiríkur því yfir að raunveruleg hætta væri á því að íslenska verði ekki til eftir 100 ár. Hann vísaði í skýrslu um stafræna stöðu íslenskunnar máli sínu til stuðnings en hún kom út árið 2012.
Á þeim tímapunkti hélt ég að þetta væri nú óþarfa vænisýki í manninum, að ekkert fengi grandað mínu ástkæra ylhýra. Nú er annað bersýnilega að koma í ljós og ekki er lengur hægt að loka augunum fyrir hættunni á því að íslenskan deyi dauða sínum. Hvað er hægt að gera? Eigum við sem þjóð að halla okkur aftur í tölvustólunum, skerpa á enskunni og bíða þess sem verða vill? Eða eigum við ef til vill að beita okkur fyrir því að auknum fjármunum verði veitt í að efla stafræna stöðu íslenskunnar? Eigum við kannski að tala meira við börnin okkar, lesa fyrir þau og gera þeim grein fyrir mikilvægi þess fyrir okkur sem þjóð að íslenskan haldist á lífi?
Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Skoðun

Frelsi á útsölu
Indriði Ingi Stefánsson skrifar

Gervigreind og höfundaréttur
Henry Alexander Henrysson skrifar

Aðstandendur heilabilunarsjúklinga
Magnús Karl Magnússon skrifar

Hvers vegna má ekki ræða hagræðingu?
Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Kosningar í Póllandi
Jacek Godek skrifar

Velferð við upphaf þingvetrar
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Orkulaus orkuskipti?
Jón Trausti Ólafsson skrifar

Er samtalið búið?
Guðlaugur Bragason skrifar

80 dauðsföll á þessu ári
Sigmar Guðmundsson skrifar

Lægstu barnabætur aldarinnar?
Kristófer Már Maronsson skrifar

Hvað gera bændur nú?
Trausti Hjálmarsson skrifar

Hljóð og mynd fara ekki saman hjá stjórnvöldum varðandi ferðaþjónustu
Jóhannes Þór Skúlason skrifar

Hagsmuni borgarbúa í fyrsta sæti
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Sjúkraliðar mættir til leiks
Sandra B. Franks skrifar

Íslendingar standa ekki gegn hatri
Þórarinn Hjartarson skrifar

ESB jók framlög til landbúnaðar um 430 milljónir evra í sumar
Erna Bjarnadóttir skrifar

Svandís sýndi á spilin
Birgir Dýrfjörð skrifar

Sumar hinna háu sekta
Ingvar Smári Birgisson skrifar

Má Landsvirkjun henda milljörðum?
Rafnar Lárusson skrifar

Mikilvægi geðræktar og áhrif vímuefna á líðan okkar
Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir skrifar

Vindmyllur á Íslandi
Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar

Verndun villtra laxastofna
Bjarni Jónsson skrifar

Reykjavíkurborg hefur fjárfest í starfsumhverfi leikskóla fyrir 4 milljarða króna
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Mikil uppbygging leikskóla í Reykjavík
Skúli Helgason skrifar

Dómafordæmi: Réttlæti hins sterka
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Háskólar 21. aldarinnar
Davíð Þorláksson,Katrín Atladóttir skrifar

Rafmagnað samband skemmtiferðaskipa
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Auðlindin okkar – andsvar
Daði Már Kristófersson skrifar

Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð
Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar

Félagsleg samskipti eru forsenda góðrar heilsu
Karen Björg Jóhannsdóttir skrifar