Innlent

Velti flutningabíl á Holtavörðuheiði

Vísir/GVA
Betur fór en á horfðist þegar stór flultningabíll með langan tengivagn tók að renna þvers og kruss niður brekku í óvæntri hálku á þjóðveginum um Holtavörðuheiði upp úr klukkan hálf eitt í nótt, uns hann valt út af veginum.

Ökumaður, sem var einn í bílnum, slasaðist ekki alvarlega en var fluttur í sjúkrabíl á heilsugæsluna á Hvammstanga. Svo vel vildi til að enginn bíll kom á móti þegar þetta var að gerast.

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Borgarnesi má búast við einhverjum töfum á umferð þegar farið verður að ná bíl og vagni upp á veginn aftur með stórvirkum vinnuvélum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×