Innlent

Veðurstofan varar við stormi víða á landinu á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Mikið óveður gekk yfir landið í síðustu viku.
Mikið óveður gekk yfir landið í síðustu viku. Vísir/Pjetur
Veðurstofan varar við stormi víða á landinu á morgun og er búist við að vindhraði verði víða meiri en 20 metrar á sekúndu.

Á heimasíðu Vesturstofunnar segir að hæglætis austan- og suðaustanátt og dáliltlar skúrir eða él verði í dag, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi.

„Eftir miðnætti nálgast síðan dýpkandi lægð sunnan úr hafi og fer að hvessa talsvert með morgninum. Gengur síðan í norðaustanhvassviðri eða -storm með snjókomu norðanlands, rigningu fyrir sunnan og slyddu austast.

Hvassast verður á Vestfjörðum, við Breiðafjörð, í Öræfum og Mýrdal.

Líkleg spillist færð á norðanverðu landinu og sums staðar á Austurlandi fljótlega upp úr hádegi á morgun,“ segir í spánni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×